Segja varkárni ávallt hafa verið Haraldi efst í huga Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2024 15:54 Vélin var sótt úr Þingvallavatni í apríl, tveimur mánuðum eftir slysið. Vísir/Vilhelm Aðstandendur flugmannsins Haralds Diego, sem flaug vélinni TF-ABB sem hafnaði í Þingvallavatni í febrúar árið 2022, óska eftir því að friður skapist um málið. Skýrsla Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) byggi á getgátum um hvort mannlegur þáttur hafi valdið slysinu þar sem þrír farþegar, auk Haralds, létu lífið. Í dag birti RNSA lokaskýrslu sína á flugslysinu við Þingvallavatn. Í skýrslunni kom fram að annað hvort hafi Haraldur reynt að fljúga flugvélinni í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu eða að lenda ofan á þunnum ís ofan á vatninu. Mannlegir þættir hafi líklegast haft áhrif á slysið. Flugmaður vélarinnar var Haraldur og um borð voru þrír erlendir áhrifavaldar sem voru staddir hér á landi til að taka upp auglýsingaefni. Allir fjórir létust í slysinu og sýndu þeir merki drukknunar. Í yfirlýsingu sem lögmaður sendi fyrir hönd aðstandenda Haralds sendi fjölmiðlum í dag segir að þau óski eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slysið. Atburðurinn hafi enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra. „Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrifaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans,“ segir í yfirlýsingunni. Þá séu flugmenn og allir sem þekktu Harald af eigin raun sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert sýni fram á að annað hafi verið uppi á teningnum þennan dag. „Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum,“ segir í yfirlýsingunni. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Vegna umfjöllunar fjölmiðla í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið sem varð í Þingvallavatni þ. 3. febrúar 2022 vilja aðstandendur Haraldar Diego, flugmanns TF ABB, koma eftirfarandi á framfæri: Í fyrsta lagi óska aðstandendur eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slsysið. Hinn þungbæri atburður hefur enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra, eins og vænta má, og telja aðstandendur sig ekki reiðubúna til að veita fjölmiðlum viðtöl. Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrífaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans. Í þriðja lagi er bent á, að skýrslunni er ekki ætlað að varpa ljósi á sök einstakra aðila, heldur eingöngu orsakir svo draga megi lærdóm af slysinu til framtíðar til varnar öðrum slysum. Flugmenn, og áhugamenn um flug, sem þekktu Harald Diego af eigin raun eru sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert er fram komið sem sýnir að annað hafi verið upp á teningnum hinn örlagaríka dag. Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum. Með virðingu og vinsemd, f.h. aðstandenda Haraldar Diego, Gísli Kr. Björnsson, lögmaður. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í dag birti RNSA lokaskýrslu sína á flugslysinu við Þingvallavatn. Í skýrslunni kom fram að annað hvort hafi Haraldur reynt að fljúga flugvélinni í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu eða að lenda ofan á þunnum ís ofan á vatninu. Mannlegir þættir hafi líklegast haft áhrif á slysið. Flugmaður vélarinnar var Haraldur og um borð voru þrír erlendir áhrifavaldar sem voru staddir hér á landi til að taka upp auglýsingaefni. Allir fjórir létust í slysinu og sýndu þeir merki drukknunar. Í yfirlýsingu sem lögmaður sendi fyrir hönd aðstandenda Haralds sendi fjölmiðlum í dag segir að þau óski eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slysið. Atburðurinn hafi enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra. „Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrifaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans,“ segir í yfirlýsingunni. Þá séu flugmenn og allir sem þekktu Harald af eigin raun sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert sýni fram á að annað hafi verið uppi á teningnum þennan dag. „Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum,“ segir í yfirlýsingunni. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Vegna umfjöllunar fjölmiðla í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið sem varð í Þingvallavatni þ. 3. febrúar 2022 vilja aðstandendur Haraldar Diego, flugmanns TF ABB, koma eftirfarandi á framfæri: Í fyrsta lagi óska aðstandendur eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slsysið. Hinn þungbæri atburður hefur enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra, eins og vænta má, og telja aðstandendur sig ekki reiðubúna til að veita fjölmiðlum viðtöl. Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrífaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans. Í þriðja lagi er bent á, að skýrslunni er ekki ætlað að varpa ljósi á sök einstakra aðila, heldur eingöngu orsakir svo draga megi lærdóm af slysinu til framtíðar til varnar öðrum slysum. Flugmenn, og áhugamenn um flug, sem þekktu Harald Diego af eigin raun eru sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert er fram komið sem sýnir að annað hafi verið upp á teningnum hinn örlagaríka dag. Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum. Með virðingu og vinsemd, f.h. aðstandenda Haraldar Diego, Gísli Kr. Björnsson, lögmaður.
Vegna umfjöllunar fjölmiðla í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið sem varð í Þingvallavatni þ. 3. febrúar 2022 vilja aðstandendur Haraldar Diego, flugmanns TF ABB, koma eftirfarandi á framfæri: Í fyrsta lagi óska aðstandendur eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slsysið. Hinn þungbæri atburður hefur enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra, eins og vænta má, og telja aðstandendur sig ekki reiðubúna til að veita fjölmiðlum viðtöl. Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrífaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans. Í þriðja lagi er bent á, að skýrslunni er ekki ætlað að varpa ljósi á sök einstakra aðila, heldur eingöngu orsakir svo draga megi lærdóm af slysinu til framtíðar til varnar öðrum slysum. Flugmenn, og áhugamenn um flug, sem þekktu Harald Diego af eigin raun eru sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert er fram komið sem sýnir að annað hafi verið upp á teningnum hinn örlagaríka dag. Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum. Með virðingu og vinsemd, f.h. aðstandenda Haraldar Diego, Gísli Kr. Björnsson, lögmaður.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira