Sagðist saklaus af því að hafa drepið með eitruðum sveppum Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2024 08:59 Teikning af Erin Patterson í dómsal í nóvember. Hún er ákærð fyrir þrjú morð og fimm morðtilraunir. AP/Anita Lester/AAP Áströlsk kona sem er ákærð fyrir að valda dauða þriggja manna með því að gefa þeim eitraða sveppi lýsti yfir sakleysi sínu þegar málið kom fyrir dómara í dag. Hún heldur því fram að hún hafi ekki eitrað vísvitandi fyrir fólkinu. Þrír gestir létust og einn veiktist alvarlega eftir matarboð hjá Erin Patterson í Viktoríuríki í Ástralíu júlí í fyrra. Gestirnir voru foreldrar fyrrverandi eiginmanns Patterson, móðursystir hans og eiginmaður hennar. Í ljós kom að grænserkur, einn eitraðasti sveppur heims, var í réttinum sem Patterson bauð upp á, Wellington-steik. Böndin bárust fljótt að Patterson þar sem hún slapp ein ósködduð frá máltíðinni banvænu. Hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu og hélt því áfram þegar hún tók formlega afstöðu til sakarefnisins fyrir dómstól í Latrobe-dal í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrrverandi eiginmanni Patterson var boðið í matarboðið örlagaríka en hann hætti við á síðustu stundu. Lögreglan sakar Patterson um að hafa reynt að ráða honum bana þrisvar sinnum til viðbótar á milli 2021 og 2022. Réttarhöld í málinu eiga að hefjast fyrir Hæstarétti Viktoríu í Melbourne 23. maí. Hún er ákærð fyrir morð á fyrrverandi tengdaforeldrum sínum og systur tengdamóðurinnar og tilraun til að myrða eiginmann systurinnar og fyrrverandi eiginmann sinn í fjórgang. Patterson hefur setið í fangelsi í Melbourne frá því að hún var handtekin í nóvember. Hún hefur ekki sóst eftir því að vera látin laus gegn tryggingu. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44 Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Þrír gestir létust og einn veiktist alvarlega eftir matarboð hjá Erin Patterson í Viktoríuríki í Ástralíu júlí í fyrra. Gestirnir voru foreldrar fyrrverandi eiginmanns Patterson, móðursystir hans og eiginmaður hennar. Í ljós kom að grænserkur, einn eitraðasti sveppur heims, var í réttinum sem Patterson bauð upp á, Wellington-steik. Böndin bárust fljótt að Patterson þar sem hún slapp ein ósködduð frá máltíðinni banvænu. Hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu og hélt því áfram þegar hún tók formlega afstöðu til sakarefnisins fyrir dómstól í Latrobe-dal í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrrverandi eiginmanni Patterson var boðið í matarboðið örlagaríka en hann hætti við á síðustu stundu. Lögreglan sakar Patterson um að hafa reynt að ráða honum bana þrisvar sinnum til viðbótar á milli 2021 og 2022. Réttarhöld í málinu eiga að hefjast fyrir Hæstarétti Viktoríu í Melbourne 23. maí. Hún er ákærð fyrir morð á fyrrverandi tengdaforeldrum sínum og systur tengdamóðurinnar og tilraun til að myrða eiginmann systurinnar og fyrrverandi eiginmann sinn í fjórgang. Patterson hefur setið í fangelsi í Melbourne frá því að hún var handtekin í nóvember. Hún hefur ekki sóst eftir því að vera látin laus gegn tryggingu.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44 Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44
Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28