Crystal Palace lék sér að Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2024 21:00 Rauðu djöflarnir hvoru hvorki fugl né fiskur í kvöld. Chloe Knott/Getty Images Ömurlegt tímabil Manchester United náði enn einum lágpunktinum í kvöld þegar liðið mátti þola 4-0 tap á útivelli gegn Crystal Palace. Palace hafði skorað 45 mörk í 35 leikjum fyrir leik kvöldsins eða tæplega 1,3 að meðaltali í leik. Palace hefur verið á fínu skriði og meðal annars unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Þar á meðal var 1-0 útisigur á Liverpool, 2-0 sigur á Newcastle United og 5-2 sigur á West Ham United. Þeir toppuðu svo gott gengi sitt með því að slátra vængbrotnu liði Man United. Man United er í miðvarðakrísu en Jonny Evans og Casemiro hófu leik í miðverði. Sá fyrrnefndi var að skríða saman eftir meiðsli og sá síðarnefndi er orðaður frá félaginu eftir hörmungar tímabil. Þá var enginn Bruno Fernandes í byrjunarliði gestanna en hann er meiddur í fyrsta sinn á ferlinum. Bruno Fernandes is out of Manchester United's squad against Crystal Palace with an injury. It's the first club game he's 𝐞𝐯𝐞𝐫 missed through injury.What a run 🏋️♂️ pic.twitter.com/trhoUqX9sY— B/R Football (@brfootball) May 6, 2024 Michael Olise, sem hefur verið orðaður við Man United, skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu þegar hann þrumaði boltanum í netið frá vítateigslínunni. André Onana átti aldrei roð í marki gestanna. Michael Olise.🦅 1-0 🔴#CPFC | #CRYMUN pic.twitter.com/H9oicWLQ4k— Crystal Palace F.C. (@CPFC) May 6, 2024 Casemiro hélt hann hefði jafnað metin eftir rúmlega hálftíma en mark hans var dæmt af þar sem danski framherjinn Rasmus Höjlund braut á Dean Henderson, markverði Palace. Það var svo þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleik sem Jean-Philippe Mateta kom heimaliðinu 2-0 yfir með þrumuskoti eftir að fara illa með Evans í aðdragandanum. Þá má setja stórt spurningamerki við staðsetningu Onana í markinu. Á 53. mínútu hélt Casemiro aftur að hann hefði skorað en hann var rangstæður áður en hann skallaði knöttinn í netið. Aðeins fjórum mínútum síðar gerðu heimamenn atlögu að marki Man United. Onana varði í tvívang vel en heimamenn fengu í kjölfarið hornspyrnu. Hún var tekin stutt og endaði með því að boltinn barst til Tyrick Mitchell sem skoraði með föstu skoti. Staðan orðin 3-0 og sæti Erik Ten Hags orðið verulega heitt. Crystal Palace are running riot!Adam Wharton clips a ball to the back-post which Joachim Andersen squares to Tyrick Mitchell. The Palace defender pokes home to give the Eagles a three-goal lead 😲#CRYMUN pic.twitter.com/cOG7gxMeT2— Premier League (@premierleague) May 6, 2024 Það var svo á 66. mínútu sem Olise skoraði aftur með föstu skoti og staðan orðin 4-0 Palace í vil. Reyndust það lokatölur og 13. deildartap Man United á leiktíðinni staðreynd. This 🫶🦅 4-0 🔴#CPFC | #CRYMUN pic.twitter.com/5aWEFKZDHn— Crystal Palace F.C. (@CPFC) May 6, 2024 Man United er í 8. sæti að loknum 35 leikjum með 54 stig og markatöluna 52-55. Palace er í 14. sæti með 43 stig og markatöluna 49-57. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Miðvarðamartröð Man United heldur áfram Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Hann missir því af síðustu deildarleikjum Man United og líklega úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá gæti landsliðssæti hans einnig verið í hættu. 5. maí 2024 23:31
Ömurlegt tímabil Manchester United náði enn einum lágpunktinum í kvöld þegar liðið mátti þola 4-0 tap á útivelli gegn Crystal Palace. Palace hafði skorað 45 mörk í 35 leikjum fyrir leik kvöldsins eða tæplega 1,3 að meðaltali í leik. Palace hefur verið á fínu skriði og meðal annars unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Þar á meðal var 1-0 útisigur á Liverpool, 2-0 sigur á Newcastle United og 5-2 sigur á West Ham United. Þeir toppuðu svo gott gengi sitt með því að slátra vængbrotnu liði Man United. Man United er í miðvarðakrísu en Jonny Evans og Casemiro hófu leik í miðverði. Sá fyrrnefndi var að skríða saman eftir meiðsli og sá síðarnefndi er orðaður frá félaginu eftir hörmungar tímabil. Þá var enginn Bruno Fernandes í byrjunarliði gestanna en hann er meiddur í fyrsta sinn á ferlinum. Bruno Fernandes is out of Manchester United's squad against Crystal Palace with an injury. It's the first club game he's 𝐞𝐯𝐞𝐫 missed through injury.What a run 🏋️♂️ pic.twitter.com/trhoUqX9sY— B/R Football (@brfootball) May 6, 2024 Michael Olise, sem hefur verið orðaður við Man United, skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu þegar hann þrumaði boltanum í netið frá vítateigslínunni. André Onana átti aldrei roð í marki gestanna. Michael Olise.🦅 1-0 🔴#CPFC | #CRYMUN pic.twitter.com/H9oicWLQ4k— Crystal Palace F.C. (@CPFC) May 6, 2024 Casemiro hélt hann hefði jafnað metin eftir rúmlega hálftíma en mark hans var dæmt af þar sem danski framherjinn Rasmus Höjlund braut á Dean Henderson, markverði Palace. Það var svo þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleik sem Jean-Philippe Mateta kom heimaliðinu 2-0 yfir með þrumuskoti eftir að fara illa með Evans í aðdragandanum. Þá má setja stórt spurningamerki við staðsetningu Onana í markinu. Á 53. mínútu hélt Casemiro aftur að hann hefði skorað en hann var rangstæður áður en hann skallaði knöttinn í netið. Aðeins fjórum mínútum síðar gerðu heimamenn atlögu að marki Man United. Onana varði í tvívang vel en heimamenn fengu í kjölfarið hornspyrnu. Hún var tekin stutt og endaði með því að boltinn barst til Tyrick Mitchell sem skoraði með föstu skoti. Staðan orðin 3-0 og sæti Erik Ten Hags orðið verulega heitt. Crystal Palace are running riot!Adam Wharton clips a ball to the back-post which Joachim Andersen squares to Tyrick Mitchell. The Palace defender pokes home to give the Eagles a three-goal lead 😲#CRYMUN pic.twitter.com/cOG7gxMeT2— Premier League (@premierleague) May 6, 2024 Það var svo á 66. mínútu sem Olise skoraði aftur með föstu skoti og staðan orðin 4-0 Palace í vil. Reyndust það lokatölur og 13. deildartap Man United á leiktíðinni staðreynd. This 🫶🦅 4-0 🔴#CPFC | #CRYMUN pic.twitter.com/5aWEFKZDHn— Crystal Palace F.C. (@CPFC) May 6, 2024 Man United er í 8. sæti að loknum 35 leikjum með 54 stig og markatöluna 52-55. Palace er í 14. sæti með 43 stig og markatöluna 49-57.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Miðvarðamartröð Man United heldur áfram Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Hann missir því af síðustu deildarleikjum Man United og líklega úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá gæti landsliðssæti hans einnig verið í hættu. 5. maí 2024 23:31
Miðvarðamartröð Man United heldur áfram Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Hann missir því af síðustu deildarleikjum Man United og líklega úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá gæti landsliðssæti hans einnig verið í hættu. 5. maí 2024 23:31
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti