Að lifa í skugga heilsubrests Svanberg Hreinsson skrifar 7. maí 2024 09:01 Það velur enginn það hlutskipti að verða öryrki. Ef ég hefði haft val þá hefði ég valið heilsu, valið að vera laus við verki og vanlíðan. En svona er lífið og það sem kom fyrir mig gæti komið fyrir þig. Einn daginn er maður heilbrigður, en svo eins og þruma úr heiðskíru lofti þá er lífi manns snúið á hvolf. Ef maður hefur ekki heilsu þá hefur maður ekki neitt. Hér á Íslandi hafa þessi orð bókstaflega merkingu. Þeir sem veikjast og verða öryrkjar, eru dæmdir til að búa við fátækt. Þeir hafa „ekki neitt“. Fjölskyldur upplifa kvíða fyrir hverja búðarferð og margir neyðast til að lifa á hrísgrjónum og brauði. Foreldrar geta ekki veitt börnum sínum nokkurn skapaðan hlut fyrir utan sárustu nauðsynjar. Engin frístund, engar íþróttir, ekkert. Þau horfa upp á litlu snillingana sína upplifa harðan blákaldan veruleikann allt of snemma á lífsleiðinni, þar sem þau geta ekki staðið jafnfætis öðrum börnum. Ég þekki sjálfur hvernig það er að búa við fátækt. Ég þekki hvernig það er að vera bjargarlaus þrátt fyrir vilja og baráttu til að brjótast út úr þeirri fátækt. Það þekkja líka þúsundir Íslendingar sem búa við fátækt í dag. Ég tel það hlutverk samfélagsins að koma á móts við fátækt fólk, að draga það í land í stað þess að horfa á það drukkna. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda frumvarpa og tillagna til að berjast gegn fátækt á Íslandi, og mörg málin miða að því að laga handónýtt almannatryggingakerfi. Lítið hefur verið gert í þeim málum frá hruni, en nú hefur félags- og vinnumarkaðsráðherra lagt fram frumvarp um endurskoðun örorku almannatrygginga. Sumt af því sem kemur fram í frumvarpinu mætti túlka sem „skref í rétta átt“, en erfitt er að skilja af hverju ráðherra tekur hænuskref þegar ástandið kallar á að stigið verði miklu fastar til jarðar. Þó að frumvarp ráðherrans verði samþykkt, þá verður framfærsla örorkulífeyrisþega áfram alltof lág. Það þarf að bæta kjör þeirra sem hafa engin tækifæri til tekjuöflunar í samræmi við markmiðið um hækkun örorkulífeyris í lágmarkslaun. Frumvarp ráðherra tryggir ekki að kjör lífeyrisþega muni fylgja launaþróun, sem þýðir áframhaldandi kjaragliðnun og vaxandi stéttaskiptingu. Kostnaðarmat vantar á áhrifum breytinganna á útgjöld sveitarfélaga og of miklar væntingar eru gerðar til félagsþjónustu sveitarfélaga án þess að skýrt sé hvernig verkefnin verða fjármögnuð. Heilsugæslan, sem nú þegar er komin langt yfir öll þolmörk, þarf að bæta á sig verkefnum samkvæmt frumvarpinu, án skýringa um fjármögnun þeirra verkefna. Engin úttekt hefur verið gerð á því hvernig þeir öryrkjar sem njóta réttinda í dag munu falla að nýju kerfi. Ekki höfum við fengið útskýringar á því hvernig hægt er að koma í veg fyrir gildrur í hinu nýja örorkukerfinu sem fólk getur, og mun falla í, svokallaðar fátæktargildrur. Engar kannanir hafa verið gerðar á vilja atvinnuveitenda til að ráða öryrkja í vinnu, sem er algjör frumforsenda frumvarpsins – Þeir hafa ekki sýnt mikinn áhuga á því verkefni hingað til. Því vantar í frumvarpið aðgerðir sem tryggja aukið aðgengi öryrkja að störfum. Lækkun á aldurstengdri örorkuuppbót og heimilisuppbót dregur úr jöfnuði og festir aldraða og þá sem búa einir í viðkvæmri stöðu. Einnig er óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin dregur enn og aftur lappirnar í að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. Lengi hafa öryrkjar þurft að umbera stjórnmálamenn sem láta fögur orð falla um eigin aðgerðir sem, þrátt fyrir að vera ófullnægjandi, eru „skref í rétta átt“. Það er allt gott og vel, en ég tel að stjórnmálamenn ættu að fylgja orðum Katrínar Jakobsdóttur. Þegar hún sat í stjórnarandstöðu sagði hún „að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu er það sama og að neita því um réttlæti“. Ég vil ekki bíða lengur, en því miður virðist Flokkur fólksins vera eini stjórnmálaflokkurinn sem vill í alvörunni laga þetta almannatryggingakerfi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Félagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Svanberg Hreinsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það velur enginn það hlutskipti að verða öryrki. Ef ég hefði haft val þá hefði ég valið heilsu, valið að vera laus við verki og vanlíðan. En svona er lífið og það sem kom fyrir mig gæti komið fyrir þig. Einn daginn er maður heilbrigður, en svo eins og þruma úr heiðskíru lofti þá er lífi manns snúið á hvolf. Ef maður hefur ekki heilsu þá hefur maður ekki neitt. Hér á Íslandi hafa þessi orð bókstaflega merkingu. Þeir sem veikjast og verða öryrkjar, eru dæmdir til að búa við fátækt. Þeir hafa „ekki neitt“. Fjölskyldur upplifa kvíða fyrir hverja búðarferð og margir neyðast til að lifa á hrísgrjónum og brauði. Foreldrar geta ekki veitt börnum sínum nokkurn skapaðan hlut fyrir utan sárustu nauðsynjar. Engin frístund, engar íþróttir, ekkert. Þau horfa upp á litlu snillingana sína upplifa harðan blákaldan veruleikann allt of snemma á lífsleiðinni, þar sem þau geta ekki staðið jafnfætis öðrum börnum. Ég þekki sjálfur hvernig það er að búa við fátækt. Ég þekki hvernig það er að vera bjargarlaus þrátt fyrir vilja og baráttu til að brjótast út úr þeirri fátækt. Það þekkja líka þúsundir Íslendingar sem búa við fátækt í dag. Ég tel það hlutverk samfélagsins að koma á móts við fátækt fólk, að draga það í land í stað þess að horfa á það drukkna. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda frumvarpa og tillagna til að berjast gegn fátækt á Íslandi, og mörg málin miða að því að laga handónýtt almannatryggingakerfi. Lítið hefur verið gert í þeim málum frá hruni, en nú hefur félags- og vinnumarkaðsráðherra lagt fram frumvarp um endurskoðun örorku almannatrygginga. Sumt af því sem kemur fram í frumvarpinu mætti túlka sem „skref í rétta átt“, en erfitt er að skilja af hverju ráðherra tekur hænuskref þegar ástandið kallar á að stigið verði miklu fastar til jarðar. Þó að frumvarp ráðherrans verði samþykkt, þá verður framfærsla örorkulífeyrisþega áfram alltof lág. Það þarf að bæta kjör þeirra sem hafa engin tækifæri til tekjuöflunar í samræmi við markmiðið um hækkun örorkulífeyris í lágmarkslaun. Frumvarp ráðherra tryggir ekki að kjör lífeyrisþega muni fylgja launaþróun, sem þýðir áframhaldandi kjaragliðnun og vaxandi stéttaskiptingu. Kostnaðarmat vantar á áhrifum breytinganna á útgjöld sveitarfélaga og of miklar væntingar eru gerðar til félagsþjónustu sveitarfélaga án þess að skýrt sé hvernig verkefnin verða fjármögnuð. Heilsugæslan, sem nú þegar er komin langt yfir öll þolmörk, þarf að bæta á sig verkefnum samkvæmt frumvarpinu, án skýringa um fjármögnun þeirra verkefna. Engin úttekt hefur verið gerð á því hvernig þeir öryrkjar sem njóta réttinda í dag munu falla að nýju kerfi. Ekki höfum við fengið útskýringar á því hvernig hægt er að koma í veg fyrir gildrur í hinu nýja örorkukerfinu sem fólk getur, og mun falla í, svokallaðar fátæktargildrur. Engar kannanir hafa verið gerðar á vilja atvinnuveitenda til að ráða öryrkja í vinnu, sem er algjör frumforsenda frumvarpsins – Þeir hafa ekki sýnt mikinn áhuga á því verkefni hingað til. Því vantar í frumvarpið aðgerðir sem tryggja aukið aðgengi öryrkja að störfum. Lækkun á aldurstengdri örorkuuppbót og heimilisuppbót dregur úr jöfnuði og festir aldraða og þá sem búa einir í viðkvæmri stöðu. Einnig er óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin dregur enn og aftur lappirnar í að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. Lengi hafa öryrkjar þurft að umbera stjórnmálamenn sem láta fögur orð falla um eigin aðgerðir sem, þrátt fyrir að vera ófullnægjandi, eru „skref í rétta átt“. Það er allt gott og vel, en ég tel að stjórnmálamenn ættu að fylgja orðum Katrínar Jakobsdóttur. Þegar hún sat í stjórnarandstöðu sagði hún „að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu er það sama og að neita því um réttlæti“. Ég vil ekki bíða lengur, en því miður virðist Flokkur fólksins vera eini stjórnmálaflokkurinn sem vill í alvörunni laga þetta almannatryggingakerfi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar