Lýsti Haaland sem „ofdekruðum krakka“ Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 08:32 Erling Haaland fór á kostum gegn Wolves um helgina. Getty/Chris Brunskill Roy Keane heldur áfram að skjóta föstum skotum á Erling Haaland, stjörnuframherja Manchester City, og lýsti þessum markahæsta manni ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta sem „ofdekruðum krakka“ um helgina. Haaland fór á kostum fyrir City og skoraði fernu í 5-1 sigrinum gegn Wolves á laugardaginn. Þar með hefur hann skorað 25 mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, og stefnir á að verða markakóngur annað árið í röð. Haaland sýndi hins vegar stjóranum Pep Guardiola óánægju sína með það að vera tekinn af velli á 82. mínútu á laugardaginn, og það vildi Keane gagnrýna: Við sáum Haaland vera tekinn af velli og hann hagaði sér eins og ofdekraður krakki [e. spoiled brat]. En þegar þeir vinna leiki og hann skorar mörk þá gleymist þetta næstum því,“ sagði Keane í þætti á Sky Sports. Þáttastjórnandinn Dave Jones grínaðist með að það væri nú kannski í lagi að láta eins og ofdekrað barn ef maður skoraði fjögur mörk en Keane svaraði: „Nei, það er ekki í lagi.“ "Behaving like a spoilt brat" Roy Keane is not holding back about Erling Haaland 😬 pic.twitter.com/GKiGV44zR8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 5, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn í vetur sem að Keane gagnrýnir Haaland. Eins og flestir vita eiga Keane og pabbi Haalands, Alf-Inge, sína sögu frá því að Keane meiddi hann alvarlega með skelfilegri tæklingu á sínum tíma. Hvort að þeirra forsaga hefur einhver áhrif er óvíst en Keane hefur í það minnsta ekki sparað stóru orðin þegar kemur að Haaland yngri. Í mars sagði Keane að markahrókurinn spilaði eins og leikmaður úr D-deildinni. City hafði þá gert markalaust jafntefli við Arsenal. „Fyrir framan markið er hann bestur í heimi en almenna spilið hjá honum er svo dapurt. Hann er eins og D-deildarleikmaður, þannig sé ég það,“ sagði Keane á sínum tíma. Haaland var spurður út í Keane eftir leikinn á laugardag og svaraði: „Mér er eiginlega sama um þann mann svo að það skiptir mig ekki máli hvað hann segir.“ Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Haaland fór á kostum fyrir City og skoraði fernu í 5-1 sigrinum gegn Wolves á laugardaginn. Þar með hefur hann skorað 25 mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, og stefnir á að verða markakóngur annað árið í röð. Haaland sýndi hins vegar stjóranum Pep Guardiola óánægju sína með það að vera tekinn af velli á 82. mínútu á laugardaginn, og það vildi Keane gagnrýna: Við sáum Haaland vera tekinn af velli og hann hagaði sér eins og ofdekraður krakki [e. spoiled brat]. En þegar þeir vinna leiki og hann skorar mörk þá gleymist þetta næstum því,“ sagði Keane í þætti á Sky Sports. Þáttastjórnandinn Dave Jones grínaðist með að það væri nú kannski í lagi að láta eins og ofdekrað barn ef maður skoraði fjögur mörk en Keane svaraði: „Nei, það er ekki í lagi.“ "Behaving like a spoilt brat" Roy Keane is not holding back about Erling Haaland 😬 pic.twitter.com/GKiGV44zR8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 5, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn í vetur sem að Keane gagnrýnir Haaland. Eins og flestir vita eiga Keane og pabbi Haalands, Alf-Inge, sína sögu frá því að Keane meiddi hann alvarlega með skelfilegri tæklingu á sínum tíma. Hvort að þeirra forsaga hefur einhver áhrif er óvíst en Keane hefur í það minnsta ekki sparað stóru orðin þegar kemur að Haaland yngri. Í mars sagði Keane að markahrókurinn spilaði eins og leikmaður úr D-deildinni. City hafði þá gert markalaust jafntefli við Arsenal. „Fyrir framan markið er hann bestur í heimi en almenna spilið hjá honum er svo dapurt. Hann er eins og D-deildarleikmaður, þannig sé ég það,“ sagði Keane á sínum tíma. Haaland var spurður út í Keane eftir leikinn á laugardag og svaraði: „Mér er eiginlega sama um þann mann svo að það skiptir mig ekki máli hvað hann segir.“
Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira