Tryggja þurfi tímabundin afnot náttúruauðlinda í stjórnarskrá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 12:31 Hanna Katrín segir málið líklega það stærsta sem er fyrir þinginu núna. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir ekki nóg að gera rekstrarleyfi til fiskeldis tímabundin til þess að sátt skapist um frumvarp matvælaráðherra um lagareldi. Málið sé skýrt dæmi um að gera þurfi breytingar á stjórnarskrá. Bjarkey Olsen matvælaráðherra brást við harðri gagnrýni á frumvarp hennar um lagareldi fyrr í þessari viku þegar fulltrúar ráðuneytis hennar mættu á fund atvinnuveganefndar og lögðu til, að beiðni þingsins, að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í frumvarpinu yrðu gerð tímabundin. Fyrirhugað var að leyfin yrðu gerð ótímabundin, en þau hafa hingað til verið gefin út til sextán ára. „Við þurfum að tryggja að það að fara til baka, í að leyfið sé tímabundið, þýði ekki að út detti heimildir til að bregðast við alvarlegum brotum eða síendurteknum. Það er svo mikið undir í þessu máli: Náttúran og afkoma fólks og byggðalaga,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í atvinnuveganefnd. Á fundi atvinnuveganefndar í morgun var lagareldi eina málið til umræðu. „Við erum að fá til okkar gesti til að fara yfir sínar umsagnir til að átta okkur á helstu athugasemdum þeirra aðila sem málið varðar.“ Hún segir þetta mál skýrt dæmi um að breyta þurfi stjórnarskrá. „Auðvitað sýnir þetta mál, þetta slys sem þetta er - ég ætla bara að segja það eins og er af því að við erum ekki búin að breyta þessu - í uppsiglingu, skýrt merki um að við þurfum að setja inn í stjórnarskrána ákvæði um tímabundin afnot af náttúruauðlindum. Það er það eina sem getur tryggt að þetta gerist ekki. Þingið getur tekið alls konar ákvarðanir, misgáfulegar,“ segir Hanna Katrín. Hún segir breytingu á tímalengd leyfisveitinga ekki nóg til að skapa sátt um frumvarpið. „Það er mjög margt annað í þessu frumvarpi. Þetta er gríðarlega flókið mál. Ég held ég geti fullyrt að það eitt og sér er ekki nóg. Þetta er gríðarlega stórt mál, sennilega eitt það stærsta. Nefndin hefur náð samstöðu um það að byrja þess vegna á þessu, láta vinna tillögur að því hvernig við breytum [tímalengd leyfa] á sama tíma og við erum að fara kerfisbundið í gegnum önnur ákvæði málsins,“ segir Hanna. „Við erum að tala þarna um mjög mikilvæga vaxandi atvinnugrein fyrir mörg byggðalög, þetta er afkoma fólks einfaldlega. Það er líka náttúran og við verðum að ná þarna lendingu þar sem við hugum að hagsmunum þessara aðila en náum einhvern vegin jafnvægi.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Tengdar fréttir Allt að fimm milljóna króna sekt á hvern fisk Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Ráðherra segir frumvarpið taka miklu betur á umhverfismálum en gert hafi verið hingað til. 30. apríl 2024 19:30 Umdeildu frumvarpi um lagareldi breytt Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra sem hefur nú fallist á að breyta umdeildu ákvæði í nýju frumvarpi um lagareldi sem hlotið hefur mikla gagnrýni síðustu daga. 30. apríl 2024 11:35 Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Bjarkey Olsen matvælaráðherra brást við harðri gagnrýni á frumvarp hennar um lagareldi fyrr í þessari viku þegar fulltrúar ráðuneytis hennar mættu á fund atvinnuveganefndar og lögðu til, að beiðni þingsins, að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í frumvarpinu yrðu gerð tímabundin. Fyrirhugað var að leyfin yrðu gerð ótímabundin, en þau hafa hingað til verið gefin út til sextán ára. „Við þurfum að tryggja að það að fara til baka, í að leyfið sé tímabundið, þýði ekki að út detti heimildir til að bregðast við alvarlegum brotum eða síendurteknum. Það er svo mikið undir í þessu máli: Náttúran og afkoma fólks og byggðalaga,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í atvinnuveganefnd. Á fundi atvinnuveganefndar í morgun var lagareldi eina málið til umræðu. „Við erum að fá til okkar gesti til að fara yfir sínar umsagnir til að átta okkur á helstu athugasemdum þeirra aðila sem málið varðar.“ Hún segir þetta mál skýrt dæmi um að breyta þurfi stjórnarskrá. „Auðvitað sýnir þetta mál, þetta slys sem þetta er - ég ætla bara að segja það eins og er af því að við erum ekki búin að breyta þessu - í uppsiglingu, skýrt merki um að við þurfum að setja inn í stjórnarskrána ákvæði um tímabundin afnot af náttúruauðlindum. Það er það eina sem getur tryggt að þetta gerist ekki. Þingið getur tekið alls konar ákvarðanir, misgáfulegar,“ segir Hanna Katrín. Hún segir breytingu á tímalengd leyfisveitinga ekki nóg til að skapa sátt um frumvarpið. „Það er mjög margt annað í þessu frumvarpi. Þetta er gríðarlega flókið mál. Ég held ég geti fullyrt að það eitt og sér er ekki nóg. Þetta er gríðarlega stórt mál, sennilega eitt það stærsta. Nefndin hefur náð samstöðu um það að byrja þess vegna á þessu, láta vinna tillögur að því hvernig við breytum [tímalengd leyfa] á sama tíma og við erum að fara kerfisbundið í gegnum önnur ákvæði málsins,“ segir Hanna. „Við erum að tala þarna um mjög mikilvæga vaxandi atvinnugrein fyrir mörg byggðalög, þetta er afkoma fólks einfaldlega. Það er líka náttúran og við verðum að ná þarna lendingu þar sem við hugum að hagsmunum þessara aðila en náum einhvern vegin jafnvægi.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Tengdar fréttir Allt að fimm milljóna króna sekt á hvern fisk Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Ráðherra segir frumvarpið taka miklu betur á umhverfismálum en gert hafi verið hingað til. 30. apríl 2024 19:30 Umdeildu frumvarpi um lagareldi breytt Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra sem hefur nú fallist á að breyta umdeildu ákvæði í nýju frumvarpi um lagareldi sem hlotið hefur mikla gagnrýni síðustu daga. 30. apríl 2024 11:35 Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Allt að fimm milljóna króna sekt á hvern fisk Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Ráðherra segir frumvarpið taka miklu betur á umhverfismálum en gert hafi verið hingað til. 30. apríl 2024 19:30
Umdeildu frumvarpi um lagareldi breytt Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra sem hefur nú fallist á að breyta umdeildu ákvæði í nýju frumvarpi um lagareldi sem hlotið hefur mikla gagnrýni síðustu daga. 30. apríl 2024 11:35
Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34