„Fólk heldur kannski að það sé saklaust að kaupa eina falsaða tösku“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. maí 2024 07:01 Afadagur, fjögurra daga vinnuvika og skipulögð glæpastarfsemi er rædd í viðtali við Þórunni Sigurðardóttur sem er búsett í Hollandi. Þórunn hefur starfað í heimi vörumerkjaverndar í tæp tuttug ár, nú hjá React en áður til margra ára hjá Tommy Hilfiger. Vísir/Arnar Halldórsson Afadagur, fjögurra daga vinnuvika og skipulögð glæpastarfsemi er rædd í viðtali við Þórunni Sigurðardóttur sem er búsett í Hollandi. „Fólk heldur kannski að það sé saklaust að kaupa eina falsaða tösku og áttar sig ekki á því að með þessum kaupum er fólk í raun að styðja við skipulagða glæpastarfsemi,“ segir Þórunn Sigurðardóttir Senior Manager Membership Development & External Relationshjá React. En React er alþjóðlegt samstafsnet fyrirtækja sem berjast gegn fölsunum og eftirlíkingum. Þórunn starfaði áður í um fimmtán ár hjá Tommy Hilfiger og hefur því verið í bransanum í tæp tuttugu ár. Þórunn býr ásamt hollenskum eiginmanni sínum og þremur börnum þeirra í Hollandi. „Hér er algengt að fólk vinni aðeins fjóra daga vikunnar og þegar fólk eignast börn, hafa allir rétt á tímabundinni vinnustyttingu samkvæmt lögum þegar launuðu fæðingarorlofi lýkur,“ útskýrir Þórunn þegar lífið í Hollandi er rætt. Árið 2005 kynntist Þórunn eiginmanni sínum, Joost Schrander en hér má sjá þau með börnunum sínum þremur: Freyju, Aroni og Jónatani. Í Hollandi eru leikskólar ekki nálægt því jafn ódýrir og á Íslandi og þar er algengt að ef börn fari á leikskóla, þá sé það aðeins í einn til tvo daga í viku. Draumurinn um útlöndin Þórunn er fædd árið 1977 og segir útþránna hafa sagt til sín snemma. Á menntaskólaárunum tók hún sér því frí um tíma til að ferðast í útlöndum. Fór meðal annars til Kaupmannahafnar og síðar til Berlínar. „Ég fór síðan aftur út til Þýskalands og starfaði þar um tíma sem farandssölukona að selja hatta og sólgleraugu,“ segir Þórunn og hlær. „Þetta var skemmtilegur tími í um tvö til þrjú ár en sem betur fer kviknaði nú á þeirri ljósaperu hjá mér að væntanlega væri engin framtíð í þessu. Ég fór því aftur heim og kláraði menntaskólann.“ Þórunn útskrifaðist sem stúdent af ferðabraut. „Ég sá fyrir mér að starfa í ferðabransanum og að það yrði tengingin mín við að ferðast um heiminn. Eftir stúdent fór ég að vinna í gestamóttökunni á hótel Sögu og það var í rauninni þar sem ég áttaði mig á því að ég vildi ekki vinna í ferðaþjónustu heldur vera hinum megin við borðið: Að þurfa að ferðast vegna vinnunnar minnar!“ En þá var bara að ákveða í hvaða nám hún vildi fara í. „Ég skoðaði strax nám erlendis, annað hvarflaði ekki að mér. Ég endaði með að skrá mig í International Business Management í háskóla í Amsterdam sem var nokkuð sniðugt því í náminu lærði ég sitt lítið af hverju: Hagfræði, markaðsfræði, lögfræði og svo framvegis,“ segir Þórunn og bætir við: „Sem hentaði mér sérstaklega vel því í raun vissi ég ekkert hvað mig langaði til að gera. Námið var kennt á ensku en ég verð að viðurkenna að þegar ég var á síðasta árinu mínu, vissi ég ekki enn hvað mig langaði til að gera.“ Eins og algengt er erlendis, er algengt í Hollandi að þar fari háskólanemar í starfsþjálfun á vinnumarkaðinum sem hluta af náminu. Í sex mánuði, starfaði Þórunn því sem nemi hjá fyrirtækinu Sara Lee og það var þar sem hún kynntist fyrst heimi hugverkaverndunar. „Mér fannst þetta strax mjög spennandi en fram að þessu hafði ég aldrei heyrt um þetta fag. En það passaði vel við mitt áhugasvið því að mér hefur alltaf þótt lögfræðin áhugaverð og að vinna í þessu fagi er eins alþjóðlegt og fjölbreytilegt eins og starf getur verið. Mér fannst starfið strax heillandi og kynntist mörgum á þessum tíma.“ Aðspurð segir Þórunn starfsþjálfun í háskólanámi vera eitthvað sem nýtist nemendum vel. „Þótt það geti verið heilmikið mál að leita sér að vinnu sem nemi og eins getur það verið mikið mál fyrir vinnuveitendur að hafa nema í vinnu. Því þetta kallar á mikla þjálfun og fleira,“ útskýrir Þórunn og nefnir að React sé dæmi um fyrirtæki sem ráði reglulega inn háskólanema í starfsþjálfun. Þórunni dreymdi um að geta ferðast um heiminn vegna vinnu sinnar og það hefur vægast sagt gengið eftir því vegna starfa sinna hefur Þórunn ferðast til tæplega 60 landa. Hugverkarverndargeiranum kynntist hún þegar hún var í starfsþjálfun í háskóla í Amsterdam. Árin hjá Tommy Hilfiger Eftir starfsþjálfunina var að finna sér framtíðarstarf eftir útskrift. „Það var svo fyndið að með námi hafði ég unnið á hóteli sem var staðsett í götunni á móti skrifstofum Tommy Hilfiger. Ég man eftir því að hafa stundum horft á húsakynnin þeirra og hugsað með mér: Vá hvað það væri örugglega frábært að vinna hjá þeim,“ segir Þórunn og hlær að upprifjuninni. Enda hefði hana aldrei grunað þá að hjá Tommy Hilfiger myndi hún starfa í mörg ár. „Eftir útskrift sendi ég umsóknir á nokkur fyrirtæki og var þá að falast eftir því að starfa við hugverkavernd.“ Í kjölfarið fékk hún starf hjá Tommy Hilfiger. „Það eru í rauninni bara þessi stóru þekktu alþjóðlegu fyrirtæki sem eru með starfsfólk á sínum snærum sem starfa eingöngu við þetta. “ segir Þórunn og bætir við að starfið hjá Tommy Hilfiger hafi verið mjög skemmtilegt. „Ég ferðaðist mjög víða, sérstaklega um Evrópu. En ég starfaði þó fyrir Asíu, Ameríkurnar báðar og víðar í heiminum,“ segir Þórunn um árin sín hjá fyrirtækinu. Draumurinn um að ferðast vegna vinnunnar hafði því svo sannarlega ræst, enda hefur Þórunn ferðast til nálægt sextíu landa í dag. „Hluti af starfinu fólst til dæmis í því að hitta tollayfirvöld í mismunandi löndum og kenna þeim hvernig þeir gætu spornað við innflutningi á ólöglegum varningi.“ Hjá Tommy Hilfiger starfaði Þórunn allt fram að Covid. En hvernig var að vinna hjá svona stóru og þekktu fyrirtæki: Er þetta allt saman mjög formfast eða er þetta kannski persónulegra en maður ímyndar sér? „Fyrirtækið breyttist auðvitað mikið á þeim tíma sem ég starfaði þar. Og það má segja að það hafi orðið formfastara eftir því sem það stækkaði og umsvifin jukust,“ en þess má geta að árið 2010 var fyrirtækið keypt af PVH Corp. sem nú rekur um 1800 Tommy Hilfiger verslanir um allan heim. „PVH Corp. á einnig merkið Calvin Klein og með kaupunum breyttist fyrirtækið því töluvert. Hjá fyrirtækinu var mjög mikil áhersla lögð á að gera eitthvað skemmtilegt og hafa gaman,“ segir Þórunn og bætir við: „Það má segja að vinnustaðamenningin í svona tískufyrirtæki sé svolítið í anda geirans í heild sinni, sem má lýsa sem „work hard, play hard.“ Þetta er mikil vinna en margir skemmtilegir viðburðir fyrir starfsfólkið og ég myndi því alltaf lýsa þessum tíma sem mjög skemmtilegum.“ Þórunn vann hjá Tommy Hilfiger í fimmtán ár en starfar nú hjá React en React er alþjóðlegt samstafsnet fyrirtækja sem berjast gegn fölsunum og eftirlíkingum. Þórunn segir að í heimi framleiðslu falsaðra vara séu mannréttindi oftast gróflega brotin, þar tíðkist barnaþrælkun, mansal og fleira.Vísir/Arnar Halldórsson Afadagur og fleira En lífið er miklu meira en bara vinnan og starfsframi. Árið 2005 kynntist Þórunn eiginmanni sínum, Joost Schrander. Saman eiga þau börnin Freyju sem er fædd árið 2010, Aron sem fæddist árið 2013 og Jónatan sem er fæddur árið 2015. Þórunn hafði starfað hjá Tommy Hilfiger í um fimm ár, þegar fyrsta barnið fæðist. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvernig það er fyrir konur á framabraut að eignast börn en vera í krefjandi starfi. „Það er ekkert mál en allt í kringum það er þó töluvert öðruvísi uppsett í Hollandi miðað við á Íslandi. Hér fær fólk til dæmis ekki svona langt frí en mæður fá þó sextán vikur á launum. Eftir það hefur þú rétt á tímabundinni vinnustyttingu og það nýtti ég mér og stytti vinnuvikuna mína tímabundið niður í þrjá daga eftir að við eignuðumst okkar fyrsta barn.“ Þegar Þórunn fór því að vinna eftir barneignir, skiptist vikan svo þannig að hún vann í þrjá daga, maðurinn hennar í fjóra daga og síðan pössuðu föðuramman og afinn börnin í einn dag í viku. Svo vorum þau með dagmömmu sem kom heim til þeirra og sá um börnin aðra daga. Það er mjög algengt hér að amman og afinn passi barnabörnin sín í einn til tvo daga í viku því hér eru leikskólar mjög dýrir og ekki nálægt því að vera jafn ódýrir og á Íslandi. Börn geta byrjað á ungbarnadeildum sex vikna en almennt er algengast að ef börn eru á leikskóla, þá eru þau aðeins þar í til dæmis í einn til þrjá daga í viku.“ Þórunn segir að tengdamóðir hennar sé nú látin, en sú skemmtilega hefð hafi haldist að enn komi tengdapabbi hennar. „Við köllum þetta afadaga og hér er afadagur einu sinni í viku. Þá sækir afi þeirra þau í skólann og fer með þau heim, sér um matinn og svo framvegis þar til við hjónin komum heim.“ Þórunn segir samt mikið vanta upp á jafnrétti í fæðingarorlofi í Hollandi og að feður fái frí í kjölfar barneigna. Enn algengt er þó að ferður minnki vinnuna einnig á meðan börn eru ung. Enn í dag starfa Þórunn og maðurinn hennar fjóra daga í viku. Þá segir hún að eftir að allir vöndust fjarvinnu í Covid, hafi hún haldið því að starfa að heiman hluta vikunnar. Nú vinni hún því þannig að hún vinni að heiman tvo daga í viku, en tvo daga fer hún á skrifstofuna. „Mér finnst þetta mjög fjölskylduvænt,“ segir Þórunn um fyrirkomulagið. Framleiðsla falsaðra vara er hluti af skiplagðri glæpastarfsemi og oft eru falsaðar vörur mjög hættulegar vegna þess að á þeim eru engar öryggis- og gæðaprófanir gerðar. Þórunn nefnir sem dæmi eitur í barnafatnaði, ilmvötnum, sólgeraugum eða lyfjum eða hætturnar sem geta skapast af fölsuðum bílavarahlutum. Skipulögð glæpastarfsemi Þórunn segir skipulagða glæpastarfsemi oft vera á bakvið dreifingu og framleiðslu eftirlíkinga. „Það er erfitt að festa reiður á því hversu mikið er um falsaðar vörur í umferð, það segir sig sjálft. En heilt yfir er talið að um 3% af vörum sem eru á alþjóðamarkaði séu falsaðar,“ segir Þórunn til undirstrikunar á því hversu stór þessi heimur er. Þórunn segir allt í gangi hjá þeim aðilum sem framleiða og selja falsaðar vörur. „Þetta eru verksmiðjur sem virða engin mannréttindi. Þarna eru börn að vinna eða illa farið með fólk. Engar eiturefna- eða öryggisprófanir gerðar á vörum eða neitt,“ útskýrir Þórunn þegar talið berst að fölsuðum vörum. Fólk áttar sig oft ekki á því hvað þetta þýðir í raun. En tökum sem dæmi barnafatnað sem er falsaður. Hann getur innihaldið alls kyns eiturefni því það eru engar prófanir gerðar og síðan eru börn klædd í þessar flíkur. Það sama má segja um vörur eins og ilmvatn. Þú veist í rauninni ekkert hvaða efnum þú ert að spreyja á þig. Eða sólgleraugu eða lyf sem gera ekkert gagn eða bara hreinlega valda skaða.“ Til að setja þennan heim í enn stærra samhengi nefnir Þórunn sem dæmi að fyrir nokkrum árum síðan hafi það komið í ljós eftir hryðjuverk sem framin voru í París, að hryðjuverkin voru fjármögnuð með sölu ólöglegs varnings. „Við erum með rannsakendur um allan heim og keppikeflið er alltaf að reyna að finna uppruna framleiðslunnar. Rassíur erugerðar þar sem við förum inn í verksmiðjur með yfirvöldum og framleiðsla stöðvuð og lagt hald á vörurnar. ,“ segir Þórunn og ekki laust við að starfsumhverfið líkist atriðum úr bíómynd um stund. Enda starfar hún meðal annars með Interpol og Europol, því React fyrirtækið sem hún starfar hjá nú er með fimmtán skrifstofur um allan heim og samstarfsaðila í 128 löndum sem vinna með þeim að þessum málum „Við vinnum með um 350 fyrirtækjum í öllum geirum Í fyrra unnum við að 68 þúsund málum og hjálpuðum við að taka um 114 milljónir falsaðra vara af markaðnum.“ Þórunn vill ekki nefna nein nöfn sérstaklega þegar talið berst að vörukaupum á netinu. Hún segir besta ráðið við því að kaupa ekki falsaða vöru einfaldlega felast í því að ef verðið hljómar eins og það sé of gott til að vera satt, þá sé það oftast þannig. Vísir/Arnar Halldórsson Í tilefni af Hönnunarmars, tók Þórunn þátt í sýningunni Feik eða ekta með Hugverkastofunni og Epal en Þórunn segir React í raun samstarfsnet fyrirtækja sem hvetur til miðlunar upplýsinga og þekkingar. Mjög stór hluti af fölsuðum vörum er selt í gegnum netsíður og segist Þórunn telja líklegt að það sé einna algengasta leiðin fyrir innkaup á fölsuðum vörum til Íslands. Hún vill þó ekki nefna nein nöfn á vefsíðum. Kína, Bangladesh og Tyrkland eru þó lönd sem nefnd eru sem dæmi þar sem starfsemi ólöglegra verksmiðja á það til að þrífast ágætlega. Hvernig er að vinna með yfirvöldum í þessum löndum; er skilningur eða vilji til að uppræta svona framleiðslu? „Það er allur gangur á því. Kína er til dæmis komið mun lengra í þessu en margir eflaust telja því yfirvöld þar hafa unnið í þessu lengi, það vita allir hversu mikið er framleitt af fölsuðum varningi þar. Bangladesh hefur hins vegar reynst okkur erfiðari markaður því þar eru yfirvöld einfaldlega ekki orðin nógu upplýst og erfiðara að ná árangri.“ Þórunn segir starfið hjá React þó fela meira í sér en eingöngu að uppræta framleiðslu, koma í veg fyrir sölu eða að miðla upplýsingum. „Hluti af okkar starfi er að tala einfaldlega fyrir því hversu mikilvægt það er að uppræta falsaðar vörur, ekki aðeins til hagsbóta fyritækja og eigenda eigendur hugverka fyrir þessari óréttmætu samkeppni heldur líka til að vernda neytendur gegn fölsuðum vörum og vernda fólk fyrir þessumsvikum sem skipulögð glæpastarfsemi stendur fyrir.“ Að lokum segir Þórunn að besta ráðið sem hægt er að gefa fólki sem ekki vill kaupa falsaða vöru sé eftirfarandi: Ef eitthvað reynist nánast of gott til að vera satt, þá er það oftast þannig. Ef það er til dæmis verið að versla vörur á netinu, segjum til dæmis bílavarahluti, er mikilvægt að skoða vefsíður framleiðenda og reyna að átta sig á því þaðan, hvort um falsaða vöru er að ræða,“ segir Þórunn og bætir við: „Falsaður bílavarahlutur er ágætis dæmi um vöru sem getur verið beinlínis hættuleg. Því í þessum ólöglega heimi eru ekki gerðar þessar öryggis- og gæðaprófanir sem þurfa að vera. Þá er ágætt að hafa á bakvið eyrað að af þessum stærstu og þekktustu vörumerkjum í heiminum er ekki líklegt að aðilar séu að selja vöru sína nema í gegnum viðurkennda endursöluaðila og ekki á útimörkuðum.“ Íslendingar erlendis Starfsframi Tíska og hönnun Höfundarréttur Tengdar fréttir „What do you mean by shit-mix, are you mixing the shit?“ „Jú auðvitað kenndi ég þeim líka að skítamixa stundum. Því í öllum flóknum verkefnum má gera ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti þurfi eitthvað skítamix og þar erum við Íslendingar einfaldlega heimsmeistarar,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir eigandi Altso samskiptaráðgjafar og hlær. 18. mars 2024 07:01 Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00 Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02 36 ára Íslendingur í geimbransanum: Forstjórastóllinn kom tíu árum á undan áætlun Fyrir rúmri viku var birtur árlegur listi Berlingske með nöfnum 100 ungra vonarstjarna í dönsku atvinnulífi. Hjalti Páll Þorvarðarson er ekki aðeins á listanum, heldur taldist tilefni til að ræða við Hjalta í heilu opnuviðtali í blaðinu. Einnig birt á netinu. 11. apríl 2023 07:01 Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Fólk heldur kannski að það sé saklaust að kaupa eina falsaða tösku og áttar sig ekki á því að með þessum kaupum er fólk í raun að styðja við skipulagða glæpastarfsemi,“ segir Þórunn Sigurðardóttir Senior Manager Membership Development & External Relationshjá React. En React er alþjóðlegt samstafsnet fyrirtækja sem berjast gegn fölsunum og eftirlíkingum. Þórunn starfaði áður í um fimmtán ár hjá Tommy Hilfiger og hefur því verið í bransanum í tæp tuttugu ár. Þórunn býr ásamt hollenskum eiginmanni sínum og þremur börnum þeirra í Hollandi. „Hér er algengt að fólk vinni aðeins fjóra daga vikunnar og þegar fólk eignast börn, hafa allir rétt á tímabundinni vinnustyttingu samkvæmt lögum þegar launuðu fæðingarorlofi lýkur,“ útskýrir Þórunn þegar lífið í Hollandi er rætt. Árið 2005 kynntist Þórunn eiginmanni sínum, Joost Schrander en hér má sjá þau með börnunum sínum þremur: Freyju, Aroni og Jónatani. Í Hollandi eru leikskólar ekki nálægt því jafn ódýrir og á Íslandi og þar er algengt að ef börn fari á leikskóla, þá sé það aðeins í einn til tvo daga í viku. Draumurinn um útlöndin Þórunn er fædd árið 1977 og segir útþránna hafa sagt til sín snemma. Á menntaskólaárunum tók hún sér því frí um tíma til að ferðast í útlöndum. Fór meðal annars til Kaupmannahafnar og síðar til Berlínar. „Ég fór síðan aftur út til Þýskalands og starfaði þar um tíma sem farandssölukona að selja hatta og sólgleraugu,“ segir Þórunn og hlær. „Þetta var skemmtilegur tími í um tvö til þrjú ár en sem betur fer kviknaði nú á þeirri ljósaperu hjá mér að væntanlega væri engin framtíð í þessu. Ég fór því aftur heim og kláraði menntaskólann.“ Þórunn útskrifaðist sem stúdent af ferðabraut. „Ég sá fyrir mér að starfa í ferðabransanum og að það yrði tengingin mín við að ferðast um heiminn. Eftir stúdent fór ég að vinna í gestamóttökunni á hótel Sögu og það var í rauninni þar sem ég áttaði mig á því að ég vildi ekki vinna í ferðaþjónustu heldur vera hinum megin við borðið: Að þurfa að ferðast vegna vinnunnar minnar!“ En þá var bara að ákveða í hvaða nám hún vildi fara í. „Ég skoðaði strax nám erlendis, annað hvarflaði ekki að mér. Ég endaði með að skrá mig í International Business Management í háskóla í Amsterdam sem var nokkuð sniðugt því í náminu lærði ég sitt lítið af hverju: Hagfræði, markaðsfræði, lögfræði og svo framvegis,“ segir Þórunn og bætir við: „Sem hentaði mér sérstaklega vel því í raun vissi ég ekkert hvað mig langaði til að gera. Námið var kennt á ensku en ég verð að viðurkenna að þegar ég var á síðasta árinu mínu, vissi ég ekki enn hvað mig langaði til að gera.“ Eins og algengt er erlendis, er algengt í Hollandi að þar fari háskólanemar í starfsþjálfun á vinnumarkaðinum sem hluta af náminu. Í sex mánuði, starfaði Þórunn því sem nemi hjá fyrirtækinu Sara Lee og það var þar sem hún kynntist fyrst heimi hugverkaverndunar. „Mér fannst þetta strax mjög spennandi en fram að þessu hafði ég aldrei heyrt um þetta fag. En það passaði vel við mitt áhugasvið því að mér hefur alltaf þótt lögfræðin áhugaverð og að vinna í þessu fagi er eins alþjóðlegt og fjölbreytilegt eins og starf getur verið. Mér fannst starfið strax heillandi og kynntist mörgum á þessum tíma.“ Aðspurð segir Þórunn starfsþjálfun í háskólanámi vera eitthvað sem nýtist nemendum vel. „Þótt það geti verið heilmikið mál að leita sér að vinnu sem nemi og eins getur það verið mikið mál fyrir vinnuveitendur að hafa nema í vinnu. Því þetta kallar á mikla þjálfun og fleira,“ útskýrir Þórunn og nefnir að React sé dæmi um fyrirtæki sem ráði reglulega inn háskólanema í starfsþjálfun. Þórunni dreymdi um að geta ferðast um heiminn vegna vinnu sinnar og það hefur vægast sagt gengið eftir því vegna starfa sinna hefur Þórunn ferðast til tæplega 60 landa. Hugverkarverndargeiranum kynntist hún þegar hún var í starfsþjálfun í háskóla í Amsterdam. Árin hjá Tommy Hilfiger Eftir starfsþjálfunina var að finna sér framtíðarstarf eftir útskrift. „Það var svo fyndið að með námi hafði ég unnið á hóteli sem var staðsett í götunni á móti skrifstofum Tommy Hilfiger. Ég man eftir því að hafa stundum horft á húsakynnin þeirra og hugsað með mér: Vá hvað það væri örugglega frábært að vinna hjá þeim,“ segir Þórunn og hlær að upprifjuninni. Enda hefði hana aldrei grunað þá að hjá Tommy Hilfiger myndi hún starfa í mörg ár. „Eftir útskrift sendi ég umsóknir á nokkur fyrirtæki og var þá að falast eftir því að starfa við hugverkavernd.“ Í kjölfarið fékk hún starf hjá Tommy Hilfiger. „Það eru í rauninni bara þessi stóru þekktu alþjóðlegu fyrirtæki sem eru með starfsfólk á sínum snærum sem starfa eingöngu við þetta. “ segir Þórunn og bætir við að starfið hjá Tommy Hilfiger hafi verið mjög skemmtilegt. „Ég ferðaðist mjög víða, sérstaklega um Evrópu. En ég starfaði þó fyrir Asíu, Ameríkurnar báðar og víðar í heiminum,“ segir Þórunn um árin sín hjá fyrirtækinu. Draumurinn um að ferðast vegna vinnunnar hafði því svo sannarlega ræst, enda hefur Þórunn ferðast til nálægt sextíu landa í dag. „Hluti af starfinu fólst til dæmis í því að hitta tollayfirvöld í mismunandi löndum og kenna þeim hvernig þeir gætu spornað við innflutningi á ólöglegum varningi.“ Hjá Tommy Hilfiger starfaði Þórunn allt fram að Covid. En hvernig var að vinna hjá svona stóru og þekktu fyrirtæki: Er þetta allt saman mjög formfast eða er þetta kannski persónulegra en maður ímyndar sér? „Fyrirtækið breyttist auðvitað mikið á þeim tíma sem ég starfaði þar. Og það má segja að það hafi orðið formfastara eftir því sem það stækkaði og umsvifin jukust,“ en þess má geta að árið 2010 var fyrirtækið keypt af PVH Corp. sem nú rekur um 1800 Tommy Hilfiger verslanir um allan heim. „PVH Corp. á einnig merkið Calvin Klein og með kaupunum breyttist fyrirtækið því töluvert. Hjá fyrirtækinu var mjög mikil áhersla lögð á að gera eitthvað skemmtilegt og hafa gaman,“ segir Þórunn og bætir við: „Það má segja að vinnustaðamenningin í svona tískufyrirtæki sé svolítið í anda geirans í heild sinni, sem má lýsa sem „work hard, play hard.“ Þetta er mikil vinna en margir skemmtilegir viðburðir fyrir starfsfólkið og ég myndi því alltaf lýsa þessum tíma sem mjög skemmtilegum.“ Þórunn vann hjá Tommy Hilfiger í fimmtán ár en starfar nú hjá React en React er alþjóðlegt samstafsnet fyrirtækja sem berjast gegn fölsunum og eftirlíkingum. Þórunn segir að í heimi framleiðslu falsaðra vara séu mannréttindi oftast gróflega brotin, þar tíðkist barnaþrælkun, mansal og fleira.Vísir/Arnar Halldórsson Afadagur og fleira En lífið er miklu meira en bara vinnan og starfsframi. Árið 2005 kynntist Þórunn eiginmanni sínum, Joost Schrander. Saman eiga þau börnin Freyju sem er fædd árið 2010, Aron sem fæddist árið 2013 og Jónatan sem er fæddur árið 2015. Þórunn hafði starfað hjá Tommy Hilfiger í um fimm ár, þegar fyrsta barnið fæðist. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvernig það er fyrir konur á framabraut að eignast börn en vera í krefjandi starfi. „Það er ekkert mál en allt í kringum það er þó töluvert öðruvísi uppsett í Hollandi miðað við á Íslandi. Hér fær fólk til dæmis ekki svona langt frí en mæður fá þó sextán vikur á launum. Eftir það hefur þú rétt á tímabundinni vinnustyttingu og það nýtti ég mér og stytti vinnuvikuna mína tímabundið niður í þrjá daga eftir að við eignuðumst okkar fyrsta barn.“ Þegar Þórunn fór því að vinna eftir barneignir, skiptist vikan svo þannig að hún vann í þrjá daga, maðurinn hennar í fjóra daga og síðan pössuðu föðuramman og afinn börnin í einn dag í viku. Svo vorum þau með dagmömmu sem kom heim til þeirra og sá um börnin aðra daga. Það er mjög algengt hér að amman og afinn passi barnabörnin sín í einn til tvo daga í viku því hér eru leikskólar mjög dýrir og ekki nálægt því að vera jafn ódýrir og á Íslandi. Börn geta byrjað á ungbarnadeildum sex vikna en almennt er algengast að ef börn eru á leikskóla, þá eru þau aðeins þar í til dæmis í einn til þrjá daga í viku.“ Þórunn segir að tengdamóðir hennar sé nú látin, en sú skemmtilega hefð hafi haldist að enn komi tengdapabbi hennar. „Við köllum þetta afadaga og hér er afadagur einu sinni í viku. Þá sækir afi þeirra þau í skólann og fer með þau heim, sér um matinn og svo framvegis þar til við hjónin komum heim.“ Þórunn segir samt mikið vanta upp á jafnrétti í fæðingarorlofi í Hollandi og að feður fái frí í kjölfar barneigna. Enn algengt er þó að ferður minnki vinnuna einnig á meðan börn eru ung. Enn í dag starfa Þórunn og maðurinn hennar fjóra daga í viku. Þá segir hún að eftir að allir vöndust fjarvinnu í Covid, hafi hún haldið því að starfa að heiman hluta vikunnar. Nú vinni hún því þannig að hún vinni að heiman tvo daga í viku, en tvo daga fer hún á skrifstofuna. „Mér finnst þetta mjög fjölskylduvænt,“ segir Þórunn um fyrirkomulagið. Framleiðsla falsaðra vara er hluti af skiplagðri glæpastarfsemi og oft eru falsaðar vörur mjög hættulegar vegna þess að á þeim eru engar öryggis- og gæðaprófanir gerðar. Þórunn nefnir sem dæmi eitur í barnafatnaði, ilmvötnum, sólgeraugum eða lyfjum eða hætturnar sem geta skapast af fölsuðum bílavarahlutum. Skipulögð glæpastarfsemi Þórunn segir skipulagða glæpastarfsemi oft vera á bakvið dreifingu og framleiðslu eftirlíkinga. „Það er erfitt að festa reiður á því hversu mikið er um falsaðar vörur í umferð, það segir sig sjálft. En heilt yfir er talið að um 3% af vörum sem eru á alþjóðamarkaði séu falsaðar,“ segir Þórunn til undirstrikunar á því hversu stór þessi heimur er. Þórunn segir allt í gangi hjá þeim aðilum sem framleiða og selja falsaðar vörur. „Þetta eru verksmiðjur sem virða engin mannréttindi. Þarna eru börn að vinna eða illa farið með fólk. Engar eiturefna- eða öryggisprófanir gerðar á vörum eða neitt,“ útskýrir Þórunn þegar talið berst að fölsuðum vörum. Fólk áttar sig oft ekki á því hvað þetta þýðir í raun. En tökum sem dæmi barnafatnað sem er falsaður. Hann getur innihaldið alls kyns eiturefni því það eru engar prófanir gerðar og síðan eru börn klædd í þessar flíkur. Það sama má segja um vörur eins og ilmvatn. Þú veist í rauninni ekkert hvaða efnum þú ert að spreyja á þig. Eða sólgleraugu eða lyf sem gera ekkert gagn eða bara hreinlega valda skaða.“ Til að setja þennan heim í enn stærra samhengi nefnir Þórunn sem dæmi að fyrir nokkrum árum síðan hafi það komið í ljós eftir hryðjuverk sem framin voru í París, að hryðjuverkin voru fjármögnuð með sölu ólöglegs varnings. „Við erum með rannsakendur um allan heim og keppikeflið er alltaf að reyna að finna uppruna framleiðslunnar. Rassíur erugerðar þar sem við förum inn í verksmiðjur með yfirvöldum og framleiðsla stöðvuð og lagt hald á vörurnar. ,“ segir Þórunn og ekki laust við að starfsumhverfið líkist atriðum úr bíómynd um stund. Enda starfar hún meðal annars með Interpol og Europol, því React fyrirtækið sem hún starfar hjá nú er með fimmtán skrifstofur um allan heim og samstarfsaðila í 128 löndum sem vinna með þeim að þessum málum „Við vinnum með um 350 fyrirtækjum í öllum geirum Í fyrra unnum við að 68 þúsund málum og hjálpuðum við að taka um 114 milljónir falsaðra vara af markaðnum.“ Þórunn vill ekki nefna nein nöfn sérstaklega þegar talið berst að vörukaupum á netinu. Hún segir besta ráðið við því að kaupa ekki falsaða vöru einfaldlega felast í því að ef verðið hljómar eins og það sé of gott til að vera satt, þá sé það oftast þannig. Vísir/Arnar Halldórsson Í tilefni af Hönnunarmars, tók Þórunn þátt í sýningunni Feik eða ekta með Hugverkastofunni og Epal en Þórunn segir React í raun samstarfsnet fyrirtækja sem hvetur til miðlunar upplýsinga og þekkingar. Mjög stór hluti af fölsuðum vörum er selt í gegnum netsíður og segist Þórunn telja líklegt að það sé einna algengasta leiðin fyrir innkaup á fölsuðum vörum til Íslands. Hún vill þó ekki nefna nein nöfn á vefsíðum. Kína, Bangladesh og Tyrkland eru þó lönd sem nefnd eru sem dæmi þar sem starfsemi ólöglegra verksmiðja á það til að þrífast ágætlega. Hvernig er að vinna með yfirvöldum í þessum löndum; er skilningur eða vilji til að uppræta svona framleiðslu? „Það er allur gangur á því. Kína er til dæmis komið mun lengra í þessu en margir eflaust telja því yfirvöld þar hafa unnið í þessu lengi, það vita allir hversu mikið er framleitt af fölsuðum varningi þar. Bangladesh hefur hins vegar reynst okkur erfiðari markaður því þar eru yfirvöld einfaldlega ekki orðin nógu upplýst og erfiðara að ná árangri.“ Þórunn segir starfið hjá React þó fela meira í sér en eingöngu að uppræta framleiðslu, koma í veg fyrir sölu eða að miðla upplýsingum. „Hluti af okkar starfi er að tala einfaldlega fyrir því hversu mikilvægt það er að uppræta falsaðar vörur, ekki aðeins til hagsbóta fyritækja og eigenda eigendur hugverka fyrir þessari óréttmætu samkeppni heldur líka til að vernda neytendur gegn fölsuðum vörum og vernda fólk fyrir þessumsvikum sem skipulögð glæpastarfsemi stendur fyrir.“ Að lokum segir Þórunn að besta ráðið sem hægt er að gefa fólki sem ekki vill kaupa falsaða vöru sé eftirfarandi: Ef eitthvað reynist nánast of gott til að vera satt, þá er það oftast þannig. Ef það er til dæmis verið að versla vörur á netinu, segjum til dæmis bílavarahluti, er mikilvægt að skoða vefsíður framleiðenda og reyna að átta sig á því þaðan, hvort um falsaða vöru er að ræða,“ segir Þórunn og bætir við: „Falsaður bílavarahlutur er ágætis dæmi um vöru sem getur verið beinlínis hættuleg. Því í þessum ólöglega heimi eru ekki gerðar þessar öryggis- og gæðaprófanir sem þurfa að vera. Þá er ágætt að hafa á bakvið eyrað að af þessum stærstu og þekktustu vörumerkjum í heiminum er ekki líklegt að aðilar séu að selja vöru sína nema í gegnum viðurkennda endursöluaðila og ekki á útimörkuðum.“
Íslendingar erlendis Starfsframi Tíska og hönnun Höfundarréttur Tengdar fréttir „What do you mean by shit-mix, are you mixing the shit?“ „Jú auðvitað kenndi ég þeim líka að skítamixa stundum. Því í öllum flóknum verkefnum má gera ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti þurfi eitthvað skítamix og þar erum við Íslendingar einfaldlega heimsmeistarar,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir eigandi Altso samskiptaráðgjafar og hlær. 18. mars 2024 07:01 Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00 Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02 36 ára Íslendingur í geimbransanum: Forstjórastóllinn kom tíu árum á undan áætlun Fyrir rúmri viku var birtur árlegur listi Berlingske með nöfnum 100 ungra vonarstjarna í dönsku atvinnulífi. Hjalti Páll Þorvarðarson er ekki aðeins á listanum, heldur taldist tilefni til að ræða við Hjalta í heilu opnuviðtali í blaðinu. Einnig birt á netinu. 11. apríl 2023 07:01 Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„What do you mean by shit-mix, are you mixing the shit?“ „Jú auðvitað kenndi ég þeim líka að skítamixa stundum. Því í öllum flóknum verkefnum má gera ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti þurfi eitthvað skítamix og þar erum við Íslendingar einfaldlega heimsmeistarar,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir eigandi Altso samskiptaráðgjafar og hlær. 18. mars 2024 07:01
Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00
Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02
36 ára Íslendingur í geimbransanum: Forstjórastóllinn kom tíu árum á undan áætlun Fyrir rúmri viku var birtur árlegur listi Berlingske með nöfnum 100 ungra vonarstjarna í dönsku atvinnulífi. Hjalti Páll Þorvarðarson er ekki aðeins á listanum, heldur taldist tilefni til að ræða við Hjalta í heilu opnuviðtali í blaðinu. Einnig birt á netinu. 11. apríl 2023 07:01
Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01