Slóvakar unnu mjög óvæntan útisigur á sterku liði Póllands, 28-29 en Slóvakía hefur ekki komist í lokakeppni HM síðan 2011. Fáir ef einhverjir reiknuðu með útisigri í þessum leik, í það minnsta ef litið er á stuðulinn hjá veðbönkum.
World Championship 2025 Qualifiers:
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 9, 2024
Poland 28-29 Slovakia
Before the match odds 20(!) on Slovakia.
Sensational result by Slovakia who haven’t participated in a World Championship since 2011! Great match by the biggest star of Slovakia, goalkeeper Igor Chypryna, and Briatka… pic.twitter.com/KVZv23XnAI
Þá vann Ítalía góðan sex marka heimasigur á Svartfjallalandi, 32-26. Ítalía hefur aðeins einu sinni áður komist í lokakeppnina, en það var árið 1997 í Japan.
Önnur úrslit dagsins
Georgía - Austurríki 25-27
Litháen - Ungverjaland 26-33
Slóvenía - Sviss 26-27
Portúgal - Bosnía og Hersegóvína 29-19