Kveðst ekki svindla á neinum með happdrætti sínu Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2024 16:58 Ástþór segir bílahappdrætti sitt fylgja öllum reglum. Vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon segir happdrætti sitt þar sem rafbíll er í aðalvinning fara eftir öllum lögum og sé hann með leyfi frá sýslumanni til að reka það. Áttatíu þúsund miðar eru í boði og búið að útbýta tæplega fjögur hundruð þeirra. Á vefsíðu sinni Núna.is er forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon með happdrætti þar sem í aðalvinning er Hupmobile K3-rafbifreið að virði fimm milljóna króna. 476 vinningar eru í boði til viðbótar; 228 myndir af náttúruverndarmynd Íslands árið 1991 og 248 myndir af náttúruverndarmynd Bretlands árið 1991. Hver mynd er andvirði tuttugu þúsund króna segir á vefsíðunni. Happdrættismiðinn sem Ástþór er að selja. Einn miði í happdrættinu kostar fimm hundruð krónur en áttatíu þúsund miðar eru í boði og heildarvirði miðanna því fjörutíu milljónir króna. Heildarverðmæti vinninganna nemur 14,5 milljónum króna, miðað við verðmat Ástþórs, og svo fá allir sem kaupa miða tvö þúsund króna gjafabréf hjá hlaðvarpsveitunni Brotkast í eigu Frosta Logasonar. Varð fyrir vonbrigðum Í gær birti Erlingur Sigvaldason, fyrrverandi formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, færslu á Twitter þar sem hann lýsti yfir vonbrigðum sínum á því hve margir miðarnir væru og að dregið væri úr öllum miðum, en ekki bara seldum miðum. „Jæja, ég lét svindla á mér,“ skrifaði Erlingur við færsluna en hann hafði keypt sér nokkra miða. Jæja, ég lét svindla á mér. pic.twitter.com/NzyJHHNBMU— Erlingur Sigvaldason (@ellivithit) May 5, 2024 Ástþór þvertekur fyrir að hafa svindlað á nokkrum manni. Happdrættið sé unnið samkvæmt reglum sýslumanns og hefur hann leyfi frá honum til að reka það. Dregið verður út hjá sýslumanni þann 3. júní næstkomandi. „Þetta er venjan í happdrættum. Þau eru víst öll svona. Öll happdrætti SÍBS og svona, það var dregið úr öllum miðum. Ég held að það sé viðtekin venja, ég veit ekki um happdrætti þar sem er bara dregið úr seldum miða, það eru ekki mörg svoleiðis. Það er yfirleitt svona,“ segir Ástþór. Er með leyfi hjá sýslumanni Hann stefnir á að bæta við aukavinningum en þrátt fyrir það sé vinningshlutfall mun hærra hjá honum en lágmarkið sé. „Ég er með leyfi frá sýslumanni og svo er ég búinn að vera í sambandi við þá varðandi úrdráttinn, hvernig hann fer fram. Ég þurfti að athuga hvernig hann fer fram og svona,“ segir Ástþór. Hann segist einnig vera að gefa fullt af miðum, til að mynda með spurningaleikjum úr bók sinni á vefsíðunni Núna.is. „Þetta var hugsað til að fá fólk til að skoða innihaldið á boðskapnum, frekar heldur en bara umbúðirnar eins og hefur oft verið. Þetta var sett upp aðallega til þess. Svo gefum við fólki tækifæri til að kaupa miða. Þá er fólk að styrkja framboðið og fær miða fyrir styrkinn sinn,“ segir Ástþór. Áður verið með bílahappdrætti Undir Twitter-færslu Erlings var birt skjáskot af frétt DV frá árinu 2005 þar sem fjallað var um happdrætti sem Ástþór stóð fyrir árinu áður og í aðalvinning var ný Porsche-bifreið. Í fréttinni sagði að eingöngu fimmtíu miðar hafi selst í happdrættinu og að bifreiðin hafi aldrei verið til. Ástþór segir það alls ekki satt. „Þetta var þannig að þeir spurðu Porsche-umboðið á Íslandi um þennan bíl og þeir sögðu að ég hafði ekki keypt þennan bíl af þeim. Það var alveg rétt en þegar ég var að kaupa þennan bíl kom í ljós að hann var miklu ódýrari með eigin innflutningi. Og þá fór ég mikið í þennan innflutning sem ég er búinn að vera í síðan,“ segir Ástþór. Það væri þá ekki fyrsta skiptið, úr frétt frá 2005. pic.twitter.com/0CVbvmUe3X— Brynjar Ellertsson (@BrynjarEllerts) May 5, 2024 Bíllinn var keyptur af erlendu Porsche-umboði og fluttur til landsins. Bíllinn var þó ekki dreginn út og seldi Ástþór því bílinn. Örfáir miðar seldust en miðinn kostaði um fimm þúsund krónur. „Ég var svo brenndur af því að það hafi selst svo lítið af miðum, að þess vegna þegar ég gerði happdrættið núna þá setti ég miðann bara á fimm hundruð kall svo allir gætu tekið þátt,“ segir Ástþór. Fjárhættuspil Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Innlent Fleiri fréttir Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Sjá meira
Á vefsíðu sinni Núna.is er forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon með happdrætti þar sem í aðalvinning er Hupmobile K3-rafbifreið að virði fimm milljóna króna. 476 vinningar eru í boði til viðbótar; 228 myndir af náttúruverndarmynd Íslands árið 1991 og 248 myndir af náttúruverndarmynd Bretlands árið 1991. Hver mynd er andvirði tuttugu þúsund króna segir á vefsíðunni. Happdrættismiðinn sem Ástþór er að selja. Einn miði í happdrættinu kostar fimm hundruð krónur en áttatíu þúsund miðar eru í boði og heildarvirði miðanna því fjörutíu milljónir króna. Heildarverðmæti vinninganna nemur 14,5 milljónum króna, miðað við verðmat Ástþórs, og svo fá allir sem kaupa miða tvö þúsund króna gjafabréf hjá hlaðvarpsveitunni Brotkast í eigu Frosta Logasonar. Varð fyrir vonbrigðum Í gær birti Erlingur Sigvaldason, fyrrverandi formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, færslu á Twitter þar sem hann lýsti yfir vonbrigðum sínum á því hve margir miðarnir væru og að dregið væri úr öllum miðum, en ekki bara seldum miðum. „Jæja, ég lét svindla á mér,“ skrifaði Erlingur við færsluna en hann hafði keypt sér nokkra miða. Jæja, ég lét svindla á mér. pic.twitter.com/NzyJHHNBMU— Erlingur Sigvaldason (@ellivithit) May 5, 2024 Ástþór þvertekur fyrir að hafa svindlað á nokkrum manni. Happdrættið sé unnið samkvæmt reglum sýslumanns og hefur hann leyfi frá honum til að reka það. Dregið verður út hjá sýslumanni þann 3. júní næstkomandi. „Þetta er venjan í happdrættum. Þau eru víst öll svona. Öll happdrætti SÍBS og svona, það var dregið úr öllum miðum. Ég held að það sé viðtekin venja, ég veit ekki um happdrætti þar sem er bara dregið úr seldum miða, það eru ekki mörg svoleiðis. Það er yfirleitt svona,“ segir Ástþór. Er með leyfi hjá sýslumanni Hann stefnir á að bæta við aukavinningum en þrátt fyrir það sé vinningshlutfall mun hærra hjá honum en lágmarkið sé. „Ég er með leyfi frá sýslumanni og svo er ég búinn að vera í sambandi við þá varðandi úrdráttinn, hvernig hann fer fram. Ég þurfti að athuga hvernig hann fer fram og svona,“ segir Ástþór. Hann segist einnig vera að gefa fullt af miðum, til að mynda með spurningaleikjum úr bók sinni á vefsíðunni Núna.is. „Þetta var hugsað til að fá fólk til að skoða innihaldið á boðskapnum, frekar heldur en bara umbúðirnar eins og hefur oft verið. Þetta var sett upp aðallega til þess. Svo gefum við fólki tækifæri til að kaupa miða. Þá er fólk að styrkja framboðið og fær miða fyrir styrkinn sinn,“ segir Ástþór. Áður verið með bílahappdrætti Undir Twitter-færslu Erlings var birt skjáskot af frétt DV frá árinu 2005 þar sem fjallað var um happdrætti sem Ástþór stóð fyrir árinu áður og í aðalvinning var ný Porsche-bifreið. Í fréttinni sagði að eingöngu fimmtíu miðar hafi selst í happdrættinu og að bifreiðin hafi aldrei verið til. Ástþór segir það alls ekki satt. „Þetta var þannig að þeir spurðu Porsche-umboðið á Íslandi um þennan bíl og þeir sögðu að ég hafði ekki keypt þennan bíl af þeim. Það var alveg rétt en þegar ég var að kaupa þennan bíl kom í ljós að hann var miklu ódýrari með eigin innflutningi. Og þá fór ég mikið í þennan innflutning sem ég er búinn að vera í síðan,“ segir Ástþór. Það væri þá ekki fyrsta skiptið, úr frétt frá 2005. pic.twitter.com/0CVbvmUe3X— Brynjar Ellertsson (@BrynjarEllerts) May 5, 2024 Bíllinn var keyptur af erlendu Porsche-umboði og fluttur til landsins. Bíllinn var þó ekki dreginn út og seldi Ástþór því bílinn. Örfáir miðar seldust en miðinn kostaði um fimm þúsund krónur. „Ég var svo brenndur af því að það hafi selst svo lítið af miðum, að þess vegna þegar ég gerði happdrættið núna þá setti ég miðann bara á fimm hundruð kall svo allir gætu tekið þátt,“ segir Ástþór.
Fjárhættuspil Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Innlent Fleiri fréttir Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Sjá meira