Atburðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs því sem næst „óraunverulegir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. maí 2024 19:49 Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur er svartsýn á að menn nái að semja um vopnahlé. Stöð 2 Ísraelsher sendi eldsnemma í morgun skriðdreka inn í Rafah-borg og tugir létust í loftárásum þeirra. Alþjóðastjórnmálafræðingur er svartsýn á að vopnahlé sé í nánd þrátt fyrir yfirstandandi viðræður. Það er í gegnum Rafah-landamærastöðina sem hjálpargögn hafa helst borist almennum borgurum en landamærastöðin hefur líka verið eina útgönguleiðin fyrir íbúa Gasa. Í borginni er fjöldinn allur á vergangi og talið er að um rúm milljón Palestínumanna hafist þar við í tjöldum eða yfirfullum íbúðum. Í nótt létust tuttugu og þrír óbreyttir borgarar í loftárásum Ísraels, þar af sex börn. Allherjarinnrás í Rafah „martraðakennd mannúðarkrísa“ Ýmsir þjóðarleiðtogar og forsvarsmenn mannúðarsamtaka vara Ísraelsmenn við frekari árásum á Rafah. Þeirra á meðal er Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Jafnvel bestu vinir Ísraels tala skýru máli: Árás á Rafah væri hernaðarlegt glappaskot, pólitískt hörmungarástand og martraðakennd mannúðarkrísa,“ sagði Guterres í ávarpi í dag. Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, segir árásirnar tengjast samningaviðræðum Ísrael og Hamas. Hún er ekki bjartsýn á að samkomulag náist. „Ísrael vill eingöngu veita 40 daga vopnahlé og fá leysta úr haldi gísla til þess að koma til móts við kröfur almennings í Ísrael en á sama tíma vilja þeir ekki láta af því markmiði að gera hernaðarárás á Rafah vegna þess að það er síðasta vígið við að uppræta Hamas, og það er markmið þessarar ríkisstjórnar. Hamas liðar vilja að átökunum linni og Ísrael dragi herafla sinn til baka.“ Atburðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs séu því sem næst óraunverulegir. „Þetta er rosalega furðuleg staða. Þetta er eins og að verða vitni að einhverju raunveruleikasjónvarpi sem er allt svo óraunverulegt. Þarna eru 35 þúsund manns látnir, tæplega 80 þúsund manns særðir og 1139 sem létust í árásum Hamas og það eru réttarhöld í gangi um meint þjóðarmorð.“ Ekkert fái stöðvað árásir nema þrýstingur utan frá Spurningin nú sé hvort alþjóðasamfélagið finni leiðir til að halda aftur af ríkisstjórn Netanjahú. „Hann er búinn að lýsa því yfir hvað hann ætli að gera og hann er að gera það. Þá er spurning hvað gerist í kjölfarið. Koma til slit á stjórnmálasamskiptum? Koma til viðskiptaþvinganir? Hvað gera þá ríkin í ljósi þess að árásir á Rafah eru hafnar og munu líklega halda áfram nema það komi einhver gífurlegur þrýstingur utan frá.“ Magnea segir að erfitt sé vita hvort menn mæti til viðræðna af heilum hug því hana gruni að Netanjahú vilji draga stríðið fram yfir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. „Ef Trump myndi komast aftur til valda þá væri Netanjahú hugsanlega kominn með bandamenn sem gerði það að verkum að hann myndi ná fram þeim markmiðum sem hann vill ná fram, sem yrðu ekki góðar fregnir fyrir Palestínumenn sem vilja sjá frjálsa Palestínu,“ segir Magnea. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir Bandaríkjamenn þurfa að þrýsta á Ísraela Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að gera þurfi þá kröfu á ráðamenn í Bandaríkjunum að þeir beiti ríkisstjórn Ísraels mun meiri þrýstingi um að leggja niður vopn. Það sé besta leiðin til að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. 7. maí 2024 16:28 Ísraelsmenn í aðgerðum í Rafah og taka yfir landamærastöðina Ísraelsher stendur nú í aðgerðum í Rafah og hefur tekið yfir landamærastöðina í borginni, sem aðskilur Egyptaland og Gasa. Landamærin virðast vera lokuð eins og er. 7. maí 2024 06:40 Tillagan „langt frá“ grundvallarkröfum Ísraela Ísraelsher hóf loftárásir á Rafah-borg á Gasa stuttu eftir að í ljós kom að Ísraelar kæmu ekki til með að samþykkja þá vopnahléstillögu sem Hamas-samtökin samþykktu fyrr í dag. 6. maí 2024 23:26 Hamas samþykkir vopnahléstillögu Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa samþykkt vopnahléstillögu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi hringt í forsætisráðherra Katar og upplýsingaráðherra Egyptlands í dag og tilkynnt þeim að tillagan hefði verið samþykkt. 6. maí 2024 16:55 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Það er í gegnum Rafah-landamærastöðina sem hjálpargögn hafa helst borist almennum borgurum en landamærastöðin hefur líka verið eina útgönguleiðin fyrir íbúa Gasa. Í borginni er fjöldinn allur á vergangi og talið er að um rúm milljón Palestínumanna hafist þar við í tjöldum eða yfirfullum íbúðum. Í nótt létust tuttugu og þrír óbreyttir borgarar í loftárásum Ísraels, þar af sex börn. Allherjarinnrás í Rafah „martraðakennd mannúðarkrísa“ Ýmsir þjóðarleiðtogar og forsvarsmenn mannúðarsamtaka vara Ísraelsmenn við frekari árásum á Rafah. Þeirra á meðal er Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Jafnvel bestu vinir Ísraels tala skýru máli: Árás á Rafah væri hernaðarlegt glappaskot, pólitískt hörmungarástand og martraðakennd mannúðarkrísa,“ sagði Guterres í ávarpi í dag. Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, segir árásirnar tengjast samningaviðræðum Ísrael og Hamas. Hún er ekki bjartsýn á að samkomulag náist. „Ísrael vill eingöngu veita 40 daga vopnahlé og fá leysta úr haldi gísla til þess að koma til móts við kröfur almennings í Ísrael en á sama tíma vilja þeir ekki láta af því markmiði að gera hernaðarárás á Rafah vegna þess að það er síðasta vígið við að uppræta Hamas, og það er markmið þessarar ríkisstjórnar. Hamas liðar vilja að átökunum linni og Ísrael dragi herafla sinn til baka.“ Atburðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs séu því sem næst óraunverulegir. „Þetta er rosalega furðuleg staða. Þetta er eins og að verða vitni að einhverju raunveruleikasjónvarpi sem er allt svo óraunverulegt. Þarna eru 35 þúsund manns látnir, tæplega 80 þúsund manns særðir og 1139 sem létust í árásum Hamas og það eru réttarhöld í gangi um meint þjóðarmorð.“ Ekkert fái stöðvað árásir nema þrýstingur utan frá Spurningin nú sé hvort alþjóðasamfélagið finni leiðir til að halda aftur af ríkisstjórn Netanjahú. „Hann er búinn að lýsa því yfir hvað hann ætli að gera og hann er að gera það. Þá er spurning hvað gerist í kjölfarið. Koma til slit á stjórnmálasamskiptum? Koma til viðskiptaþvinganir? Hvað gera þá ríkin í ljósi þess að árásir á Rafah eru hafnar og munu líklega halda áfram nema það komi einhver gífurlegur þrýstingur utan frá.“ Magnea segir að erfitt sé vita hvort menn mæti til viðræðna af heilum hug því hana gruni að Netanjahú vilji draga stríðið fram yfir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. „Ef Trump myndi komast aftur til valda þá væri Netanjahú hugsanlega kominn með bandamenn sem gerði það að verkum að hann myndi ná fram þeim markmiðum sem hann vill ná fram, sem yrðu ekki góðar fregnir fyrir Palestínumenn sem vilja sjá frjálsa Palestínu,“ segir Magnea.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir Bandaríkjamenn þurfa að þrýsta á Ísraela Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að gera þurfi þá kröfu á ráðamenn í Bandaríkjunum að þeir beiti ríkisstjórn Ísraels mun meiri þrýstingi um að leggja niður vopn. Það sé besta leiðin til að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. 7. maí 2024 16:28 Ísraelsmenn í aðgerðum í Rafah og taka yfir landamærastöðina Ísraelsher stendur nú í aðgerðum í Rafah og hefur tekið yfir landamærastöðina í borginni, sem aðskilur Egyptaland og Gasa. Landamærin virðast vera lokuð eins og er. 7. maí 2024 06:40 Tillagan „langt frá“ grundvallarkröfum Ísraela Ísraelsher hóf loftárásir á Rafah-borg á Gasa stuttu eftir að í ljós kom að Ísraelar kæmu ekki til með að samþykkja þá vopnahléstillögu sem Hamas-samtökin samþykktu fyrr í dag. 6. maí 2024 23:26 Hamas samþykkir vopnahléstillögu Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa samþykkt vopnahléstillögu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi hringt í forsætisráðherra Katar og upplýsingaráðherra Egyptlands í dag og tilkynnt þeim að tillagan hefði verið samþykkt. 6. maí 2024 16:55 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Segir Bandaríkjamenn þurfa að þrýsta á Ísraela Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að gera þurfi þá kröfu á ráðamenn í Bandaríkjunum að þeir beiti ríkisstjórn Ísraels mun meiri þrýstingi um að leggja niður vopn. Það sé besta leiðin til að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. 7. maí 2024 16:28
Ísraelsmenn í aðgerðum í Rafah og taka yfir landamærastöðina Ísraelsher stendur nú í aðgerðum í Rafah og hefur tekið yfir landamærastöðina í borginni, sem aðskilur Egyptaland og Gasa. Landamærin virðast vera lokuð eins og er. 7. maí 2024 06:40
Tillagan „langt frá“ grundvallarkröfum Ísraela Ísraelsher hóf loftárásir á Rafah-borg á Gasa stuttu eftir að í ljós kom að Ísraelar kæmu ekki til með að samþykkja þá vopnahléstillögu sem Hamas-samtökin samþykktu fyrr í dag. 6. maí 2024 23:26
Hamas samþykkir vopnahléstillögu Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa samþykkt vopnahléstillögu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi hringt í forsætisráðherra Katar og upplýsingaráðherra Egyptlands í dag og tilkynnt þeim að tillagan hefði verið samþykkt. 6. maí 2024 16:55