Norskir herrar eða íslenskir? Þóra Bergný Guðmundsdóttir skrifar 2. maí 2024 13:30 Mér finnst umræðan um sjókvíaeldið farin að snúast um of um hvaða verðmiða við setjum á firðina okkar og hverjum við ætlum gefa þá eða selja. Ég held að að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki stofna lífríkinu í hættu, þótt búið sé að þröngva Vestfirðingum í nær ómögulega stöðu þar sem sjálfsbjargarviðleitni og rústabjörgun virðast einu valkostirnir gagnvart sjókvíunum. Staðan fyrir austan Á Seyðisfirði er staðan önnur, þar sem 75% íbúa vilja ekki sjá sjókvíaeldi. Við viljum hvorki eyðileggja lífríkið né ógna þeim viðkvæma lággróðri menningar og ferðamennsku, sem við höfum hægt og bítandi byggt upp á liðnum áratugum. Við viljum ekki demba oní fjörðinn okkar, langa og lygna, 10 þúsund tonnum af mengandi norskum laxi, með tilheyrandi stroki, blóðþorra og lús, til viðbótar við stóraukna umferð skemmtiferðaskipa sem nú þegar er komin að þolmörkum. Þau voru 155 í fyrra og verða 135 í ár. Þessi afstaða okkar byggist ekki á því að norskir kapítalistar séu af öðrum toga en íslenskir kvótagreifar. Samherji er til dæmis nýbúinn að skella hurðinni á starfsfólkið í frystihúsinu okkar, og flutti sig í staðinn suður til Grindavíkur, til að vera þar „á öruggara svæði“! Það er nú eitthvað sem fjölmiðlar mættu aðeins spyrja út í. Við Seyðfirðingar sjáum því ekki stóra muninn á því hvort það séu íslenskir kappar eða norskir sem halda um stýrið. Öldurót sögunnar Seyðfirðingar hafa mátt stíga ölduna í tímans rás og og koma sér út úr ýmsu klandri, svo sem viðskiptabanni á erlenda sjómenn, sem Reykjavíkur-auðvaldið setti á árið 1922, að sögn til að vernda fiskimiðin. Í kjölfarið brast svo á með heimskreppu. Hún beit fast og setti allt sem tórði á hausinn. Næst kom erlent hernám. 4,500 dátar lögðu undir sig bæinn og fiskimiðunum var lokað með kafbátagirðingum. Svo kom blessuð síldin og fór síðan jafn fljótt, skildi lítið eftir sig nema vanrækt hús og mannvirki. Nú síðast lögðu skriðuföll stóran hluta bæjarins í eyði. Þrátt fyrir allt þetta erum við nú á þeim stað að við unum hag okkar vel. Við erum öflugt fjölmenningarsamfélag, hingað vilja allir koma og margir dvelja og jafnvel setjast að. Síðast þegar ég taldi voru 300 gistirými fyrir ferðamenn í bænum og hér eru líka heil 5 afburða veitingahús, sem státa af kokkamennsku á heimsmælikvarða. Farþegaferjan góða, Norræna, hefur siglt til okkar í hartnær 50 ár og fært okkur gesti og tryggt öruggar samgöngur við meginlandið. Hér í bæ er líka listaháskóli með sérstakri braut í ferða- og fjallamensku, og þá búum við einnig við öflugt félaga- og kirkjustarf og eigum frábæran prest. Hvert einasta gamla hús, sem enginn leit við fyrir nokkrum árum, er nú uppselt og endurreist. Múlaþing Fyrir nokkrum misserum létum við glepjast af fagurgala þess efnis að sameining sveitarfélaga myndi færa okkur einskæra hamingju og kjarabót. Því var lofað að sérstaða okkar yrði virt og á okkur yrði hlustað. Nú bregður svo við að í þessu stóra hagsmunamáli okkar litla samfélags, að sveitastjórnin í efra, með fulltingi ríkisstjórnarinnar, ætlar að neyta aflsmunar og þvinga okkur til að afhenda fjörðinn okkar til mengandi stóriðju. En ágæta stjórnmálafólk, Seyðisfjörður er ekki falur fyrir einhverja slorkrónur, sem hægt væri að kreista út úr fyrirhuguðu sjókvíaeldi, hvers lenskt sem það væri. Höfundur er arkitekt og hótelhaldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst umræðan um sjókvíaeldið farin að snúast um of um hvaða verðmiða við setjum á firðina okkar og hverjum við ætlum gefa þá eða selja. Ég held að að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki stofna lífríkinu í hættu, þótt búið sé að þröngva Vestfirðingum í nær ómögulega stöðu þar sem sjálfsbjargarviðleitni og rústabjörgun virðast einu valkostirnir gagnvart sjókvíunum. Staðan fyrir austan Á Seyðisfirði er staðan önnur, þar sem 75% íbúa vilja ekki sjá sjókvíaeldi. Við viljum hvorki eyðileggja lífríkið né ógna þeim viðkvæma lággróðri menningar og ferðamennsku, sem við höfum hægt og bítandi byggt upp á liðnum áratugum. Við viljum ekki demba oní fjörðinn okkar, langa og lygna, 10 þúsund tonnum af mengandi norskum laxi, með tilheyrandi stroki, blóðþorra og lús, til viðbótar við stóraukna umferð skemmtiferðaskipa sem nú þegar er komin að þolmörkum. Þau voru 155 í fyrra og verða 135 í ár. Þessi afstaða okkar byggist ekki á því að norskir kapítalistar séu af öðrum toga en íslenskir kvótagreifar. Samherji er til dæmis nýbúinn að skella hurðinni á starfsfólkið í frystihúsinu okkar, og flutti sig í staðinn suður til Grindavíkur, til að vera þar „á öruggara svæði“! Það er nú eitthvað sem fjölmiðlar mættu aðeins spyrja út í. Við Seyðfirðingar sjáum því ekki stóra muninn á því hvort það séu íslenskir kappar eða norskir sem halda um stýrið. Öldurót sögunnar Seyðfirðingar hafa mátt stíga ölduna í tímans rás og og koma sér út úr ýmsu klandri, svo sem viðskiptabanni á erlenda sjómenn, sem Reykjavíkur-auðvaldið setti á árið 1922, að sögn til að vernda fiskimiðin. Í kjölfarið brast svo á með heimskreppu. Hún beit fast og setti allt sem tórði á hausinn. Næst kom erlent hernám. 4,500 dátar lögðu undir sig bæinn og fiskimiðunum var lokað með kafbátagirðingum. Svo kom blessuð síldin og fór síðan jafn fljótt, skildi lítið eftir sig nema vanrækt hús og mannvirki. Nú síðast lögðu skriðuföll stóran hluta bæjarins í eyði. Þrátt fyrir allt þetta erum við nú á þeim stað að við unum hag okkar vel. Við erum öflugt fjölmenningarsamfélag, hingað vilja allir koma og margir dvelja og jafnvel setjast að. Síðast þegar ég taldi voru 300 gistirými fyrir ferðamenn í bænum og hér eru líka heil 5 afburða veitingahús, sem státa af kokkamennsku á heimsmælikvarða. Farþegaferjan góða, Norræna, hefur siglt til okkar í hartnær 50 ár og fært okkur gesti og tryggt öruggar samgöngur við meginlandið. Hér í bæ er líka listaháskóli með sérstakri braut í ferða- og fjallamensku, og þá búum við einnig við öflugt félaga- og kirkjustarf og eigum frábæran prest. Hvert einasta gamla hús, sem enginn leit við fyrir nokkrum árum, er nú uppselt og endurreist. Múlaþing Fyrir nokkrum misserum létum við glepjast af fagurgala þess efnis að sameining sveitarfélaga myndi færa okkur einskæra hamingju og kjarabót. Því var lofað að sérstaða okkar yrði virt og á okkur yrði hlustað. Nú bregður svo við að í þessu stóra hagsmunamáli okkar litla samfélags, að sveitastjórnin í efra, með fulltingi ríkisstjórnarinnar, ætlar að neyta aflsmunar og þvinga okkur til að afhenda fjörðinn okkar til mengandi stóriðju. En ágæta stjórnmálafólk, Seyðisfjörður er ekki falur fyrir einhverja slorkrónur, sem hægt væri að kreista út úr fyrirhuguðu sjókvíaeldi, hvers lenskt sem það væri. Höfundur er arkitekt og hótelhaldari.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun