Ísraelsstjórn vígreif þrátt fyrir viðsnúning Bandaríkjamanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2024 06:21 Þúsundir hafa flúið Rafah eftir að Ísraelsher boðaði rýmingu svæðis þar sem ráðist var í aðgerðir. AP/Abdel Kareem Hana „Ég ávarpa óvini Ísrael og einnig okkar bestu vini og segi; Ísraelsríki verður ekki haldið niðri,“ sagði Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, eftir að greint var frá því að Bandaríkjamenn hygðust láta af vopnasendingum til landsins. Gallant ítrekaði afstöðu Ísraelsstjórnar og sagði hana myndu gera allt til að vernda ríkisborgara sína og standa gegn þeim sem freistuðu þess að tortíma Ísrael. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í kjölfar aðgerða Ísraelshers á afmörkuðu svæði í Rafah að Bandaríkjamenn myndu falla frá því að senda Ísrael vopn sem hægt væri að nota á þéttbýlum svæðum í borginni. Bandaríkjastjórn hefur haft þá afstöðu í nokkurn tíma, og gert Ísraelsmönnum grein fyrir því, að hún styðji ekki áhlaup á Rafah, þar sem mannfallið gæti orðið gríðarlegt. Talsmaður Ísraelshers sagði í gær að ákvörðun Biden skipti engu; herinn byggi nú þegar að nægum vopnum til að ná markmiðum sínum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, var einnig vígreifur og sagði Ísraelsmenn myndu standa eina ef til þess kæmi. John F. Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Biden styddi enn markmið Ísrael að útrýma Hamas en forsetinn teldi að það væri ekki lausnin að ráðast inn í Rafah. Ísraelsmenn segja leiðtoga Hamas og fjórar herdeildir hafast við í borginni og aðgerðirnar á dögunum eru meðal annars sagðar hafa beinst gegn göngum og öðrum innviðum Hamas á svæðinu. Hlé var gert á vopnahlésviðræðum í gær og hefur New York Times eftir heimildarmanni að það mætti meðal annars rekja til þess að Ísraelar hefðu tekið yfir landamærin að Egyptalandi. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Gallant ítrekaði afstöðu Ísraelsstjórnar og sagði hana myndu gera allt til að vernda ríkisborgara sína og standa gegn þeim sem freistuðu þess að tortíma Ísrael. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í kjölfar aðgerða Ísraelshers á afmörkuðu svæði í Rafah að Bandaríkjamenn myndu falla frá því að senda Ísrael vopn sem hægt væri að nota á þéttbýlum svæðum í borginni. Bandaríkjastjórn hefur haft þá afstöðu í nokkurn tíma, og gert Ísraelsmönnum grein fyrir því, að hún styðji ekki áhlaup á Rafah, þar sem mannfallið gæti orðið gríðarlegt. Talsmaður Ísraelshers sagði í gær að ákvörðun Biden skipti engu; herinn byggi nú þegar að nægum vopnum til að ná markmiðum sínum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, var einnig vígreifur og sagði Ísraelsmenn myndu standa eina ef til þess kæmi. John F. Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Biden styddi enn markmið Ísrael að útrýma Hamas en forsetinn teldi að það væri ekki lausnin að ráðast inn í Rafah. Ísraelsmenn segja leiðtoga Hamas og fjórar herdeildir hafast við í borginni og aðgerðirnar á dögunum eru meðal annars sagðar hafa beinst gegn göngum og öðrum innviðum Hamas á svæðinu. Hlé var gert á vopnahlésviðræðum í gær og hefur New York Times eftir heimildarmanni að það mætti meðal annars rekja til þess að Ísraelar hefðu tekið yfir landamærin að Egyptalandi.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira