„Ólíkir okkur að mörgu leyti“ Hinrik Wöhler skrifar 5. maí 2024 22:06 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Fram sigraði Fylki með tveimur mörkum gegn einu í fimmtu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í Úlfarsárdal í kvöld en þurfti að sætta sig við tap á þessum tímamótum. „Þetta var stál í stál í byrjun leiks milli liðanna. Ólafur [Kristófer Helgason] ver vítið en eftir það töpum við svo lítið leiknum, við missum bara leikinn í þeirra hendur á einhverjum 20 mínútum. Þeir opna okkur, við fáum dæmt á okkur víti og síðan skora þeir í kjölfarið. Ég veit það ekki, mér fannst leikurinn tapast á þessum 20 mínútum eftir að Ólafur ver vítið. Það kom kafli sem var ekki góður,“ sagði Rúnar Páll skömmu eftir leik. Fylkismenn náðu ekki að koma til baka eftir að Fram komst yfir þrátt fyrir mikla pressu undir lok leiks. Rúnar var ekki nægilega sáttur með frammistöðu lykilleikmanna. „Mér fannst við ólíkir okkur að mörgu leyti og okkar lykilleikmenn í liðinu virtust vera hræddir að fá boltann og voru að missa óþarfa ‚touch‘ frá sér í fyrri hálfleik. Leikurinn fer náttúrulega bara fram á vallarhelming Fram í seinni hálfleik og þeir verjast vel eins og þeir hafa gert í sumar.“ „Við fundum ekki margar glufur en kannski aðeins í lokin þá fáum við tvö færi sem við hefðum getað nýtt. Bæði skallann hans Orra og svo fáum við tvö skot fyrir utan, þetta hefur verið sagan okkar í þessum leikjum. Höfum verið að fá lítið af færum á okkur og verjast ágætlega en náum ekki að nýta þessi færi sem við fáum,“ sagði Rúnar Páll um leikinn í kvöld. Fylkismenn fara ekki vel af stað en liðið situr á botni deildarinnar með eitt stig eftir fimm umferðir. Hefur Rúnar Páll áhyggjur? „Nei, ekki áhyggjuefni. Þetta er bara fótbolti. Auðvitað þurfum við að skora mörk um það snýst leikurinn. Við skorum fullt af mörkum á æfingum, það er allavega byrjunin. Við erum búnir að skora fimm mörk í deildinni og ég held að það sé sæmilegt meðaltal í deildinni.“ Fylkir skoraði þrjú mörk í fyrsta leiknum á Íslandsmótinu en hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu fjórum umferðum. „Við skorum samt mörk og það telur jafn mikið og hin mörkin, mörkin sem við skoruðum í fyrsta leik. Hvort það sé eitt mark í hverjum leik, skiptir ekki máli. Við sýnum það að við getum skorað mörk og ég veit það að við getum skorað. Við þurfum bara að halda áfram og það er eina sem það snýst um. Ekki missa trú á því sem við erum að gera,“ sagði afmælisbarnið að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
„Þetta var stál í stál í byrjun leiks milli liðanna. Ólafur [Kristófer Helgason] ver vítið en eftir það töpum við svo lítið leiknum, við missum bara leikinn í þeirra hendur á einhverjum 20 mínútum. Þeir opna okkur, við fáum dæmt á okkur víti og síðan skora þeir í kjölfarið. Ég veit það ekki, mér fannst leikurinn tapast á þessum 20 mínútum eftir að Ólafur ver vítið. Það kom kafli sem var ekki góður,“ sagði Rúnar Páll skömmu eftir leik. Fylkismenn náðu ekki að koma til baka eftir að Fram komst yfir þrátt fyrir mikla pressu undir lok leiks. Rúnar var ekki nægilega sáttur með frammistöðu lykilleikmanna. „Mér fannst við ólíkir okkur að mörgu leyti og okkar lykilleikmenn í liðinu virtust vera hræddir að fá boltann og voru að missa óþarfa ‚touch‘ frá sér í fyrri hálfleik. Leikurinn fer náttúrulega bara fram á vallarhelming Fram í seinni hálfleik og þeir verjast vel eins og þeir hafa gert í sumar.“ „Við fundum ekki margar glufur en kannski aðeins í lokin þá fáum við tvö færi sem við hefðum getað nýtt. Bæði skallann hans Orra og svo fáum við tvö skot fyrir utan, þetta hefur verið sagan okkar í þessum leikjum. Höfum verið að fá lítið af færum á okkur og verjast ágætlega en náum ekki að nýta þessi færi sem við fáum,“ sagði Rúnar Páll um leikinn í kvöld. Fylkismenn fara ekki vel af stað en liðið situr á botni deildarinnar með eitt stig eftir fimm umferðir. Hefur Rúnar Páll áhyggjur? „Nei, ekki áhyggjuefni. Þetta er bara fótbolti. Auðvitað þurfum við að skora mörk um það snýst leikurinn. Við skorum fullt af mörkum á æfingum, það er allavega byrjunin. Við erum búnir að skora fimm mörk í deildinni og ég held að það sé sæmilegt meðaltal í deildinni.“ Fylkir skoraði þrjú mörk í fyrsta leiknum á Íslandsmótinu en hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu fjórum umferðum. „Við skorum samt mörk og það telur jafn mikið og hin mörkin, mörkin sem við skoruðum í fyrsta leik. Hvort það sé eitt mark í hverjum leik, skiptir ekki máli. Við sýnum það að við getum skorað mörk og ég veit það að við getum skorað. Við þurfum bara að halda áfram og það er eina sem það snýst um. Ekki missa trú á því sem við erum að gera,“ sagði afmælisbarnið að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira