Norrköping tapaði 6-2 á móti AIK. Norrköping átti hræðilegan fyrri hálfleik þar sem AIK skoraði þrjú mörk.
Norrköping menn náðu að minnka muninn í eitt mark í byrjun síðari hálfleiks en komust ekki nær. Þeir fengu síðan þrjú mörk á sig á lokakafla leiksins.
Arnór skoraði annað markið og minnkaði þá muninn í 3-2 á 53. mínútu. Hann átti þá þrumuskot í slána og inn. Frábært mark sem má sjá hér fyrir neðan.
Arnór fór af velli á 82. mínútu og inn kom landi hans Ísak Andri Sigurgeirsson.
Þetta var fjórða markið hjá Arnóri í fyrstu sex leikjum tímabilsins en hann hefur skorað í fjórum síðustu leikjum sínum.
Þessi úrslit þýða að Norrköping situr í áttunda sæti deildarinnar en AIK komst upp í annað sætið, fjórum stigum á eftir toppliði Malmö.
PANG! Arnór Traustason med en rejäl smällkaramell och IFK Norrköping har fått en drömstart på andra halvleken mot AIK ⚪🔵
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) May 5, 2024
📲 Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/z8ae85KK6y