Eiginkona Jokic í hjartnæmu myndbandi um þann besta Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 09:31 Nikola Jokic er verðmætastur í NBA-deildinni og mikill fjölskyldumaður en hérna fagnar hann meistaratitlinum í fyrra með eiginkonu sinni og dóttur. Getty/AAron Ontiveroz Serbneski miðherjinn Nikola Jokic var í gær útnefndur verðmætasti leikmaður (e. MVP) NBA-deildarinnar í körfubolta í þriðja sinn og er kominn í hóp með Larry Bird og Magic Johnson. Jokic hafði áður verið valinn árin 2021 og 2022 en varð í 2. sæti í kjörinu í fyrra. Hann er aðeins sá níundi í sögunni sem valinn er bestur þrisvar sinnum eða oftar, og óhætt að segja að hann sé kominn í hóp með miklum goðsögnum. Auk Jokic hafa þeir Larry Bird, Magic Johnson og Moses Malone hlotið verðlaunin þrisvar sinnum hver. Kareem Abdul-Jabbar var valinn sex sinnum, Michael Jordan og Bill Russell fimm sinnum, og Wilt Chamberlain og LeBron James fjórum sinnum. „Þetta er sérstök stund sem ég á eflaust eftir að muna alla mína ævi,“ sagði Jokic sem er 29 ára gamall. „Þetta er eitthvað til að njóta eftir að ferlinum lýkur,“ bætti hann við. Eiginkona hans, Natalija, talar inn á afar hjartnæmt myndband í tilefni verðlaunanna þar sem farið er yfir það hvernig Jokic hefur nú tekist það sem enginn bjóst við, og um leið verið frábær fjölskyldumaður. More than an MVP. pic.twitter.com/LtVjlNkK9b— Denver Nuggets (@nuggets) May 8, 2024 Shai Gilgeous-Alexander úr Oklahoma City Thunder varð í 2. sæti að þessu sinni og Luka Doncic úr Dallas Mavericks í 3. sæti. Jokic hefur að meðaltali skorað 26,4 stig í leik með Denver Nuggets í vetur, tekið 12,4 fráköst og átt níu stoðsendingar. Hann hefur 25 sinnum náð þrefaldri tvennu í leik. Denver endaði í 2. sæti vesturdeildarinnar en titilvörn liðsins í úrslitakeppninni gengur ekki vel sem stendur. Liðið er 2-0 undir gegn Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Brunson hristi af sér meiðsli og Knicks unnu aftur Í undanúrslitum austurdeildarinnar tókst New York Knicks að komast í 2-0 gegn Indiana Pacers með 130-121 sigri. Jalen Brunson varð að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla í fæti, þegar New York var 24-17 yfir, og Indiana komst í 73-63 áður en Brunson sneri aftur inn á. Hann endaði með 24 stig í leiknum. NBA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Jokic hafði áður verið valinn árin 2021 og 2022 en varð í 2. sæti í kjörinu í fyrra. Hann er aðeins sá níundi í sögunni sem valinn er bestur þrisvar sinnum eða oftar, og óhætt að segja að hann sé kominn í hóp með miklum goðsögnum. Auk Jokic hafa þeir Larry Bird, Magic Johnson og Moses Malone hlotið verðlaunin þrisvar sinnum hver. Kareem Abdul-Jabbar var valinn sex sinnum, Michael Jordan og Bill Russell fimm sinnum, og Wilt Chamberlain og LeBron James fjórum sinnum. „Þetta er sérstök stund sem ég á eflaust eftir að muna alla mína ævi,“ sagði Jokic sem er 29 ára gamall. „Þetta er eitthvað til að njóta eftir að ferlinum lýkur,“ bætti hann við. Eiginkona hans, Natalija, talar inn á afar hjartnæmt myndband í tilefni verðlaunanna þar sem farið er yfir það hvernig Jokic hefur nú tekist það sem enginn bjóst við, og um leið verið frábær fjölskyldumaður. More than an MVP. pic.twitter.com/LtVjlNkK9b— Denver Nuggets (@nuggets) May 8, 2024 Shai Gilgeous-Alexander úr Oklahoma City Thunder varð í 2. sæti að þessu sinni og Luka Doncic úr Dallas Mavericks í 3. sæti. Jokic hefur að meðaltali skorað 26,4 stig í leik með Denver Nuggets í vetur, tekið 12,4 fráköst og átt níu stoðsendingar. Hann hefur 25 sinnum náð þrefaldri tvennu í leik. Denver endaði í 2. sæti vesturdeildarinnar en titilvörn liðsins í úrslitakeppninni gengur ekki vel sem stendur. Liðið er 2-0 undir gegn Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Brunson hristi af sér meiðsli og Knicks unnu aftur Í undanúrslitum austurdeildarinnar tókst New York Knicks að komast í 2-0 gegn Indiana Pacers með 130-121 sigri. Jalen Brunson varð að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla í fæti, þegar New York var 24-17 yfir, og Indiana komst í 73-63 áður en Brunson sneri aftur inn á. Hann endaði með 24 stig í leiknum.
NBA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti