Bleyjur og klósettpappír áhorfenda kostuðu ÍBV Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2024 11:31 Stuðningsmenn ÍBV voru að vanda öflugir í úrslitakeppninni en einhverjir þeirra fóru yfir strikið að mati aganefndar HSÍ. Myndin tengist greininni óbeint. vísir/Hulda Margrét Hegðun stuðningsmanna ÍBV í Kaplakrika á dögunum hefur nú leitt til þess að handknattleiksdeild félagsins hefur verið sektuð af aganefnd HSÍ. Hluti stuðningsmanna ÍBV tók sig til og kastaði bæði bleyjum og klósettpappír inn á völlinn í Kaplakrika, í þriðja leik einvígis FH og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla. Leik sem Íslandsmeistararnir unnu, eftir tvö töp í fyrstu leikjunum við FH. Þetta gerðu stuðningsmennirnir í fyrstu sókn FH, eftir að ÍBV hafði byrjað leikinn í sókn, og þurfti að stöðva leikinn til að sópa pappír og bleyjum af velinum. Málið fór inn á borð aganefndar HSÍ sem nú hefur sektað ÍBV um 25.000 krónur. Í niðurstöðu aganefndar segir: „Í 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál kemur fram að „ef áhorfendur, þar með taldir forystumenn félaga, gerast sekir um vítaverða eða hættulega framkomu gagnvart leikmönnum, dómurum eða starfsmönnum leiks, er aganefnd heimilt að sekta viðkomandi félag þar sem leikurinn fer fram sem og gestaliðið í sérstökum tilvikum.“ Aganefnd telur ljóst að umrætt atvik uppfylli öll skilyrði 1. mgr. 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.“ „Engin vanvirðing og enginn meiddi sig“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem að stuðningsmenn ÍBV kasta klósettpappír inn á völlinn í upphafi leiks, því það gerðu þeir að minnsta kosti einnig á Ásvöllum í leik við Hauka í 8-liða úrslitum. Í þeim leik áttu Haukar fyrstu sóknina, og var leikurinn því alveg nýhafinn þegar klósettpappírnum var kastað. Stuðningsmenn ÍBV eiga í góðu sambandi við leikmenn og hafa ósjaldan fagnað með þeim síðustu ár, enda liðið ríkjandi Íslandsmeistari.vísir/Hulda Margrét Eyjamönnum var ekki refsað fyrir þetta og eftir leikinn við Hauka sagði þjálfari ÍBV, Magnús Stefánsson, að hafa mætti gaman af uppátækinu: „Þetta var engin vanvirðing og það var enginn sem meiddi sig og enginn sem var særður eftir þetta. Eftir á getum við hlegið að þessu og gerir þetta ekki gott sjónvarp ennþá betra? Haukar skutu líka einhverju inn á í seinni hálfleik og það þurfti að sópa og þetta er alveg fyndið. Það má hafa gaman af þessu á meðan það er ekki verið að kasta hlutum í fólk,“ sagði Magnús, ánægður með þann frábæra stuðning sem Eyjamenn fengu almennt í úrslitakeppninni. „Að fólk skuli mæta eldsnemma í Herjólf til þess að fara á einn handboltaleik er ótrúlegt og þvílíkt styrkleikamerki fyrir okkur og þetta sýnir hvað við eigum gott fólk sem er tilbúið að leggja þetta á sig og menn finna fyrir ábyrgð og verða að vera með góða sýningu. Þetta eru áhorfendurnir okkar og við erum bara leikararnir. Það er ekki annað hægt en að hrífast með og hafa gaman,“ sagði Magnús eftir leikinn við Hauka. Eyjamenn slógu út Hauka og áttu í hörkueinvígi við FH en töpuðu að lokum í oddaleik og eru því farnir í sumarfrí. FH spilar hins vegar til úrslita við sigurliðið úr einvígi Aftureldingar og Vals. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Hluti stuðningsmanna ÍBV tók sig til og kastaði bæði bleyjum og klósettpappír inn á völlinn í Kaplakrika, í þriðja leik einvígis FH og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla. Leik sem Íslandsmeistararnir unnu, eftir tvö töp í fyrstu leikjunum við FH. Þetta gerðu stuðningsmennirnir í fyrstu sókn FH, eftir að ÍBV hafði byrjað leikinn í sókn, og þurfti að stöðva leikinn til að sópa pappír og bleyjum af velinum. Málið fór inn á borð aganefndar HSÍ sem nú hefur sektað ÍBV um 25.000 krónur. Í niðurstöðu aganefndar segir: „Í 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál kemur fram að „ef áhorfendur, þar með taldir forystumenn félaga, gerast sekir um vítaverða eða hættulega framkomu gagnvart leikmönnum, dómurum eða starfsmönnum leiks, er aganefnd heimilt að sekta viðkomandi félag þar sem leikurinn fer fram sem og gestaliðið í sérstökum tilvikum.“ Aganefnd telur ljóst að umrætt atvik uppfylli öll skilyrði 1. mgr. 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.“ „Engin vanvirðing og enginn meiddi sig“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem að stuðningsmenn ÍBV kasta klósettpappír inn á völlinn í upphafi leiks, því það gerðu þeir að minnsta kosti einnig á Ásvöllum í leik við Hauka í 8-liða úrslitum. Í þeim leik áttu Haukar fyrstu sóknina, og var leikurinn því alveg nýhafinn þegar klósettpappírnum var kastað. Stuðningsmenn ÍBV eiga í góðu sambandi við leikmenn og hafa ósjaldan fagnað með þeim síðustu ár, enda liðið ríkjandi Íslandsmeistari.vísir/Hulda Margrét Eyjamönnum var ekki refsað fyrir þetta og eftir leikinn við Hauka sagði þjálfari ÍBV, Magnús Stefánsson, að hafa mætti gaman af uppátækinu: „Þetta var engin vanvirðing og það var enginn sem meiddi sig og enginn sem var særður eftir þetta. Eftir á getum við hlegið að þessu og gerir þetta ekki gott sjónvarp ennþá betra? Haukar skutu líka einhverju inn á í seinni hálfleik og það þurfti að sópa og þetta er alveg fyndið. Það má hafa gaman af þessu á meðan það er ekki verið að kasta hlutum í fólk,“ sagði Magnús, ánægður með þann frábæra stuðning sem Eyjamenn fengu almennt í úrslitakeppninni. „Að fólk skuli mæta eldsnemma í Herjólf til þess að fara á einn handboltaleik er ótrúlegt og þvílíkt styrkleikamerki fyrir okkur og þetta sýnir hvað við eigum gott fólk sem er tilbúið að leggja þetta á sig og menn finna fyrir ábyrgð og verða að vera með góða sýningu. Þetta eru áhorfendurnir okkar og við erum bara leikararnir. Það er ekki annað hægt en að hrífast með og hafa gaman,“ sagði Magnús eftir leikinn við Hauka. Eyjamenn slógu út Hauka og áttu í hörkueinvígi við FH en töpuðu að lokum í oddaleik og eru því farnir í sumarfrí. FH spilar hins vegar til úrslita við sigurliðið úr einvígi Aftureldingar og Vals.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira