KA vann þá 3-2 sigur á Aftureldingu á Varmá. Annan leikinn í röð þá lentu KA stelpurnar 2-0 undir í leiknum en tryggðu sér sigurinn með því að vinna þrjá hrinur í röð.
Afturelding komst einnig í 1-0 í úrslitaeinvítinu og í 1-0 í öðrum leiknum sem KA vann síðan á endanum 3-1.
Eftir 3-0 sigur Aftureldingar í fyrsta leik einvígsins bjuggust sumir að sigurganga KA væri mögulega á enda. KA konur hafa hins vegar sýnt gríðarlegan karakter í þessu úrslitaeinvígi og fóru síðan norður með Íslandsbikarinn í gær.
KA konur unnu Íslandsmeistaratitilinn 2019 og svo líka 2022 og 2023. Þetta er því fjórði Íslandsmeistaratitill liðsins á síðustu fimm árum.