Heyrist meira af kjaftæði um lyf en vísindalegum staðreyndum Lovísa Arnardóttir skrifar 3. maí 2024 08:59 Sigurbjörg Sæunn og Freyja voru gestir í Bítinu í morgun. Stöð 2/HÍ/Kristinn Ingarsson Freyja Jónsdóttir, lektor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, segir ákveðna hópa þurfa að fara varlega þegar þau ferðast erlendis í mikinn hita. Eldra fólk hafi til dæmis minni viðnámsþrótt í miklum hita. Það þurfi að passa upp á sólarvörn og drykki. Það eigi þó alls ekki að hætta að taka lyfin án samráðs við heilbrigðisstarfsmann. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, segir ákveðin lyf gera húðina viðkvæmari en það þýði þó alls ekki að fólk þurfi að sleppa því að vera í sól. „Það á alls ekki við,“ segir Sigurbjörg Sæunn og að alltaf sé hægt að líta við apótek til að ræða aukaverkanir við lyfjafræðing, auk þess séu upplýsingar í sérleyfaskrá á netinu og inni á Heilsuveru. Sigurbjörg Sæunn og Freyja fóru yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilefni viðtalsins er grein sem birt var á vef DV.is fyrir tveimur dögum. Fyrirsögn fréttarinnar er „Ertu að taka inn lyf að staðaldri – Þá er þetta gott að hafa í huga“. Ekki er vísað í neina heimild og er ekki höfundur að greininni, heldur höfundur titlaður Pressan. Í greininni er svo farið yfir ýmsa lyfjaflokka, eins og ADHD lyf, ofnæmislyf, blóðþrýstingslyf og fleiri og svo farið yfir áhrif þeirra á fólk í hita. Í greininni er til dæmis talað um ADHD lyf og þar segir að við inntöku lyfsins hækki líkamshiti fólks. „Þegar lyfjum er ávísað er tekið mat, ávinningur og áhætta. Það er eitthvað sem læknirinn metur í upphafi. Öll lyf hafa einhverjar aukaverkanir og það er mikilvægt ef einstaklingar eru að taka lyf, sérstaklega ef þeir eru að taka mörg lyf, að þeir kynni sér aukaverkanir fylgja þeirra lyfjum,“ segir Freyja og það sé mikilvægt að fólk kynni sér sérstaklega aukaverkanir sem geti komið fram í mikilli sól og hita. Gott að ræða við lækni eða lyfjafræðing Fólk sé mismunandi og lyf hafi ólík áhrif á fólk. En ef fólk er að taka mörg lyf og er í hópi eldri borgara sé mögulega gott ráð að ræða við lækni eða lyfjafræðing áður en haldið er út. Freyja segir það auk þess algengt á Íslandi að fólk sé á mörgum lyfjum og í þeim tilfellum sé þetta sérstaklega mikilvægt. Sigurbjörg Sæunn segir að greinin hafi verið óábyrg að því leyti að það hafi verið gefið í skyn að fólk ætti að hætta að taka lyfin sé það að fara í sól. Hún segir það alls ekki gott. Það sé frekar gott að bregðast við mögulegum aukaverkunum með aukinni sólarvörn og að passa upp á vatnsdrykkju. „Þetta er allt einstaklingsbundið og allt spurning um í samhengi við hvað ertu að skoða. Þess vegna er svo mikilvægt að taka hvern og einn fyrir sig, og ekki alhæfa,“ segir Sigurbjörg Sæunn. Upplýsingar sem ekki standast skoðun Sigurbjörg segir allt of mikið af upplýsingum aðgengilegum um lyf og lyfjainntöku sem standist ekki skoðun. Þess vegna hafi þær viljað koma og ræða þessi mál í þættinum. „Það heyrist miklu meira af því sem er kjaftæði heldur en af því sem er vísindalegt. Það glymur hátt í tómri tunnu. Þeir sem ekki búa yfir upplýsingunum finnst svo auðvelt að koma fram og kasta einhverju fram. Fyrir almenning, sem er að drukkna í samfélagsmiðlum og hópum, og getur ekki greint á milli hvað er vísindalega stutt og hvað er „Sigga út í bæ“ að fullyrða. Ég veit ekki hvort almenningur eigi erfitt með að greina á milli en ég get ímyndað mér það,“ segir Sigurbjörg og að ef svo er sé mjög mikilvægt fyrir fólk að ræða við heilbrigðisstarfsmann Freyja tók þarna undir og sagði auk þess áríðandi að fólk breytti ekki lyfjainntöku sinni án þess að ræða við heilbrigðisstarfsmann. Heilbrigðismál Lyf Ferðalög Eldri borgarar Bítið Bylgjan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Sjá meira
Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, segir ákveðin lyf gera húðina viðkvæmari en það þýði þó alls ekki að fólk þurfi að sleppa því að vera í sól. „Það á alls ekki við,“ segir Sigurbjörg Sæunn og að alltaf sé hægt að líta við apótek til að ræða aukaverkanir við lyfjafræðing, auk þess séu upplýsingar í sérleyfaskrá á netinu og inni á Heilsuveru. Sigurbjörg Sæunn og Freyja fóru yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilefni viðtalsins er grein sem birt var á vef DV.is fyrir tveimur dögum. Fyrirsögn fréttarinnar er „Ertu að taka inn lyf að staðaldri – Þá er þetta gott að hafa í huga“. Ekki er vísað í neina heimild og er ekki höfundur að greininni, heldur höfundur titlaður Pressan. Í greininni er svo farið yfir ýmsa lyfjaflokka, eins og ADHD lyf, ofnæmislyf, blóðþrýstingslyf og fleiri og svo farið yfir áhrif þeirra á fólk í hita. Í greininni er til dæmis talað um ADHD lyf og þar segir að við inntöku lyfsins hækki líkamshiti fólks. „Þegar lyfjum er ávísað er tekið mat, ávinningur og áhætta. Það er eitthvað sem læknirinn metur í upphafi. Öll lyf hafa einhverjar aukaverkanir og það er mikilvægt ef einstaklingar eru að taka lyf, sérstaklega ef þeir eru að taka mörg lyf, að þeir kynni sér aukaverkanir fylgja þeirra lyfjum,“ segir Freyja og það sé mikilvægt að fólk kynni sér sérstaklega aukaverkanir sem geti komið fram í mikilli sól og hita. Gott að ræða við lækni eða lyfjafræðing Fólk sé mismunandi og lyf hafi ólík áhrif á fólk. En ef fólk er að taka mörg lyf og er í hópi eldri borgara sé mögulega gott ráð að ræða við lækni eða lyfjafræðing áður en haldið er út. Freyja segir það auk þess algengt á Íslandi að fólk sé á mörgum lyfjum og í þeim tilfellum sé þetta sérstaklega mikilvægt. Sigurbjörg Sæunn segir að greinin hafi verið óábyrg að því leyti að það hafi verið gefið í skyn að fólk ætti að hætta að taka lyfin sé það að fara í sól. Hún segir það alls ekki gott. Það sé frekar gott að bregðast við mögulegum aukaverkunum með aukinni sólarvörn og að passa upp á vatnsdrykkju. „Þetta er allt einstaklingsbundið og allt spurning um í samhengi við hvað ertu að skoða. Þess vegna er svo mikilvægt að taka hvern og einn fyrir sig, og ekki alhæfa,“ segir Sigurbjörg Sæunn. Upplýsingar sem ekki standast skoðun Sigurbjörg segir allt of mikið af upplýsingum aðgengilegum um lyf og lyfjainntöku sem standist ekki skoðun. Þess vegna hafi þær viljað koma og ræða þessi mál í þættinum. „Það heyrist miklu meira af því sem er kjaftæði heldur en af því sem er vísindalegt. Það glymur hátt í tómri tunnu. Þeir sem ekki búa yfir upplýsingunum finnst svo auðvelt að koma fram og kasta einhverju fram. Fyrir almenning, sem er að drukkna í samfélagsmiðlum og hópum, og getur ekki greint á milli hvað er vísindalega stutt og hvað er „Sigga út í bæ“ að fullyrða. Ég veit ekki hvort almenningur eigi erfitt með að greina á milli en ég get ímyndað mér það,“ segir Sigurbjörg og að ef svo er sé mjög mikilvægt fyrir fólk að ræða við heilbrigðisstarfsmann Freyja tók þarna undir og sagði auk þess áríðandi að fólk breytti ekki lyfjainntöku sinni án þess að ræða við heilbrigðisstarfsmann.
Heilbrigðismál Lyf Ferðalög Eldri borgarar Bítið Bylgjan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Sjá meira