Innlent

Ný sýn fékk meiri­hluta

Árni Sæberg skrifar
Ein fjögurra heimastjórna sem kosnar voru í gær situr á Patreksfirði.
Ein fjögurra heimastjórna sem kosnar voru í gær situr á Patreksfirði. Vísir/Vilhelm

Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær.

Í tilkynningu á vef Tálknafjarðarhrepps segir að á kjörskrá hafi verið 1.001 og kjörsókn hafi verið 66,43 prósent.

Niðurstaðan hafi verið sú að D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra hlaut 268 atkvæði og N-listi Nýrrar sýnar 377 atkvæði. D-listi fái því þrjá menn og N-listi fjóra.

Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags skipi eftirfarandi:

  • Páll Vilhjálmsson (N)
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (D)
  • Jenný Lára Magnadóttir (N)
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (D)
  • Gunnþórunn Bender (N)
  • Tryggvi B. Bjarnason (N)
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (D)

Þá hafi fulltrúar í fjórar heimastjórnir verið kosnir samhliða kosningum til sveitarstjórnar. Heimastjórnir séu á Patreks­firði, Tálkna­firði, Arnar­firði og fyrrum Barða­strand­ar­hreppi og Rauðasands­hreppi. Niðurstöður þeirra kosninga voru eftirfarandi.

Heimastjórn Patreksfjarðar:

Aðalmenn voru kjörin:

  • Rebekka Hilmarsdóttir, 95 atkvæði
  • Gunnar Sean Eggertsson, 50 atkvæði

Varamenn voru kjörnir:

  • Sigurjón Páll Hauksson, 16 atkvæði
  • Sveinn Jóhann Þórðarson, 9 atkvæði

Á kjörskrá á Patreksfirði voru 564. Atkvæði greiddu 232.

Heimastjórn Tálknafjarðar:

Aðalmenn voru kjörnir:

  • Þór Magnússon, 48 atkvæði
  • Jónas Snæbjörnsson, 33 atkvæði

Varamenn voru kjörnir:

  • Jón Aron Benediktsson, 12 atkvæði
  • Trausti Jón Þór Gíslason, 4 atkvæði

Á kjörskrá á Tálknafirði voru 197. Atkvæði greiddu 134.

Heimastjórn Arnarfjarðar:

Aðalmenn voru kjörnir:

  • Rúnar Örn Gíslason, 31 atkvæði
  • Valdimar B. Ottósson, 12 atkvæði

Varamenn voru kjörnir:

  • Jón Þórðarson, 10 atkvæði
  • Matthías Karl Guðmundsson, 5 atkvæði

Á kjörskrá í Arnarfirði voru 190. Atkvæði greiddu 107.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasands­hrepps:

Aðalmenn voru kjörnar:

  • Elín Eyjólfsdóttir, 15 atkvæði
  • Edda Kristín Eiríksdóttir, 10 atkvæði

Varamenn voru kjörnir:

  • Þórður Sveinsson, 7 atkvæði
  • Ástþór Skúlason, 5 atkvæði

Á kjörskrá í fyrrum Barðastrandarhreppi og Rauðasands­hreppi voru 72. Atkvæði greiddu 49.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×