„Svo hræðilega óyfirstíganlegt að ég þurfti að rífa plásturinn af“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. maí 2024 10:00 Ingibjörg Friðriksdóttir, Inki, var að gefa út plötu. Olivia Synnervik „Ég þori í fyrsta skipti að vera persónuleg,“ segir tónlistarkonan Inki eða Ingibjörg Friðriksdóttir. Hún hefur komið víða við í tónlistarsköpun, smíðað sjálfspilandi hljóðfæri, gert fjölda hljóðinnsetninga og samið tónverk sem byggir á viðtölum við fyrri fanga Kvennafangelsisins. Síðastliðinn föstudag sendi Inki frá sér plötuna Thoughts Midsentence og fagnaði útgáfunni með tónleikum í Tjarnarbíói. Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Barefoot on the Dancefloor af plötunni: Klippa: Inki - Barefoot on the Dancefloor. Ekki mætt til að dansa samkvæmisdans Með þessari nýju plötu segist Inki fara inn á áður ókannaðar tónlistarslóðir en þetta er í fyrsta skipti sem hún semur avant-pop tónlist og syngur inn á tónlist sína. „Ég er samt engin nýgræðingur að koma fram að syngja, ég hef bara aldrei áður tekið upp lög þar sem ég syng. Ég byrjaði að taka að mér söng-gigg þegar að ég var þrettán ára með Marteini Sindra Jónssyni vini mínum, sem er frábær tónlistarmaður. Hann lék á píanó og ég söng og spilaði á fiðlu. Eftirminnilegasta giggið okkar er þegar við vorum að flytja tónlist fyrir Oddfellow meðlimi og einhver spurði hvort ég væri komin til þess að dansa samkvæmisdans. Mér fannst þessi spurning fáránleg. Eftir á að hyggja var ég klædd í bleikan vintage salsakjól svo þetta var kannski ekki alveg gripið úr lausu lofti. Arna Steinarsdóttir stílisti, er breytti gömlum jakkafötum af pabba mínum í dress sem ég klæddist á útgáfutónleikunum en það kom vonandi í veg fyrir allan vafa að ég sé að fara að stíga samkvæmisdans.“ Margar sögur í einu Nafnið á plötunni myndi þýðast sem „Hugsanir inni í setningu“ Inki segir að nafnið vitni í sköpunarferlið. „Hefur þú einhvern tímann lent í því að vera að segja sögu og grípa síðan fram í fyrir sjálfri þér? Að villast inn í aðra sögu, svo mögulega næstu og svo þarftu í flýti að reyna að finna ágætan lendingarstað fyrir þessa samofnu söguflækju áður en hlustandinn missir áhugann. Þetta lýsir sköpunarferli plötunnar vel. Ég ákvað að byrja að gefa út lögin áður en að öll platan var tilbúin. Það er að hluta til vegna þess að í streymisumhverfinu er skynsamlegra að gefa út eitt og eitt lag, líka vegna þess að þetta verkefni var svo hræðilega óyfirstíganlegt að ég þurfti að rífa plásturinn af áður en ég gæti ofhugsað þetta. Ég hafði áhyggjur af því að platan yrði sundurleit en ákvað þess vegna frá fyrsta lagi að það yrði hluti af þessu verkefni. Að grípa hugmyndirnar og segja margar sögur í einni sögu.“ Inki segir titil plötunnar sækja innblástur í hugmyndir inni í setningum en margar sögur koma saman á plötunni. Olivia Synnervik Einmanalegt að vera tónskáld Inki sérhæfir sig í tilraunakenndum tónsmíðum en hún lauk meistaranámi í elektrónískum tónsmíðum og upptökutækni frá Mills College í Kaliforníu vorið 2017. Verkin hennar liggja að hennar sögn mörg á óljósum landamærum tón- og sjónlistar, þar sem leikið er með ólíka miðla til að mynda upplifun þvert á skynfæri. „Ég tek þessu öllu mjög hátíðlega og krukka endalaust í smáatriðum. En á sama tíma held ég að það sé mikilvægt að það sé húmor í öllu. Ég er svona týpa sem að ef þú tekur mynd af mér í partýi eru yfirgnæfandi líkur á því að ég sé í hláturskasti með fimm undirhökur. Ég er smám saman að taka það í sátt að ég er ekki skvísustelpa með stillt bros, einlægum hlátri fylgja fellingar. Ég trúi því að hlátur geti fengið fólk til umhugsunar, ekki síður en grafalvarleg verk.“ Inki segist hafa vera mikil félagsvera og hafi sakna þess að flytja tónlist með öðrum tónlistarmönnum. „Það segir þér enginn hvað það er einmanalegt að vera tónskáld. Ég nærist af því að vinna með öðru fólki og þess vegna gaf þessi plata mér svo mikið.“ View this post on Instagram A post shared by Inki ~ Ingibjo rg Friðriks (@inki.music) „Það þarf kjark til að þora að berskjalda sig“ Flest af verkum Inki eru byggð í kringum ákveðnar hugmyndir. Meira Ástandið, sem frumsýnt var á Listahátíð í Reykjavík 2021, snérist um drusluskömm í seinni heimsstyrjöldinni og Brotabrot um frásagnir fyrrum fanga Kvennafangelsisins í Kópavogi. Á þessari plötu fer hún svo nýjar leiðir. „Ég þori í fyrsta skipti að vera persónuleg. Þetta var mjög óþægilegt ferli en samt gott vont. Fyrir nokkrum árum var ég að búa til hljóðverk sem byggði á spádómum og þá heimsótti ég spákonu sem sagði mér að ég væri í ójafnvægi því að þrátt fyrir að vera mikill extrovert, þá byggi innra með mér lítill introvert sem ég þyrfti að passa upp á. Það var alveg rétt hjá henni, ég er mikill extrovert en ég er líka mjög feimin, þó engum myndi detta í hug að lýsa mér þannig. Ég fel feimnina með að vera aldrei sérstaklega persónuleg, ég spyr fólk spurninga til þess að fá ekki persónulegar spurningar. En mig dreymir um hreyfa við fólki með tónlistinni minni, og til þess þarf ég að þora að fara á staði innra með mér sem ég hef forðast áður. Eftir þetta ferli dáist ég af sönglagaskáldum eins og Bubba og félögum sem hafa stundað þetta í áratugi. Það þarf kjark til að þora að berskjalda sig,“ segir Inki að lokum. Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify. Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Síðastliðinn föstudag sendi Inki frá sér plötuna Thoughts Midsentence og fagnaði útgáfunni með tónleikum í Tjarnarbíói. Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Barefoot on the Dancefloor af plötunni: Klippa: Inki - Barefoot on the Dancefloor. Ekki mætt til að dansa samkvæmisdans Með þessari nýju plötu segist Inki fara inn á áður ókannaðar tónlistarslóðir en þetta er í fyrsta skipti sem hún semur avant-pop tónlist og syngur inn á tónlist sína. „Ég er samt engin nýgræðingur að koma fram að syngja, ég hef bara aldrei áður tekið upp lög þar sem ég syng. Ég byrjaði að taka að mér söng-gigg þegar að ég var þrettán ára með Marteini Sindra Jónssyni vini mínum, sem er frábær tónlistarmaður. Hann lék á píanó og ég söng og spilaði á fiðlu. Eftirminnilegasta giggið okkar er þegar við vorum að flytja tónlist fyrir Oddfellow meðlimi og einhver spurði hvort ég væri komin til þess að dansa samkvæmisdans. Mér fannst þessi spurning fáránleg. Eftir á að hyggja var ég klædd í bleikan vintage salsakjól svo þetta var kannski ekki alveg gripið úr lausu lofti. Arna Steinarsdóttir stílisti, er breytti gömlum jakkafötum af pabba mínum í dress sem ég klæddist á útgáfutónleikunum en það kom vonandi í veg fyrir allan vafa að ég sé að fara að stíga samkvæmisdans.“ Margar sögur í einu Nafnið á plötunni myndi þýðast sem „Hugsanir inni í setningu“ Inki segir að nafnið vitni í sköpunarferlið. „Hefur þú einhvern tímann lent í því að vera að segja sögu og grípa síðan fram í fyrir sjálfri þér? Að villast inn í aðra sögu, svo mögulega næstu og svo þarftu í flýti að reyna að finna ágætan lendingarstað fyrir þessa samofnu söguflækju áður en hlustandinn missir áhugann. Þetta lýsir sköpunarferli plötunnar vel. Ég ákvað að byrja að gefa út lögin áður en að öll platan var tilbúin. Það er að hluta til vegna þess að í streymisumhverfinu er skynsamlegra að gefa út eitt og eitt lag, líka vegna þess að þetta verkefni var svo hræðilega óyfirstíganlegt að ég þurfti að rífa plásturinn af áður en ég gæti ofhugsað þetta. Ég hafði áhyggjur af því að platan yrði sundurleit en ákvað þess vegna frá fyrsta lagi að það yrði hluti af þessu verkefni. Að grípa hugmyndirnar og segja margar sögur í einni sögu.“ Inki segir titil plötunnar sækja innblástur í hugmyndir inni í setningum en margar sögur koma saman á plötunni. Olivia Synnervik Einmanalegt að vera tónskáld Inki sérhæfir sig í tilraunakenndum tónsmíðum en hún lauk meistaranámi í elektrónískum tónsmíðum og upptökutækni frá Mills College í Kaliforníu vorið 2017. Verkin hennar liggja að hennar sögn mörg á óljósum landamærum tón- og sjónlistar, þar sem leikið er með ólíka miðla til að mynda upplifun þvert á skynfæri. „Ég tek þessu öllu mjög hátíðlega og krukka endalaust í smáatriðum. En á sama tíma held ég að það sé mikilvægt að það sé húmor í öllu. Ég er svona týpa sem að ef þú tekur mynd af mér í partýi eru yfirgnæfandi líkur á því að ég sé í hláturskasti með fimm undirhökur. Ég er smám saman að taka það í sátt að ég er ekki skvísustelpa með stillt bros, einlægum hlátri fylgja fellingar. Ég trúi því að hlátur geti fengið fólk til umhugsunar, ekki síður en grafalvarleg verk.“ Inki segist hafa vera mikil félagsvera og hafi sakna þess að flytja tónlist með öðrum tónlistarmönnum. „Það segir þér enginn hvað það er einmanalegt að vera tónskáld. Ég nærist af því að vinna með öðru fólki og þess vegna gaf þessi plata mér svo mikið.“ View this post on Instagram A post shared by Inki ~ Ingibjo rg Friðriks (@inki.music) „Það þarf kjark til að þora að berskjalda sig“ Flest af verkum Inki eru byggð í kringum ákveðnar hugmyndir. Meira Ástandið, sem frumsýnt var á Listahátíð í Reykjavík 2021, snérist um drusluskömm í seinni heimsstyrjöldinni og Brotabrot um frásagnir fyrrum fanga Kvennafangelsisins í Kópavogi. Á þessari plötu fer hún svo nýjar leiðir. „Ég þori í fyrsta skipti að vera persónuleg. Þetta var mjög óþægilegt ferli en samt gott vont. Fyrir nokkrum árum var ég að búa til hljóðverk sem byggði á spádómum og þá heimsótti ég spákonu sem sagði mér að ég væri í ójafnvægi því að þrátt fyrir að vera mikill extrovert, þá byggi innra með mér lítill introvert sem ég þyrfti að passa upp á. Það var alveg rétt hjá henni, ég er mikill extrovert en ég er líka mjög feimin, þó engum myndi detta í hug að lýsa mér þannig. Ég fel feimnina með að vera aldrei sérstaklega persónuleg, ég spyr fólk spurninga til þess að fá ekki persónulegar spurningar. En mig dreymir um hreyfa við fólki með tónlistinni minni, og til þess þarf ég að þora að fara á staði innra með mér sem ég hef forðast áður. Eftir þetta ferli dáist ég af sönglagaskáldum eins og Bubba og félögum sem hafa stundað þetta í áratugi. Það þarf kjark til að þora að berskjalda sig,“ segir Inki að lokum. Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira