Girona í fyrsta sinn í Meistaradeild Evrópu og tryggði Real í leiðinni titilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2024 19:16 Leikmenn Girona fagna einu af fjórum mörkum sínum í dag. Pedro Salado/Getty Images Girona mun leika í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti á næstu leiktíð en það varð ljóst eftir 4-2 sigur liðsins á Barcelona í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í fótbolta, nú í kvöld. Þar með er ljóst að Börsungar geta ekki náð Real Madríd á toppi deildarinnar og Real því orðið meistari. Real Madríd vann fyrr í dag öruggan 3-0 sigur á Cádiz og því þurfti Barcelona á sigri að halda til að fresta fagnaðarhöldum Real-liðsins sem átti titilinn þó vísan. Það virðist sem Börsungar hafi verið á þeim buxunum að láta hvítklædda Real-menn bíða örlítið lengur en Andreas Christensen kom gestunum yfir strax á 3. mínútu leiksins. Það tók Girona þó aðeins tæpa mínútu að jafna metin, það gerði Artem Dovbyk og staðan jöfn 1-1 þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Gestirnir höfðu nælt sér í þrjú gul spjöld áður en heimamenn gerðust brotlegir innan eigin vítateigs undir lok fyrri hálfleiks. Niðurstaðan var vítaspyrna sem Robert Lewandowski skoraði úr, staðan 1-2 í hálfleik. Það var svo um miðbik síðari hálfleiks sem heimamenn sneru leiknum algjörlega við. Portu kom inn af bekknum og gerbreytti leiknum. Hann jafnaði metin á sömu mínútu og hann kom inn á eftir undirbúning Dovbyk á 65. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar lagði Portu boltann á Miguel Gutiérrez og staðan orðin 3-2 Girona í vil. Á 74. mínútu var Portu svo aftur á ferðinni með sitt annað mark í leiknum og staðan orðin 4-2. Reyndust það lokatölur og gríðarleg fagnaðarlæti brutust út hjá heimaliðinu sem og víðsvegar um Madríd. 👋 @ChampionsLeague ✨ pic.twitter.com/4xKHOHkqDk— Girona FC (@GironaFC) May 4, 2024 🙌 WE ARE THE LALIGA 2023/24 CHAMPIONS! 🙌 pic.twitter.com/Yo5QFw3SUO— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) May 4, 2024 Þegar 34 umferðir eru búnar í La Liga er Real Madríd orðið Spánarmeistari með 87 stig. Þar á eftir kemur Girona með 74 stig, Barcelona með 73 og Atlético Madríd með 67 stig. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Real Madríd vann fyrr í dag öruggan 3-0 sigur á Cádiz og því þurfti Barcelona á sigri að halda til að fresta fagnaðarhöldum Real-liðsins sem átti titilinn þó vísan. Það virðist sem Börsungar hafi verið á þeim buxunum að láta hvítklædda Real-menn bíða örlítið lengur en Andreas Christensen kom gestunum yfir strax á 3. mínútu leiksins. Það tók Girona þó aðeins tæpa mínútu að jafna metin, það gerði Artem Dovbyk og staðan jöfn 1-1 þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Gestirnir höfðu nælt sér í þrjú gul spjöld áður en heimamenn gerðust brotlegir innan eigin vítateigs undir lok fyrri hálfleiks. Niðurstaðan var vítaspyrna sem Robert Lewandowski skoraði úr, staðan 1-2 í hálfleik. Það var svo um miðbik síðari hálfleiks sem heimamenn sneru leiknum algjörlega við. Portu kom inn af bekknum og gerbreytti leiknum. Hann jafnaði metin á sömu mínútu og hann kom inn á eftir undirbúning Dovbyk á 65. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar lagði Portu boltann á Miguel Gutiérrez og staðan orðin 3-2 Girona í vil. Á 74. mínútu var Portu svo aftur á ferðinni með sitt annað mark í leiknum og staðan orðin 4-2. Reyndust það lokatölur og gríðarleg fagnaðarlæti brutust út hjá heimaliðinu sem og víðsvegar um Madríd. 👋 @ChampionsLeague ✨ pic.twitter.com/4xKHOHkqDk— Girona FC (@GironaFC) May 4, 2024 🙌 WE ARE THE LALIGA 2023/24 CHAMPIONS! 🙌 pic.twitter.com/Yo5QFw3SUO— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) May 4, 2024 Þegar 34 umferðir eru búnar í La Liga er Real Madríd orðið Spánarmeistari með 87 stig. Þar á eftir kemur Girona með 74 stig, Barcelona með 73 og Atlético Madríd með 67 stig.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira