Will Ferrell og Kim Kardashian voru á meðal þeirra sem komuvið sögu í þriggja klukkutíma langri grillun Brady sem hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Kevin Hart og Jeff Ross fóru fyrir sýningunni og þá stigu margir fyrrum félagar Brady á svið. Þar á meðal Rob Gronkowski, Julian Edelman og fyrrum þjálfari hans, Bill Belichick.
Tom Brady will always be remembered pic.twitter.com/HUgDW9IXYc
— Talkin’ Giants (@TalkinGiants) May 6, 2024
Við erum hér saman komin til að grilla besta leikstjórnanda sögunnar. Eða bíddu við, er Joe Montana ekki örugglega í húsinu? sagði Hart meðal annars í sýningunni.
Margt af því sem fram fór er of dónalegt til að hafa eftir en Belichick gerði meðal annars grín að Brady vegna eignarhalds hans á enska fótboltafélaginu Birmingham City, sem féll úr B-deildinni ensku um helgina.
Birmingham City got mentioned during the roast of Tom Brady 🤣🤣🤣pic.twitter.com/uF22dmxQZa
— Second Tier podcast (@secondtierpod) May 6, 2024
„Ég sé að fótboltaliðið þitt, Birmingham City, féll um deild á Englandi,“ sagði Belichick.
„Fyrir þá sem ekki þekkja enska boltann og bullið í þeirra óljósa fallkerfi, þá skal ég útskýra það á hreinni ensku fyrir ykkur: Þeir eru ömurlegir.“
Hann sneri sér að Brady og bætti við: „Ekki svo auðvelt að stjórna liði, er það Tom?“