Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. maí 2024 08:00 Gígantísk neysla, barneignir, ástir, glæpir, fangelsi og athvarf fyrir heimilislausa einkenndi líf Ástu Kristmannsdóttur lengi vel en neyslusaga hennar spannar 30 ár. Allt þar til hún loksins náði að snúa við blaðinu, þá 45 ára, tveggja barna móðir og 47 kíló. Í dag býr Ásta í Danmörku og starfar í fjarvinnu sem viðurkenndur bókari. „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. Sem þá var orðin 43 ára og þegar búin að vera í neyslu þar sem nánast öll efni koma við sögu: Amfetamín, sýra, heróín, hass.... Þegar verst var, átti Ásta hvergi heima. „Ég gleymi því aldrei þegar ég fékk húslykil að Dyngjunni,“ segir Ásta. Sem rifjar líka upp dvölina í Kvennafangelsinu, sem hún sagði alls ekkert svo slæma. Eiginlega frekar eins og heilsuhæli. „Maður var í fríu húsnæði og fæði, að vinna og síðan fékk ég örorkubæturnar líka þannig að ég átti fullt af pening þegar ég kom út.“ Svo sannarlega er lífið breytt í dag. Því nú býr Ásta í Danmörku, þar sem dætur hennar tvær, tengdasynir og þrjú barnabörn búa líka. Þaðan starfar Ásta í fjarvinnu sem bókari hjá frábærum vinnuveitanda og unir sér vel. Ásta er þó nýbúin í brjóstnámi enda greind með krabbamein í desember síðastliðnum. „Ég var rosalega hrædd við að falla. En ég hef alltaf verið dugleg að segja öllum læknum og öðrum frá minni neyslusögu,“ segir Ásta þegar krabbameinið er rætt. En varstu ekkert hrædd við sjúkdóminn sjálfan: Krabbameinið? „Nei,“ svarar Ásta að bragði. „Ég var meira að hugsa um að ég myndi aldrei vilja falla aftur.“ Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Mæðradagurinn er í dag og af því tilefni heyrum við sögu um hvernig lífið í neyslu getur litið út: Fyrir og eftir. Og hvernig stuðningur til menntunar getur skipt sköpum. Þegar himnarnir opnuðust Það er magnað að fara í gegnum söguna með Ástu. Þar sem hún situr fyrir framan tölvuskjáinn sinn í Danmörku, með sítt fallegt hár og lýsir því að mjög líklega verði hún það heppin að missa ekki hárið sitt í krabbameinsmeðferðinni. Að hugsa til þess að þessi kona hafi sofið í athvörfum fyrir heimilislausa eftir áratuga neyslu, þó tveggja barna móðir og þegar verst var í neyslunni: Ástfangin sem aldrei fyrr! Af manni sem líklegast telst til hópsins ,,góðkunningi lögreglunnar,“ enda oftar en ekki á Litla Hrauni þegar okkur ber niður í sögunni. En við skulum byrja á byrjuninni….. Ólst Ásta upp við einhverja óreglu eða kannski á brotnu heimili? Því jú, oft viljum við skýra út neyslu og fíknisjúkdóma með einhverjum slíkum sögum. Svarið við þessum spurningum er Nei, því Ásta ólst upp við ást og umhyggju, á eins venjulegu íslensku heimili og hugsast getur. Við skulum hefja söguna… Ásta er fædd þann 26.ágúst árið 1965. Hún á einn eldri bróður og eina systur, sem er ellefu mánuðum yngri en hún sjálf. Síðar eignaðist Ásta fóstursystur og hálfsystur, en móðir Ástu lést þegar hún var fjórtán ára gömul. „Pabbi rak fyrirtæki en það sem kemur fyrst upp í minningunni um æskuna er að systir mín er aðeins átta ára þegar hún greinist með sykursýki. Það var erfitt tímabil, þar sem við tók að hún þurfti að sprauta sig og mátti ekki borða hvað sem var.“ Veikindin héldu þó áfram því síðar greinist móðir hennar með nýrnasjúkdóm. „Í um tvö ár áður en mamma dó þurfti hún að fara í skilvindu vikulega í Reykjavík. Um tíma fluttum við systurnar með henni þangað því að hún treysti sér ekki til þess að keyra á milli.“ Ásta segist hafa verið nokkur frjáls sem barn, afskipt en þó vel um hana hugsað. „Ég var smá villingur og fékk enn meiri útrás fyrir því þegar mamma dó.“ Á þessum tíma var ekkert sem hét sorgarnámskeið eða stuðningur fyrir fjölskyldur í sorg. „Pabbi fór með okkur til systur hennar mömmu í sólahring eftir að hún deyr. En síðan hélt lífið áfram, við mættum í skólann og pabbi sinnti fyrirtækinu sínu. Ég reyndi að hugsa um systur mína og heimilið og var því dauðfegin þegar pabbi tók saman við aðra konu,“ segir Ásta og hlær. „Ég ólst ekki upp við neinn alkóhólisma og held ég hafi einfaldlega ekki þekkt til neins sem var í óreglu. Ég man að mamma og pabbi fóru stundum á Officer böllin upp á velli sem þóttu voða fín. En það sá aldrei vín á þeim eða neitt,“ segir Ásta og tekur það líka fram að seinni eiginkona föður hennar hafi alltaf reynst henni mjög góð stjúpmamma. Á gamlárskvöld fyrir fermingu var ég byrjuð að drekka og eitthvað að fikta við efni. Það var þó aðallega hass framan af. Þegar ég er síðan að verða 18 ára prófa ég amfetamín í fyrsta sinn. Og þá var nú bara einfaldlega eins og himnarnir hefðu opnast.“ Ásta segir amfetamínið hafa opnað himnana fyrir sér en það sem rústaði henni á endanum var rítalín sem hún byrjaði að misnota rúmlega fertug. Þá hafði neysla með tilheyrandi partístandi staðið yfir í áratugi. Ásta hefur í dag verið edrú í 160 mánuði. Að poppa sýru og sniffa heróín Ásta fór á verslunarbraut í Fjölbraut við Ármúla en flosnaði fljótt úr því námi. „Mér fannst ég vera í skóla fyrir pabba en sjálf vildi ég bara vinna og djamma.“ Fyrsta alvöru vinna Ástu var í Veitingahöllinni sem þá var í Verslunarhúsinu í Reykjavík, en síðar tók við tímabil þar sem Ásta ferðaðist um heiminn. „Ég flutti til Danmerkur, með vinkonu minni og við fengum að gista hjá bróður hennar í þrjá mánuði. Síðan fórum við í eitt ár til Bandaríkjanna sem aupair en var auðvitað rekin frá fjölskyldunni því það var vesen á mér í drykkju og djammi. Þegar ég kem síðan heim þaðan, vann ég um sumarið en hélt þá í Interrail ferð um Evrópu,“ segir Ásta og bætir við: „Og þar var nú aldeilis ýmislegt prófað. Í þessari ferð poppaði ég til dæmis sýru í fyrsta sinn.“ Sýru? Það hljómar nú frekar óhugnanlega, varstu aldrei hrædd við þessi efni? „Nei ég vil nú taka það fram að ég poppaði aldrei sýru nema ég væri vel stemmd,“ svarar Ásta og blaðamaður kinkar kolli. Nákvæmlega engu nær. „En þarna er ég 21 árs og til í að prófa allt; Að droppa sýru í London, drekka rauðvín í Berlín, sniffa heróín í Rotterdam. Ég var aldrei neitt hrædd og fannst þetta skemmtilegur tími,“ segir Ásta og hristir höfuðið yfir vitleysunni sem var í gangi. 23 ára fer Ásta þó í sína fyrstu meðferð. Hvernig kom það til? „Það runnu á mig tvær grímur þegar það var hringt í mig eitt sinn og ég spurð hvort ég ætlaði ekki að mæta til vinnu. Jú, jú svaraði ég og útskýrði að ég hefði bara rétt sofið yfir mig. En þá var spurt: En hvar varstu í gær? Ég hafði þá sofið í rúman sólahring án þess að fatta það.“ Á Vog hélt Ásta því í sína fyrstu meðferð. „Mér fannst mjög gaman á Vogi. Ég var dugleg að glósa og var alveg einlæg í þeim ásetningi mínum að ætla að hætta. Mér fannst líka dásamlegt að vera á Staðarfelli og fór í samtökin þegar ég var búin í meðferð.“ Um tveimur til þremur mánuðum síðar, var allt komið í sama far aftur. „Ég fór líka strax í gamla félagsskapinn þannig að í raun breytti ég litlu.“ En er svona neysla ekki dýr? Dugir að vinna á veitingastað og vera í neyslu alla daga? Nei. Ég fór fljótt að selja og þá gerði maður þetta þannig að maður keypti kannski 10 grömm af amfetamíni og drýgði skammtinn með mjólkursýru. Síðan notaði ég kannski fimm grömm þannig sjálf en seldi hin tíu grömmin á fullu verði.“ Ásta með dætrum sínum Sigríði Helenu Ágústdóttir til vinstri og Sigurbjörgu Báru Brynjarsdóttur. Ásta hafði þá reglu að svara dætrunum alltaf þegar þær hringdu, þótt það væri bara til að segja þeim að hún væri ekki í standi til að tala. Það vildi hún frekar en að þær hringdu og hrindu án árangurs og hefðu áhyggjur. Ástir og barneignir Ásta var mikill töffari á þessum tíma. Að slá sér upp var ekki stórmál. En svo kom að því að Ásta varð ástfangin og fór í sambúð með fyrri barnsföður sínum af tveimur, en hann er nú látinn. „Hann var víst lengi búin að vera skotin í mér og stuttu eftir að ég kem úr meðferðinni, er hann orðinn einn eftir sambandsslit. Loks kom að því að við sváfum saman og morguninn eftir sagði ég við hann: Ég ætla að vera með þér!“ segir Ásta og hlær. Hún segir þennan barnsföður sinn hafa virkað mikinn töffara út á við. Hún hafi hins vegar kynnst mun mýkri hlið sem hann átti líka en fáir fengu að þekkja. „Við vorum búin að vera saman í fimm ár og ég orðin 28 ára þegar ég verð ófrísk af eldri dóttur minni. Þrjár vinkonur mínar urðu ófrískar á sama tíma þannig að það var mikill stuðningur í kringum þetta allt saman þótt neyslan hjá engri okkar hefði alveg hætt.“ Neyslan var því ekki að koma í veg fyrir að óléttan var plönuð og áður en varði fæddist dóttirin Sigurbjörg Bára Brynjarsdóttir. „Pabbi hans lánaði okkur fyrir útborgun og við keyptum eigið húsnæði í Skerjavogi. Þegar dóttir okkar var um þriggja mánaða gömul, var ástandið á honum orðið þannig að ég ákvað að flytja með dótturina heim til mömmu og pabba og upp úr því hættum við saman.“ Ekki leið þó á löngu þar til Ásta var komin með nýjan kærasta. Þrír til fjórir mánuðir að henni reiknast til. „Hann var einn úr partígenginu líka en það var samt ekkert peningarugl á honum. Hann vann í járnabindingum og ég á Café Mílanó. Við vorum bæði í neyslu samhliða vinnu en ég verð fljótt ólétt af yngri stelpunni,“ segir Ásta. Sigríður Helena Ágústdóttir heitir yngri dóttir Ástu og segir Ásta þá óléttu líka hafa verið planaða. Þrátt fyrir neysluna. „Á einhverjum tímapunkti ákváðum við að reyna að bæta okkur. Eldri stelpan mín var þá flutt til pabba síns því að ég fór í meðferð árið 1996. Þá var hann kominn í sambúð með mjög góðri konu sem reyndist honum mjög vel og hefur verið dóttur minni góð móðir alla tíð. Barnsfaðir minn vildi að stelpan yrði áfram hjá sér eftir að meðferðinni minni lauk. Til mín kom hún svo aðra hverja helgi.“ Að poppa sýru, sniffa heróín, vera í daglegri neyslu amfetamíns og síðar rítalíni fannst Ástu ekkert mál og þótt neyslan hefði aldrei hætt, stoppaði það hana ekki í að plana báðar ólétturnar. Síðar þróaði Ásta með sér spilafíkn og endaði með að eyða peningunum sem áttu að vera fyrir útborgun á íbúð, án þess að barnsfaðir hennar vissi. Úr sjávarplássi í Breiðholtið Með seinni barnsföður sínum flutti Ásta með yngri dótturina til Grindavíkur. Þar fór hann á sjóinn en hún vann í frystihúsinu. „Ég hafði aldrei átt erfitt með áfengi og var því fljót að sannfæra mig um að það væri í lagi að taka þátt í stemningunni sem ríkti í plássinu; þar sem allir voru aðeins að fá sér eins og sagt var. Ég var dugleg að mæta á pöbbinn þar sem spiluðu íslenskar hljómsveitir og smátt og smátt var ég farin að að skvetta meira og meira í mig,“ segir Ásta og bætir við: „Boltinn var byrjaður að rúlla aftur og það verður að segjast að ég var komin alveg á hliðina löngu á undan honum.“ Árið 1998 kemur að þriðju meðferðinni. Og enn og aftur segir Ásta hugarfarið hafa verið það að hún ætlaði sér að hætta. Fíknin var samt orðin nokkuð flóknari hjá Ástu, því þegar hér er komið við sögu, var hún líka búin að þróa með sér spilafíkn. Spilafíknin byrjaði óskaplega sakleysislega því ég hékk bara í þessum sjoppukössum. Síðar var ég samt farin að stunda spilastaðina í Reykjavík og þar get ég sagt þér að fimm þúsund karlarnir hverfa bara 1,2 og bingó!“ Eftir þessa meðferð fór Ásta á áfangaheimilið Eskihlíð og bjó þar til hún fékk félagslega íbúð. „Ég var edrú í um fimm og hálft ár eftir þetta og varð bara að þessari týpísku Breiðholtsmömmu; í flíspeysu og í tréklossum. Bætti meira að segja á mig um tuttugu kílóum eða svo,“ segir Ásta og hlær. En þá reið yfir óvænt áfall. ,,Eina nóttina er hringt í mig og mér sagt frá slysi sem fyrri barnsfaðir minn, sambýliskona og þriggja ára sonur þeirra lentu í fyrir austan fjall, með þeim afleiðingum að drengurinn lést strax og hún var alvarlega slösuð.“ Sú kona var úrskurðuð með enga heilastarfsemi stuttu síðar, en jafn skringilega og það hljómar kom það í hlut Ástu að bera kennsl á litla drenginn. Það tekur á að rifja upp þá stund og eitt augnablik er þögn í viðtalinu. Sem skiljanlegt er. „Þetta er um það leiti sem árásin á Tvíburaturnana var árið 2001 og ég man að það var verulega þrýst á mig af Barnavernd að taka stelpuna til mín. Sem ég hafði barist fyrir um tíma. En ég hefði aldrei notað svona tækifæri til þess og það kom því aldrei til greina að taka af honum stelpuna á meðan hann var að ganga í gegnum þessa miklu sorg.“ Fyrir um einu og hálfu ári síðan, varð þessi barnsfaðir Ástu bráðkvaddur á Spáni. „Enda tel ég hann aldrei hafa jafnað sig eftir þetta slys.“ Ástu líður vel í Danmörku og er þó nýbúin í brjóstnámi og nú í fimm ára fyrirbyggjandi krabbameinsmeðferð. Ásta viðurkennir að hún hafi verið miklu hræddari við lyfin en nokkurn tíma sjúkdóminn. Hún réði alveg við krabbameinið en gæti ekki hugsað sér að falla aftur. Stal sparnaðinum Ásta segir að fljótlega eftir þetta slys, hafi hún byrjað að spila aftur. „Við vorum að spara fyrir húsnæðiskaupum og ég var alltaf að stelast í þá peninga. Á endanum spilaði ég frá mér öllum peningunum sem áttu að fara í útborgun á eigin húsnæði,“ segir Ásta. Og viðurkennir að þegar þetta er, var hún líka byrjuð að neyta efna aftur. Ég var svo stressuð yfir peningunum og þessum feluleik, enda vissi hann ekki neitt. Þegar hann vildi síðan fara og skoða íbúðir til kaups eða eitthvað sambærilegt, var ég að fara yfir á taugum.“ Auðvitað komst upp um Ástu á endanum. „Og þá fór auðvitað allt í háa loft.“ Parið hætti saman og árið 2004 fer Ásta í sína fjórðu meðferð. Þar brotnaði hún alveg niður. „Ég fékk taugaáfall í þeirri meðferð. Því bróðir minn hringdi í mig frá Bandaríkjunum þar sem hann var staddur og las yfir mér, brotnaði ég algjörlega. Mér fannst ég hafa brugðist honum og pabba. Því það sem fylgir spilafíkninni er svo mikil skömm.“ En fyrir forvitnissakir: Er alltaf jafn auðvelt að næla sér í efni? „Já já, þegar maður er í þessu þá veit maður það alltaf. Og ég verslaði nú lengi við Franklín Steiner sem þótti nú ágætlega frægur og þekktur í þessum heimi lengi vel,“ svarar Ásta að bragði. Ásta segist ómetanlega þakklát stuðningnum frá fjölskyldu sinni og þá sérstaklega Dagný litlu systur sem aldrei gafst upp á henni. Hún hvetur líka fólk til að kaupa kerti Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar því án þeirra stuðnings til menntunar, væri hún ekki þar sem hún er í dag. Ást, rugl og glæpir Aftur breytist líf Ástu og það því miður til hins verra. Þó hafði Ásta aldrei nokkurn tíma upplifað sig jafn ástfangna í lífinu. Því þriðji maðurinn sem Ásta tók saman við, var rétt nýkominn af Litla hrauni. „Ég varð svo ástfangin að ef ég á að vera hreinskilin, fannst mér ég einfaldlega aldrei hafa upplifað ást fyrr en ég kynntist honum,“ segir Ásta og hristir höfuðið. Það er á þessum tíma sem ég kynnist rítalíninu og þá er eins og allar hömlur hafi horfið. Engin boð né bönn voru virt Hann var sprautufíkill og heilu dagana og næturnar var stanslaust partí.“ Sem betur fer, segist Ásta þó hafa haft rænu á að hringja í barnsföður sinn og leggja til að hann myndi sækja stelpuna. „Ég man að ég hringdi í hann og sagði „Ætli það sé ekki best að þú takir krakkann. Því ég er ekki tilbúin til að stoppa.““ Í kjölfarið þurfti yngri dóttir hennar að flytja á Selfoss en hún var þrettán ára þegar þetta var. Við tók nokkuð erfiður tími, sem skiljanlegt er því unglingsárin geta verið erfiður tími til að flytja. „Svona gígantísk neysla kallar á alls kyns glæpi. Ég fór á fullt í alls konar skjalafals og fleira til að verða mér úti um pening.“ Sem dæmi nefnir Ásta fölsun á skuldabréfum, víxlum og ávísunum. „Sem betur fer var ég aðeins í eitt skipti með í innbroti í heimahúsi en þar náði ég að stela ávísunarhefti og ökuskírteini. Ég skipti út myndinni á ökuskírteininu, setti mynd af mér í staðinn og náði í kjölfarið að svindla út nokkrum ávísunarheftum til viðbótar.“ Í eitt skipti náði Ásta líka að komast yfir pósa með því að brjótast í póstkassa hjá nágranna. „Þar náði ég með vissri aðferðarfræði að endurgreiða endalausa fjármuni inn á fyrirframgreidda kreditkortið mitt. Ég var búin að ná miklum peningum áður en upp um komst og þeir kölluðu mig til.“ Því já, Ásta var komin á þann stað í lífinu að lögreglan þurfti oftar en einu sinni að hafa af henni afskipti. Þó þannig að það náðist ekki að sanna neitt á hana fyrr en hún var nöppuð í Kringlunni. Ég var í Kringlunni að reyna að kaupa um 100 þúsund króna Raymond Veil úr með falsaðri ávísun. Starfsfólkinu leist greinilega ekki á mig og kölluðu til Securitas, sem hringdi í lögregluna. Þegar rannsóknarlögreglumaðurinn heyrði nafnið mitt sögðu hann strax: Já haldið henni bara, hún fer beint í síbrotagæslu núna.“ Nokkrum klukkustundum síðar var Ásta komin í fangelsið á Skólavörðustíg. Partímynd frá árinu 2010, sem Ásta segir hafa verið versta árið hennar um ævina. Þá var neyslan rosalega mikil og oft vakað í fimm til sjö daga, með tilheyrandi partístandi. Fyrir Ástu að sitja í Kvennafangelsinu var eins og að komast á heilsuhæli en verst fannst henni að vera heimilislaus eins og hún var um tíma. Að búa á götunni Ásta þurfti að sitja af sér þrjá mánuði í Kvennafangelsinu og undi sér einfaldlega ágætlega þar. „Þegar ég var laus var heilsan komin í lag og svona.“ Sambýlismaðurinn þurfti líka í fleiri en eitt skipti að sitja af sér dóma á Litla Hrauni. Loks kom að því að Ásta missti félagslegu íbúðina og segir hún að íbúðin hafi hreinlega verið í rúst þegar hún loksins flutti út. Þá tók við tímabil sem Ástu fannst skelfilegt. „Það er rosalega vont að eiga ekki húslykil.“ Að mestu var reynt að gista hjá sambærilegum vinum samhliða partístandi hjá þeim. Þegar það dugði ekki til, leitaði Ást„a skjóls í Kvennakoti en kærastinn í gistiskýli. Oft var vakað í fimm til sjö daga vegna neyslunnar. Síðan kannski hvarf hann í tvo daga og þá var ég alveg sannfærð um að hann hefði verið að sofa hjá öllum stelpunum,“ segir Ásta sem dæmi um hvers konar rugl var líka í gangi. Við vorum nefnilega alltaf jafn ástfangin þrátt fyrir allt.“ Árið 2009 fer Ásta í sex mánaða meðferð á Hlaðgerðarkot en eftir þá meðferð, náði hún að leigja íbúð á Austurbrún. „Ég sagði honum ekki frá íbúðinni fyrstu vikurnar og man þó eftir því að hafa sofið að minnsta kosti tvisvar í henni tómri. Því ég vissi að ef hann fengi nasaþef af henni, yrði sama rugl og partístand þar og hafði verið í gömlu íbúðinni minni,“ útskýrir Ásta. Þó fór það þannig að parið flutti þangað inn og missti Ásta íbúðina stuttu síðar. Þá kom sex mánaða tími þar sem kærastinn sat inni og um tíma fóru þau bæði á áfangaheimil; Ásta á Brú en hann á Sporið. „Við komum á áfangaheimilin í október og við erum bæði kolfallin um miðjan desember.“ Árið 2010 segir Ásta hafa verið versta ár lífs hennar. Ruglið og neyslan hafi verið svo rosalegt og hún að mestu leyti á hrakhólum. „Síðan þurfti ég að sitja aftur inni 2010 í einn mánuð og fór síðan aftur í meðferð á Hlaðgerðarkot en var rekin þar eftir að upp komst að ég og þrjár aðrar vorum á fullu í neyslu.“ Dæturnar hitti hún sjaldan. „Ég bjó mér til þá reglu að svara þeim alltaf þegar þær hringdu. Þótt það væri bara til þess að segja að ég væri ekki í neinu ástandi til að tala. En ég vildi frekar segja þeim það, en að þær væru að hringja og hringja án árangurs en með áhyggjur.“ Svo mikið var ruglið að þrátt fyrir ýmiss veikindi, fékk það Ástu ekki til að hugsa sinn gang. „Eftir að hafa sofnað í gömlum og yfirgefnum bíl sem var uppfullur af raka, fékk ég sýkingu á heilabörkinn sem leiddi til þess að heilinn á mér bólgnaði út. Ég man að ég fór til systur minnar sem spurði mig hvort ég ætlaði ekki á spítalann en ég sagði bara Nei, fór á Konukot og svaf þar.“ Ásta er stolt af því í dag að eiga þrjár ömmudætur sem hafa aldrei séð hana undir áhrifum og að hún sé góð fyrirmynd dætra sinna: Það er hægt að snúa við blaðinu og ná árangri! Það hversu vel Ástu gekk í skóla og hversu vel henni gengur í lífi og starfi í dag er nánast lygilegt með tilliti til þess hvernig lífið hennar var í svo marga áratugi á undan. 47 kíló í meðferð Loks kom þó að því að Ásta var algjörlega búin á því. Ég var orðin 47 kíló og það eitt að labba Bankastrætið var orðið mér ofviða. Ég var búin á því andlega og líkamlega en blessunarlega svo heppin að komast á Krýsuvík. Ég var enn með kærastanum þegar ég fór í þá meðferð en sem betur fer, er eins og á Krýsuvík hafi eitthvað gerst. Ég einhvern veginn vaknaði.“ Ásta var á Krýsuvík í átta mánuði og svo á Dyngjunni í 27 mánuði. Það sem við tók næstu árin á eftir er lyginni líkast. Því Ásta þáði styrk frá Menntunarsjóðnum, sem varð til fyrir tilstilli Mæðrastyrksnefndar fyrir um áratug. Frá því þá, hafa um 300 konur klárað nám sem hlotið hafa styrk frá sjóðnum. Árið 2015 og aftur árið 2016 sagði Stöð 2 frá frábærum árangri Ástu. Sem einfaldlega dúxaði í náminu, fyrst með því að klára skrifstofunám og síðar varð hún viðurkenndur bókari. Og Ásta er þakklát þessum stuðningi. „Enda hvet ég fólk til að kaupa Mæðrastyrkskertið því án þeirra væri ég ekki hér.“ Um frábæran árangur Ástu má sjá í meðfylgjandi sjónvarpsfréttum sem Vísir sagði einnig frá. Lífið fór loks að leika við Ástu, sem árið 2019 ákvað að fara til Danmerkur og athuga hvort henni litist þannig á að búa mögulega þar frekar en á Íslandi. „Því eldri dóttir mín og kærastinn hennar fluttu þangað þá, eftir að hafa farið í meðferð í Svíþjóð. Dæturnar urðu líka óléttar á sama tíma þannig að ég fæ fyrstu barnabörnin mín með stuttu millibili; Önnur dótturdóttirin fæðist 3.október en hin þann 26.október,“ segir Ásta með stoltum ömmusvip. En fleiri tækifæri bönkuðu á dyrnar. „Ég sótti um vinnu á fullt af stöðum og komst í viðtal á einum stað. Sá vinnuveitandi endaði þó með að ráða aðra konu en árið 2019 hringir maðurinn aftur í mig og spyr mig hvað ég sé að gera, því að þeim vantaði bókara.“ Hin ráðningin hafði þá ekki gengið upp og úr varð að Ásta var ráðin og starfar þar enn. „Ég gæti ekki hafa verið heppnari því þetta er frábær vinnustaður,“ segir Ásta um fyrirtækið Skrifstofuvörur að Skútuvogi 11. ,,Þetta er fjölskyldufyrirtæki í miklum blóma og frá upphafi hefur gengið rosalega vel hjá okkur.“ Fyrir tilviljun var Ásta samt komin með annan fótinn til Danmerkur þá, því þegar atvinnutilboðið kom var hún á leiðinni til Danmerkur til að vera þar í sex mánuði. „En yfirmaðurinn minn sagði bara: Nú það er ekkert mál, þú tekur bara tölvuna með þér!“ Eftir þetta hálfa ár segir Ásta að Covid hafi nánast hafist daginn eftir heimkomu. „Árið 2022 kemur upp sú hugmynd að yngri stelpan mín og kærastinn hennar myndu líka flytja til Danmerkur. Ég var fljót að grípa boltann og sagði strax: Já þá flytjum við öll!“ segir Ásta og skellir upp úr. „Ég tilkynnti eldri dótturinni strax að við værum að koma enda gat enginn hætt við neitt eftir það.“ Ástu líkar lífið vel í Danmörku þar sem hún býr í Sønderborg og skreppur oft yfir til Þýskalands að versla. „Já það er miklu hagstæðara að kaupa gos og alls kyns þar því sykurskatturinn er svo hár í Danmörku,“ útskýrir Ásta. Þegar talið berst að krabbameininu, lýsir Ásta því í raun betur hversu hrædd hún var við lyfin frekar en sjúkdóminn. Hún segist alltaf vera opinská um neyslutímann sinn, enda skipti miklu að fá stuðning í meðferðinni sem fyrrverandi fíkill. Síðustu vikur hafa þó verið nokkuð strembnar því í janúar síðastliðnum fer Ásta í fyrstu aðgerðina og í kjölfarið er hún greind með krabbameinið. Í febrúar fer hún í aðra aðgerð, svokallaðan fleigskurð en hann dugði ekki til. Þriðja aðgerðin var því í mars síðastliðnum þegar annað brjóstið var fjarlægt. Fyrir um mánuði byrjaði Ásta síðan á fyrirbyggjandi lyfjameðferð til fimm ára og næstu þrjú árin, fer hún líka á sex mánaða fresti í lyfjagjöf vegna beinþynningar, sem lyfin valda. „Ég get alveg þolað þetta krabbamein. En ég myndi ekki þola að falla aftur,“ segir Ásta einlæg. Í Danmörku hefur ein lítil átján mánaða bæst í hópinn og því eru barnabörnin orðin þrjú. „Ég vil koma á framfæri þakklæti til fjölskyldu minnar því að þau eiga svo mikið í batanum mínum, með öllum stuðningnum og hjálpinni í gegnum tíðinni. Sérstaklega litla systir, hún gafst aldrei upp á mér,“ segir Ásta og vísar þar til Dagnýjar systur sinnar Kristmannsdóttur. Ásta nefnir líka sérstaklega, hversu vel seinni barnsfaðir hennar hafi stutt hana alla tíð. Til dæmis með matarinnkaupum eða öðru sem tryggði að stelpunum vanhagaði ekki um neitt. Enn í dag er mikið og gott samband við hann og eiginkonu hans og í lýsingu Ástu má heyra að í Danmörku hittast oft allir eins og ein stór fjölskylda; foreldrar og börn. En ertu með einhver skilaboð til fólks þarna úti, sem mögulega er í svipaðri stöðu og þú varst í: „Aldrei að gefast upp og aldrei að missa vonina. Því nú er ég búin að vera edrú í 160 mánuði og það sem hefur áunnist á þessum tíma er einfaldlega lygilegt: Ég er edrú, búin að mennta mig, komin með bílpróf, í mjög góðu starfi og flutt til útlanda. Ég er líka sterk fyrirmynd fyrir dætur mínar og lifandi sönnun þess að það er hægt að hætta. Ég á þrjú barnabörn sem hafa aldrei séð ömmu sína undir áhrifum,“ segir Ásta og ljóst að það er vel hægt að telja upp enn fleiri atriði ef eitthvað er. „Ég hvet konur sem eru þarna úti og eitthvað að ströggla til að leita til Menntunarsjóðsins. Því þær sem að honum standa hafa hjálpað mér ótrúlega mikið. Ekki bara með fjárstyrk.“ Ásta segist koma reglulega til Íslands og í vinnunni sinni leysir hún yfirmann sinn oft af. Þá sé hún dugleg að rækta sjálfan sig, fara með bænir og peppa sig upp með hrósi. „Við konurnar sem kynnumst í Dyngjunni eftir meðferðina á Krýsuvík höldum líka vel hópnum en þær eru flestar edrú í dag,“ segir Ásta og tiltekur að hún hafi loks eftir þá meðferð sagt algjörlega skilið við sinn gamla félagsskap. „Ég þurfti líka að sitja af mér sex mánaða dóm en það tilraunaverkefni var sett á laggirnar og prófað með mér, að ég fengi að sitja þann dóm af mér þegar ég var á Dyngjunni. Sem gekk mjög vel og ég veit að fleiri konur hafa fengið það tækifæri á eftir mér.“ Ásta segir líka svo mikið frelsi fylgja því að verða edrú. Svo mörg atriði breytist. „Ég fékk til dæmis félagslega íbúð eftir að ég kom frá Dyngjunni. Þá íbúð skilaði ég stolt af mér þegar ég flutti hingað út og mikið rosalega var það góð tilfinning að skila af mér íbúð með ekkert í skuld né skemmt,“ segir Ásta og bætir við: Margir hváðu reyndar við og spurðu mig í hneykslan: Ha, ætlarðu að skila af þér íbúðinni? Og ég sagði auðvitað Já, annað hvarflaði ekki að mér. Enda vona ég að nú búi í henni einhver önnur kona, einstæð móðir eins og ég var sem nær að vinna sig upp í lífinu eins og ég.“ Fíkn Fíkniefnabrot Fangelsismál Fjölskyldumál Skóla- og menntamál Meðferðarheimili Íslendingar erlendis Starfsframi Tengdar fréttir Gallstasi á meðgöngu: „Ég grátbað um að ég yrði sett af stað“ „Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008. 28. apríl 2024 08:00 Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn“ „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík. 31. mars 2024 08:00 Krabbameinið sem týndist: „Fyrst sagði ég bara fokk!“ „Það fyrsta sem ég hugsaði var hvernig ég ætti að segja henni það,“ segir Sigurvin Samúelsson þegar hann rifjar upp hvað fór í gegnum hugann á honum, fyrst þegar honum var tilkynnt að hann væri með krabbamein. 28. mars 2024 08:00 „Fólk situr uppi með bankalánin þótt það missi húsin sín“ „Ég er fædd og uppalin í þessari borg og áður en Rússarnir komu, hafði ég ekki í eitt augnablik velt því fyrir mér að flytja þaðan. Enda var ég gift, hamingjusöm, átti fjögurra ára strák, er vel menntuð og var í mjög góðu starfi hjá stóru fyrirtæki,“ segir Yulia Zhatkina flóttakona frá Úkraínu. 18. febrúar 2024 10:30 Nauðgað tveggja til níu ára: „Við þurfum samt líka að trúa strákunum“ „Reyndar veit ég ekki hvers vegna þetta hætti þegar ég var níu ára. Ég hef aldrei spurt hann að því.“ 21. janúar 2024 08:01 Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Sem þá var orðin 43 ára og þegar búin að vera í neyslu þar sem nánast öll efni koma við sögu: Amfetamín, sýra, heróín, hass.... Þegar verst var, átti Ásta hvergi heima. „Ég gleymi því aldrei þegar ég fékk húslykil að Dyngjunni,“ segir Ásta. Sem rifjar líka upp dvölina í Kvennafangelsinu, sem hún sagði alls ekkert svo slæma. Eiginlega frekar eins og heilsuhæli. „Maður var í fríu húsnæði og fæði, að vinna og síðan fékk ég örorkubæturnar líka þannig að ég átti fullt af pening þegar ég kom út.“ Svo sannarlega er lífið breytt í dag. Því nú býr Ásta í Danmörku, þar sem dætur hennar tvær, tengdasynir og þrjú barnabörn búa líka. Þaðan starfar Ásta í fjarvinnu sem bókari hjá frábærum vinnuveitanda og unir sér vel. Ásta er þó nýbúin í brjóstnámi enda greind með krabbamein í desember síðastliðnum. „Ég var rosalega hrædd við að falla. En ég hef alltaf verið dugleg að segja öllum læknum og öðrum frá minni neyslusögu,“ segir Ásta þegar krabbameinið er rætt. En varstu ekkert hrædd við sjúkdóminn sjálfan: Krabbameinið? „Nei,“ svarar Ásta að bragði. „Ég var meira að hugsa um að ég myndi aldrei vilja falla aftur.“ Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Mæðradagurinn er í dag og af því tilefni heyrum við sögu um hvernig lífið í neyslu getur litið út: Fyrir og eftir. Og hvernig stuðningur til menntunar getur skipt sköpum. Þegar himnarnir opnuðust Það er magnað að fara í gegnum söguna með Ástu. Þar sem hún situr fyrir framan tölvuskjáinn sinn í Danmörku, með sítt fallegt hár og lýsir því að mjög líklega verði hún það heppin að missa ekki hárið sitt í krabbameinsmeðferðinni. Að hugsa til þess að þessi kona hafi sofið í athvörfum fyrir heimilislausa eftir áratuga neyslu, þó tveggja barna móðir og þegar verst var í neyslunni: Ástfangin sem aldrei fyrr! Af manni sem líklegast telst til hópsins ,,góðkunningi lögreglunnar,“ enda oftar en ekki á Litla Hrauni þegar okkur ber niður í sögunni. En við skulum byrja á byrjuninni….. Ólst Ásta upp við einhverja óreglu eða kannski á brotnu heimili? Því jú, oft viljum við skýra út neyslu og fíknisjúkdóma með einhverjum slíkum sögum. Svarið við þessum spurningum er Nei, því Ásta ólst upp við ást og umhyggju, á eins venjulegu íslensku heimili og hugsast getur. Við skulum hefja söguna… Ásta er fædd þann 26.ágúst árið 1965. Hún á einn eldri bróður og eina systur, sem er ellefu mánuðum yngri en hún sjálf. Síðar eignaðist Ásta fóstursystur og hálfsystur, en móðir Ástu lést þegar hún var fjórtán ára gömul. „Pabbi rak fyrirtæki en það sem kemur fyrst upp í minningunni um æskuna er að systir mín er aðeins átta ára þegar hún greinist með sykursýki. Það var erfitt tímabil, þar sem við tók að hún þurfti að sprauta sig og mátti ekki borða hvað sem var.“ Veikindin héldu þó áfram því síðar greinist móðir hennar með nýrnasjúkdóm. „Í um tvö ár áður en mamma dó þurfti hún að fara í skilvindu vikulega í Reykjavík. Um tíma fluttum við systurnar með henni þangað því að hún treysti sér ekki til þess að keyra á milli.“ Ásta segist hafa verið nokkur frjáls sem barn, afskipt en þó vel um hana hugsað. „Ég var smá villingur og fékk enn meiri útrás fyrir því þegar mamma dó.“ Á þessum tíma var ekkert sem hét sorgarnámskeið eða stuðningur fyrir fjölskyldur í sorg. „Pabbi fór með okkur til systur hennar mömmu í sólahring eftir að hún deyr. En síðan hélt lífið áfram, við mættum í skólann og pabbi sinnti fyrirtækinu sínu. Ég reyndi að hugsa um systur mína og heimilið og var því dauðfegin þegar pabbi tók saman við aðra konu,“ segir Ásta og hlær. „Ég ólst ekki upp við neinn alkóhólisma og held ég hafi einfaldlega ekki þekkt til neins sem var í óreglu. Ég man að mamma og pabbi fóru stundum á Officer böllin upp á velli sem þóttu voða fín. En það sá aldrei vín á þeim eða neitt,“ segir Ásta og tekur það líka fram að seinni eiginkona föður hennar hafi alltaf reynst henni mjög góð stjúpmamma. Á gamlárskvöld fyrir fermingu var ég byrjuð að drekka og eitthvað að fikta við efni. Það var þó aðallega hass framan af. Þegar ég er síðan að verða 18 ára prófa ég amfetamín í fyrsta sinn. Og þá var nú bara einfaldlega eins og himnarnir hefðu opnast.“ Ásta segir amfetamínið hafa opnað himnana fyrir sér en það sem rústaði henni á endanum var rítalín sem hún byrjaði að misnota rúmlega fertug. Þá hafði neysla með tilheyrandi partístandi staðið yfir í áratugi. Ásta hefur í dag verið edrú í 160 mánuði. Að poppa sýru og sniffa heróín Ásta fór á verslunarbraut í Fjölbraut við Ármúla en flosnaði fljótt úr því námi. „Mér fannst ég vera í skóla fyrir pabba en sjálf vildi ég bara vinna og djamma.“ Fyrsta alvöru vinna Ástu var í Veitingahöllinni sem þá var í Verslunarhúsinu í Reykjavík, en síðar tók við tímabil þar sem Ásta ferðaðist um heiminn. „Ég flutti til Danmerkur, með vinkonu minni og við fengum að gista hjá bróður hennar í þrjá mánuði. Síðan fórum við í eitt ár til Bandaríkjanna sem aupair en var auðvitað rekin frá fjölskyldunni því það var vesen á mér í drykkju og djammi. Þegar ég kem síðan heim þaðan, vann ég um sumarið en hélt þá í Interrail ferð um Evrópu,“ segir Ásta og bætir við: „Og þar var nú aldeilis ýmislegt prófað. Í þessari ferð poppaði ég til dæmis sýru í fyrsta sinn.“ Sýru? Það hljómar nú frekar óhugnanlega, varstu aldrei hrædd við þessi efni? „Nei ég vil nú taka það fram að ég poppaði aldrei sýru nema ég væri vel stemmd,“ svarar Ásta og blaðamaður kinkar kolli. Nákvæmlega engu nær. „En þarna er ég 21 árs og til í að prófa allt; Að droppa sýru í London, drekka rauðvín í Berlín, sniffa heróín í Rotterdam. Ég var aldrei neitt hrædd og fannst þetta skemmtilegur tími,“ segir Ásta og hristir höfuðið yfir vitleysunni sem var í gangi. 23 ára fer Ásta þó í sína fyrstu meðferð. Hvernig kom það til? „Það runnu á mig tvær grímur þegar það var hringt í mig eitt sinn og ég spurð hvort ég ætlaði ekki að mæta til vinnu. Jú, jú svaraði ég og útskýrði að ég hefði bara rétt sofið yfir mig. En þá var spurt: En hvar varstu í gær? Ég hafði þá sofið í rúman sólahring án þess að fatta það.“ Á Vog hélt Ásta því í sína fyrstu meðferð. „Mér fannst mjög gaman á Vogi. Ég var dugleg að glósa og var alveg einlæg í þeim ásetningi mínum að ætla að hætta. Mér fannst líka dásamlegt að vera á Staðarfelli og fór í samtökin þegar ég var búin í meðferð.“ Um tveimur til þremur mánuðum síðar, var allt komið í sama far aftur. „Ég fór líka strax í gamla félagsskapinn þannig að í raun breytti ég litlu.“ En er svona neysla ekki dýr? Dugir að vinna á veitingastað og vera í neyslu alla daga? Nei. Ég fór fljótt að selja og þá gerði maður þetta þannig að maður keypti kannski 10 grömm af amfetamíni og drýgði skammtinn með mjólkursýru. Síðan notaði ég kannski fimm grömm þannig sjálf en seldi hin tíu grömmin á fullu verði.“ Ásta með dætrum sínum Sigríði Helenu Ágústdóttir til vinstri og Sigurbjörgu Báru Brynjarsdóttur. Ásta hafði þá reglu að svara dætrunum alltaf þegar þær hringdu, þótt það væri bara til að segja þeim að hún væri ekki í standi til að tala. Það vildi hún frekar en að þær hringdu og hrindu án árangurs og hefðu áhyggjur. Ástir og barneignir Ásta var mikill töffari á þessum tíma. Að slá sér upp var ekki stórmál. En svo kom að því að Ásta varð ástfangin og fór í sambúð með fyrri barnsföður sínum af tveimur, en hann er nú látinn. „Hann var víst lengi búin að vera skotin í mér og stuttu eftir að ég kem úr meðferðinni, er hann orðinn einn eftir sambandsslit. Loks kom að því að við sváfum saman og morguninn eftir sagði ég við hann: Ég ætla að vera með þér!“ segir Ásta og hlær. Hún segir þennan barnsföður sinn hafa virkað mikinn töffara út á við. Hún hafi hins vegar kynnst mun mýkri hlið sem hann átti líka en fáir fengu að þekkja. „Við vorum búin að vera saman í fimm ár og ég orðin 28 ára þegar ég verð ófrísk af eldri dóttur minni. Þrjár vinkonur mínar urðu ófrískar á sama tíma þannig að það var mikill stuðningur í kringum þetta allt saman þótt neyslan hjá engri okkar hefði alveg hætt.“ Neyslan var því ekki að koma í veg fyrir að óléttan var plönuð og áður en varði fæddist dóttirin Sigurbjörg Bára Brynjarsdóttir. „Pabbi hans lánaði okkur fyrir útborgun og við keyptum eigið húsnæði í Skerjavogi. Þegar dóttir okkar var um þriggja mánaða gömul, var ástandið á honum orðið þannig að ég ákvað að flytja með dótturina heim til mömmu og pabba og upp úr því hættum við saman.“ Ekki leið þó á löngu þar til Ásta var komin með nýjan kærasta. Þrír til fjórir mánuðir að henni reiknast til. „Hann var einn úr partígenginu líka en það var samt ekkert peningarugl á honum. Hann vann í járnabindingum og ég á Café Mílanó. Við vorum bæði í neyslu samhliða vinnu en ég verð fljótt ólétt af yngri stelpunni,“ segir Ásta. Sigríður Helena Ágústdóttir heitir yngri dóttir Ástu og segir Ásta þá óléttu líka hafa verið planaða. Þrátt fyrir neysluna. „Á einhverjum tímapunkti ákváðum við að reyna að bæta okkur. Eldri stelpan mín var þá flutt til pabba síns því að ég fór í meðferð árið 1996. Þá var hann kominn í sambúð með mjög góðri konu sem reyndist honum mjög vel og hefur verið dóttur minni góð móðir alla tíð. Barnsfaðir minn vildi að stelpan yrði áfram hjá sér eftir að meðferðinni minni lauk. Til mín kom hún svo aðra hverja helgi.“ Að poppa sýru, sniffa heróín, vera í daglegri neyslu amfetamíns og síðar rítalíni fannst Ástu ekkert mál og þótt neyslan hefði aldrei hætt, stoppaði það hana ekki í að plana báðar ólétturnar. Síðar þróaði Ásta með sér spilafíkn og endaði með að eyða peningunum sem áttu að vera fyrir útborgun á íbúð, án þess að barnsfaðir hennar vissi. Úr sjávarplássi í Breiðholtið Með seinni barnsföður sínum flutti Ásta með yngri dótturina til Grindavíkur. Þar fór hann á sjóinn en hún vann í frystihúsinu. „Ég hafði aldrei átt erfitt með áfengi og var því fljót að sannfæra mig um að það væri í lagi að taka þátt í stemningunni sem ríkti í plássinu; þar sem allir voru aðeins að fá sér eins og sagt var. Ég var dugleg að mæta á pöbbinn þar sem spiluðu íslenskar hljómsveitir og smátt og smátt var ég farin að að skvetta meira og meira í mig,“ segir Ásta og bætir við: „Boltinn var byrjaður að rúlla aftur og það verður að segjast að ég var komin alveg á hliðina löngu á undan honum.“ Árið 1998 kemur að þriðju meðferðinni. Og enn og aftur segir Ásta hugarfarið hafa verið það að hún ætlaði sér að hætta. Fíknin var samt orðin nokkuð flóknari hjá Ástu, því þegar hér er komið við sögu, var hún líka búin að þróa með sér spilafíkn. Spilafíknin byrjaði óskaplega sakleysislega því ég hékk bara í þessum sjoppukössum. Síðar var ég samt farin að stunda spilastaðina í Reykjavík og þar get ég sagt þér að fimm þúsund karlarnir hverfa bara 1,2 og bingó!“ Eftir þessa meðferð fór Ásta á áfangaheimilið Eskihlíð og bjó þar til hún fékk félagslega íbúð. „Ég var edrú í um fimm og hálft ár eftir þetta og varð bara að þessari týpísku Breiðholtsmömmu; í flíspeysu og í tréklossum. Bætti meira að segja á mig um tuttugu kílóum eða svo,“ segir Ásta og hlær. En þá reið yfir óvænt áfall. ,,Eina nóttina er hringt í mig og mér sagt frá slysi sem fyrri barnsfaðir minn, sambýliskona og þriggja ára sonur þeirra lentu í fyrir austan fjall, með þeim afleiðingum að drengurinn lést strax og hún var alvarlega slösuð.“ Sú kona var úrskurðuð með enga heilastarfsemi stuttu síðar, en jafn skringilega og það hljómar kom það í hlut Ástu að bera kennsl á litla drenginn. Það tekur á að rifja upp þá stund og eitt augnablik er þögn í viðtalinu. Sem skiljanlegt er. „Þetta er um það leiti sem árásin á Tvíburaturnana var árið 2001 og ég man að það var verulega þrýst á mig af Barnavernd að taka stelpuna til mín. Sem ég hafði barist fyrir um tíma. En ég hefði aldrei notað svona tækifæri til þess og það kom því aldrei til greina að taka af honum stelpuna á meðan hann var að ganga í gegnum þessa miklu sorg.“ Fyrir um einu og hálfu ári síðan, varð þessi barnsfaðir Ástu bráðkvaddur á Spáni. „Enda tel ég hann aldrei hafa jafnað sig eftir þetta slys.“ Ástu líður vel í Danmörku og er þó nýbúin í brjóstnámi og nú í fimm ára fyrirbyggjandi krabbameinsmeðferð. Ásta viðurkennir að hún hafi verið miklu hræddari við lyfin en nokkurn tíma sjúkdóminn. Hún réði alveg við krabbameinið en gæti ekki hugsað sér að falla aftur. Stal sparnaðinum Ásta segir að fljótlega eftir þetta slys, hafi hún byrjað að spila aftur. „Við vorum að spara fyrir húsnæðiskaupum og ég var alltaf að stelast í þá peninga. Á endanum spilaði ég frá mér öllum peningunum sem áttu að fara í útborgun á eigin húsnæði,“ segir Ásta. Og viðurkennir að þegar þetta er, var hún líka byrjuð að neyta efna aftur. Ég var svo stressuð yfir peningunum og þessum feluleik, enda vissi hann ekki neitt. Þegar hann vildi síðan fara og skoða íbúðir til kaups eða eitthvað sambærilegt, var ég að fara yfir á taugum.“ Auðvitað komst upp um Ástu á endanum. „Og þá fór auðvitað allt í háa loft.“ Parið hætti saman og árið 2004 fer Ásta í sína fjórðu meðferð. Þar brotnaði hún alveg niður. „Ég fékk taugaáfall í þeirri meðferð. Því bróðir minn hringdi í mig frá Bandaríkjunum þar sem hann var staddur og las yfir mér, brotnaði ég algjörlega. Mér fannst ég hafa brugðist honum og pabba. Því það sem fylgir spilafíkninni er svo mikil skömm.“ En fyrir forvitnissakir: Er alltaf jafn auðvelt að næla sér í efni? „Já já, þegar maður er í þessu þá veit maður það alltaf. Og ég verslaði nú lengi við Franklín Steiner sem þótti nú ágætlega frægur og þekktur í þessum heimi lengi vel,“ svarar Ásta að bragði. Ásta segist ómetanlega þakklát stuðningnum frá fjölskyldu sinni og þá sérstaklega Dagný litlu systur sem aldrei gafst upp á henni. Hún hvetur líka fólk til að kaupa kerti Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar því án þeirra stuðnings til menntunar, væri hún ekki þar sem hún er í dag. Ást, rugl og glæpir Aftur breytist líf Ástu og það því miður til hins verra. Þó hafði Ásta aldrei nokkurn tíma upplifað sig jafn ástfangna í lífinu. Því þriðji maðurinn sem Ásta tók saman við, var rétt nýkominn af Litla hrauni. „Ég varð svo ástfangin að ef ég á að vera hreinskilin, fannst mér ég einfaldlega aldrei hafa upplifað ást fyrr en ég kynntist honum,“ segir Ásta og hristir höfuðið. Það er á þessum tíma sem ég kynnist rítalíninu og þá er eins og allar hömlur hafi horfið. Engin boð né bönn voru virt Hann var sprautufíkill og heilu dagana og næturnar var stanslaust partí.“ Sem betur fer, segist Ásta þó hafa haft rænu á að hringja í barnsföður sinn og leggja til að hann myndi sækja stelpuna. „Ég man að ég hringdi í hann og sagði „Ætli það sé ekki best að þú takir krakkann. Því ég er ekki tilbúin til að stoppa.““ Í kjölfarið þurfti yngri dóttir hennar að flytja á Selfoss en hún var þrettán ára þegar þetta var. Við tók nokkuð erfiður tími, sem skiljanlegt er því unglingsárin geta verið erfiður tími til að flytja. „Svona gígantísk neysla kallar á alls kyns glæpi. Ég fór á fullt í alls konar skjalafals og fleira til að verða mér úti um pening.“ Sem dæmi nefnir Ásta fölsun á skuldabréfum, víxlum og ávísunum. „Sem betur fer var ég aðeins í eitt skipti með í innbroti í heimahúsi en þar náði ég að stela ávísunarhefti og ökuskírteini. Ég skipti út myndinni á ökuskírteininu, setti mynd af mér í staðinn og náði í kjölfarið að svindla út nokkrum ávísunarheftum til viðbótar.“ Í eitt skipti náði Ásta líka að komast yfir pósa með því að brjótast í póstkassa hjá nágranna. „Þar náði ég með vissri aðferðarfræði að endurgreiða endalausa fjármuni inn á fyrirframgreidda kreditkortið mitt. Ég var búin að ná miklum peningum áður en upp um komst og þeir kölluðu mig til.“ Því já, Ásta var komin á þann stað í lífinu að lögreglan þurfti oftar en einu sinni að hafa af henni afskipti. Þó þannig að það náðist ekki að sanna neitt á hana fyrr en hún var nöppuð í Kringlunni. Ég var í Kringlunni að reyna að kaupa um 100 þúsund króna Raymond Veil úr með falsaðri ávísun. Starfsfólkinu leist greinilega ekki á mig og kölluðu til Securitas, sem hringdi í lögregluna. Þegar rannsóknarlögreglumaðurinn heyrði nafnið mitt sögðu hann strax: Já haldið henni bara, hún fer beint í síbrotagæslu núna.“ Nokkrum klukkustundum síðar var Ásta komin í fangelsið á Skólavörðustíg. Partímynd frá árinu 2010, sem Ásta segir hafa verið versta árið hennar um ævina. Þá var neyslan rosalega mikil og oft vakað í fimm til sjö daga, með tilheyrandi partístandi. Fyrir Ástu að sitja í Kvennafangelsinu var eins og að komast á heilsuhæli en verst fannst henni að vera heimilislaus eins og hún var um tíma. Að búa á götunni Ásta þurfti að sitja af sér þrjá mánuði í Kvennafangelsinu og undi sér einfaldlega ágætlega þar. „Þegar ég var laus var heilsan komin í lag og svona.“ Sambýlismaðurinn þurfti líka í fleiri en eitt skipti að sitja af sér dóma á Litla Hrauni. Loks kom að því að Ásta missti félagslegu íbúðina og segir hún að íbúðin hafi hreinlega verið í rúst þegar hún loksins flutti út. Þá tók við tímabil sem Ástu fannst skelfilegt. „Það er rosalega vont að eiga ekki húslykil.“ Að mestu var reynt að gista hjá sambærilegum vinum samhliða partístandi hjá þeim. Þegar það dugði ekki til, leitaði Ást„a skjóls í Kvennakoti en kærastinn í gistiskýli. Oft var vakað í fimm til sjö daga vegna neyslunnar. Síðan kannski hvarf hann í tvo daga og þá var ég alveg sannfærð um að hann hefði verið að sofa hjá öllum stelpunum,“ segir Ásta sem dæmi um hvers konar rugl var líka í gangi. Við vorum nefnilega alltaf jafn ástfangin þrátt fyrir allt.“ Árið 2009 fer Ásta í sex mánaða meðferð á Hlaðgerðarkot en eftir þá meðferð, náði hún að leigja íbúð á Austurbrún. „Ég sagði honum ekki frá íbúðinni fyrstu vikurnar og man þó eftir því að hafa sofið að minnsta kosti tvisvar í henni tómri. Því ég vissi að ef hann fengi nasaþef af henni, yrði sama rugl og partístand þar og hafði verið í gömlu íbúðinni minni,“ útskýrir Ásta. Þó fór það þannig að parið flutti þangað inn og missti Ásta íbúðina stuttu síðar. Þá kom sex mánaða tími þar sem kærastinn sat inni og um tíma fóru þau bæði á áfangaheimil; Ásta á Brú en hann á Sporið. „Við komum á áfangaheimilin í október og við erum bæði kolfallin um miðjan desember.“ Árið 2010 segir Ásta hafa verið versta ár lífs hennar. Ruglið og neyslan hafi verið svo rosalegt og hún að mestu leyti á hrakhólum. „Síðan þurfti ég að sitja aftur inni 2010 í einn mánuð og fór síðan aftur í meðferð á Hlaðgerðarkot en var rekin þar eftir að upp komst að ég og þrjár aðrar vorum á fullu í neyslu.“ Dæturnar hitti hún sjaldan. „Ég bjó mér til þá reglu að svara þeim alltaf þegar þær hringdu. Þótt það væri bara til þess að segja að ég væri ekki í neinu ástandi til að tala. En ég vildi frekar segja þeim það, en að þær væru að hringja og hringja án árangurs en með áhyggjur.“ Svo mikið var ruglið að þrátt fyrir ýmiss veikindi, fékk það Ástu ekki til að hugsa sinn gang. „Eftir að hafa sofnað í gömlum og yfirgefnum bíl sem var uppfullur af raka, fékk ég sýkingu á heilabörkinn sem leiddi til þess að heilinn á mér bólgnaði út. Ég man að ég fór til systur minnar sem spurði mig hvort ég ætlaði ekki á spítalann en ég sagði bara Nei, fór á Konukot og svaf þar.“ Ásta er stolt af því í dag að eiga þrjár ömmudætur sem hafa aldrei séð hana undir áhrifum og að hún sé góð fyrirmynd dætra sinna: Það er hægt að snúa við blaðinu og ná árangri! Það hversu vel Ástu gekk í skóla og hversu vel henni gengur í lífi og starfi í dag er nánast lygilegt með tilliti til þess hvernig lífið hennar var í svo marga áratugi á undan. 47 kíló í meðferð Loks kom þó að því að Ásta var algjörlega búin á því. Ég var orðin 47 kíló og það eitt að labba Bankastrætið var orðið mér ofviða. Ég var búin á því andlega og líkamlega en blessunarlega svo heppin að komast á Krýsuvík. Ég var enn með kærastanum þegar ég fór í þá meðferð en sem betur fer, er eins og á Krýsuvík hafi eitthvað gerst. Ég einhvern veginn vaknaði.“ Ásta var á Krýsuvík í átta mánuði og svo á Dyngjunni í 27 mánuði. Það sem við tók næstu árin á eftir er lyginni líkast. Því Ásta þáði styrk frá Menntunarsjóðnum, sem varð til fyrir tilstilli Mæðrastyrksnefndar fyrir um áratug. Frá því þá, hafa um 300 konur klárað nám sem hlotið hafa styrk frá sjóðnum. Árið 2015 og aftur árið 2016 sagði Stöð 2 frá frábærum árangri Ástu. Sem einfaldlega dúxaði í náminu, fyrst með því að klára skrifstofunám og síðar varð hún viðurkenndur bókari. Og Ásta er þakklát þessum stuðningi. „Enda hvet ég fólk til að kaupa Mæðrastyrkskertið því án þeirra væri ég ekki hér.“ Um frábæran árangur Ástu má sjá í meðfylgjandi sjónvarpsfréttum sem Vísir sagði einnig frá. Lífið fór loks að leika við Ástu, sem árið 2019 ákvað að fara til Danmerkur og athuga hvort henni litist þannig á að búa mögulega þar frekar en á Íslandi. „Því eldri dóttir mín og kærastinn hennar fluttu þangað þá, eftir að hafa farið í meðferð í Svíþjóð. Dæturnar urðu líka óléttar á sama tíma þannig að ég fæ fyrstu barnabörnin mín með stuttu millibili; Önnur dótturdóttirin fæðist 3.október en hin þann 26.október,“ segir Ásta með stoltum ömmusvip. En fleiri tækifæri bönkuðu á dyrnar. „Ég sótti um vinnu á fullt af stöðum og komst í viðtal á einum stað. Sá vinnuveitandi endaði þó með að ráða aðra konu en árið 2019 hringir maðurinn aftur í mig og spyr mig hvað ég sé að gera, því að þeim vantaði bókara.“ Hin ráðningin hafði þá ekki gengið upp og úr varð að Ásta var ráðin og starfar þar enn. „Ég gæti ekki hafa verið heppnari því þetta er frábær vinnustaður,“ segir Ásta um fyrirtækið Skrifstofuvörur að Skútuvogi 11. ,,Þetta er fjölskyldufyrirtæki í miklum blóma og frá upphafi hefur gengið rosalega vel hjá okkur.“ Fyrir tilviljun var Ásta samt komin með annan fótinn til Danmerkur þá, því þegar atvinnutilboðið kom var hún á leiðinni til Danmerkur til að vera þar í sex mánuði. „En yfirmaðurinn minn sagði bara: Nú það er ekkert mál, þú tekur bara tölvuna með þér!“ Eftir þetta hálfa ár segir Ásta að Covid hafi nánast hafist daginn eftir heimkomu. „Árið 2022 kemur upp sú hugmynd að yngri stelpan mín og kærastinn hennar myndu líka flytja til Danmerkur. Ég var fljót að grípa boltann og sagði strax: Já þá flytjum við öll!“ segir Ásta og skellir upp úr. „Ég tilkynnti eldri dótturinni strax að við værum að koma enda gat enginn hætt við neitt eftir það.“ Ástu líkar lífið vel í Danmörku þar sem hún býr í Sønderborg og skreppur oft yfir til Þýskalands að versla. „Já það er miklu hagstæðara að kaupa gos og alls kyns þar því sykurskatturinn er svo hár í Danmörku,“ útskýrir Ásta. Þegar talið berst að krabbameininu, lýsir Ásta því í raun betur hversu hrædd hún var við lyfin frekar en sjúkdóminn. Hún segist alltaf vera opinská um neyslutímann sinn, enda skipti miklu að fá stuðning í meðferðinni sem fyrrverandi fíkill. Síðustu vikur hafa þó verið nokkuð strembnar því í janúar síðastliðnum fer Ásta í fyrstu aðgerðina og í kjölfarið er hún greind með krabbameinið. Í febrúar fer hún í aðra aðgerð, svokallaðan fleigskurð en hann dugði ekki til. Þriðja aðgerðin var því í mars síðastliðnum þegar annað brjóstið var fjarlægt. Fyrir um mánuði byrjaði Ásta síðan á fyrirbyggjandi lyfjameðferð til fimm ára og næstu þrjú árin, fer hún líka á sex mánaða fresti í lyfjagjöf vegna beinþynningar, sem lyfin valda. „Ég get alveg þolað þetta krabbamein. En ég myndi ekki þola að falla aftur,“ segir Ásta einlæg. Í Danmörku hefur ein lítil átján mánaða bæst í hópinn og því eru barnabörnin orðin þrjú. „Ég vil koma á framfæri þakklæti til fjölskyldu minnar því að þau eiga svo mikið í batanum mínum, með öllum stuðningnum og hjálpinni í gegnum tíðinni. Sérstaklega litla systir, hún gafst aldrei upp á mér,“ segir Ásta og vísar þar til Dagnýjar systur sinnar Kristmannsdóttur. Ásta nefnir líka sérstaklega, hversu vel seinni barnsfaðir hennar hafi stutt hana alla tíð. Til dæmis með matarinnkaupum eða öðru sem tryggði að stelpunum vanhagaði ekki um neitt. Enn í dag er mikið og gott samband við hann og eiginkonu hans og í lýsingu Ástu má heyra að í Danmörku hittast oft allir eins og ein stór fjölskylda; foreldrar og börn. En ertu með einhver skilaboð til fólks þarna úti, sem mögulega er í svipaðri stöðu og þú varst í: „Aldrei að gefast upp og aldrei að missa vonina. Því nú er ég búin að vera edrú í 160 mánuði og það sem hefur áunnist á þessum tíma er einfaldlega lygilegt: Ég er edrú, búin að mennta mig, komin með bílpróf, í mjög góðu starfi og flutt til útlanda. Ég er líka sterk fyrirmynd fyrir dætur mínar og lifandi sönnun þess að það er hægt að hætta. Ég á þrjú barnabörn sem hafa aldrei séð ömmu sína undir áhrifum,“ segir Ásta og ljóst að það er vel hægt að telja upp enn fleiri atriði ef eitthvað er. „Ég hvet konur sem eru þarna úti og eitthvað að ströggla til að leita til Menntunarsjóðsins. Því þær sem að honum standa hafa hjálpað mér ótrúlega mikið. Ekki bara með fjárstyrk.“ Ásta segist koma reglulega til Íslands og í vinnunni sinni leysir hún yfirmann sinn oft af. Þá sé hún dugleg að rækta sjálfan sig, fara með bænir og peppa sig upp með hrósi. „Við konurnar sem kynnumst í Dyngjunni eftir meðferðina á Krýsuvík höldum líka vel hópnum en þær eru flestar edrú í dag,“ segir Ásta og tiltekur að hún hafi loks eftir þá meðferð sagt algjörlega skilið við sinn gamla félagsskap. „Ég þurfti líka að sitja af mér sex mánaða dóm en það tilraunaverkefni var sett á laggirnar og prófað með mér, að ég fengi að sitja þann dóm af mér þegar ég var á Dyngjunni. Sem gekk mjög vel og ég veit að fleiri konur hafa fengið það tækifæri á eftir mér.“ Ásta segir líka svo mikið frelsi fylgja því að verða edrú. Svo mörg atriði breytist. „Ég fékk til dæmis félagslega íbúð eftir að ég kom frá Dyngjunni. Þá íbúð skilaði ég stolt af mér þegar ég flutti hingað út og mikið rosalega var það góð tilfinning að skila af mér íbúð með ekkert í skuld né skemmt,“ segir Ásta og bætir við: Margir hváðu reyndar við og spurðu mig í hneykslan: Ha, ætlarðu að skila af þér íbúðinni? Og ég sagði auðvitað Já, annað hvarflaði ekki að mér. Enda vona ég að nú búi í henni einhver önnur kona, einstæð móðir eins og ég var sem nær að vinna sig upp í lífinu eins og ég.“
Fíkn Fíkniefnabrot Fangelsismál Fjölskyldumál Skóla- og menntamál Meðferðarheimili Íslendingar erlendis Starfsframi Tengdar fréttir Gallstasi á meðgöngu: „Ég grátbað um að ég yrði sett af stað“ „Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008. 28. apríl 2024 08:00 Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn“ „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík. 31. mars 2024 08:00 Krabbameinið sem týndist: „Fyrst sagði ég bara fokk!“ „Það fyrsta sem ég hugsaði var hvernig ég ætti að segja henni það,“ segir Sigurvin Samúelsson þegar hann rifjar upp hvað fór í gegnum hugann á honum, fyrst þegar honum var tilkynnt að hann væri með krabbamein. 28. mars 2024 08:00 „Fólk situr uppi með bankalánin þótt það missi húsin sín“ „Ég er fædd og uppalin í þessari borg og áður en Rússarnir komu, hafði ég ekki í eitt augnablik velt því fyrir mér að flytja þaðan. Enda var ég gift, hamingjusöm, átti fjögurra ára strák, er vel menntuð og var í mjög góðu starfi hjá stóru fyrirtæki,“ segir Yulia Zhatkina flóttakona frá Úkraínu. 18. febrúar 2024 10:30 Nauðgað tveggja til níu ára: „Við þurfum samt líka að trúa strákunum“ „Reyndar veit ég ekki hvers vegna þetta hætti þegar ég var níu ára. Ég hef aldrei spurt hann að því.“ 21. janúar 2024 08:01 Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Gallstasi á meðgöngu: „Ég grátbað um að ég yrði sett af stað“ „Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008. 28. apríl 2024 08:00
Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn“ „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík. 31. mars 2024 08:00
Krabbameinið sem týndist: „Fyrst sagði ég bara fokk!“ „Það fyrsta sem ég hugsaði var hvernig ég ætti að segja henni það,“ segir Sigurvin Samúelsson þegar hann rifjar upp hvað fór í gegnum hugann á honum, fyrst þegar honum var tilkynnt að hann væri með krabbamein. 28. mars 2024 08:00
„Fólk situr uppi með bankalánin þótt það missi húsin sín“ „Ég er fædd og uppalin í þessari borg og áður en Rússarnir komu, hafði ég ekki í eitt augnablik velt því fyrir mér að flytja þaðan. Enda var ég gift, hamingjusöm, átti fjögurra ára strák, er vel menntuð og var í mjög góðu starfi hjá stóru fyrirtæki,“ segir Yulia Zhatkina flóttakona frá Úkraínu. 18. febrúar 2024 10:30
Nauðgað tveggja til níu ára: „Við þurfum samt líka að trúa strákunum“ „Reyndar veit ég ekki hvers vegna þetta hætti þegar ég var níu ára. Ég hef aldrei spurt hann að því.“ 21. janúar 2024 08:01