Kveðjuleikur Klopp í hættu? | „Meðvitaður um stöðuna“ Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2024 13:31 Jurgen Klopp á aðeins tvo leiki eftir í starfi sínu sem knattspyrnustjóri Liverpool Vísir/Getty Fari svo að Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fái gult spjald í leik Liverpool á móti Aston Villa á mánudaginn kemur er ljóst að hann mun ekki geta verið á hliðarlínunni í síðasta leik sínum á Anfield gegn Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Reglur enska knattspyrnusambandsins í þessum efnum eru skýrar og er farið yfir stöðuna í umfjöllun á vegum The Athletic. Fari svo að knattspyrnustjóri safni saman þremur gulum spjöldum fer hann sjálfkrafa í eins leiks bann. Verði gulu spjöldin svo sex talsins á einhverjum tímapunkti, á meðan á tímabilinu stendur, fer umræddur stjóri í tveggja leikja bann. Eftir því sem gulu spjöldunum fjölgar verður refsingin svo þyngri og þyngri og sértu snælduvitlaus á hliðarlínunni og safnar saman tólf gulum spjöldum er ljóst að þú verður dreginn fyrir dóm knattspyrnusambandsins og átt yfir höfði þér ákæru fyrir misferli. Góðu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool eru hins vegar þær að Klopp, sem hefur fengið að líta tvö gul spjöld á tímabilinu, er meðvitaður um stöðuna og mun reyna sitt allra besta í því að halda sig á mottunni í komandi leik gegn Aston Villa. „Ég hef verið meðvitaður um stöðuna til lengri tíma núna,“ segir Klopp aðspurður um stöðu sína á tveimur gulum spjöldum og mögulegt bann með einu slíku til viðbótar. „Við gætum snúið þessu við og sagt að ég hafi aðeins fengið tvö gul spjöld á tímabilinu. Nokkrir af kollegum mínum hafa verið settir í bann er það ekki? Ég hef róast með árunum. Ég þarf svo sem ekki að vera á hliðarlínunni á lokadegi tímabilsins en það væri kúl. Ég mun reyna mitt allra besta til að blandast ekki í einhverjar deilur.“ Margir á hættusvæði Jurgen Klopp er ekki eini knattspyrnustjóri deildarinnar sem þarf að feta veg góðrar háttsemi og stillu til að koma í veg fyrir bann í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Knattspyrnustjórar á borð við Mikel Arteta hjá Arsenal, David Moyes hjá West Ham, Ange Postecoglou hjá Tottenham, Thomas Frank hjá Brentford, Andoni Iraola hjá Bournemouth, Gary O´Neil hjá Wolves og Nuno Espirito Santo hjá Nottingham Forest eru allir á hættusvæði með tvö gul spjöld á bakinu. Þá er Roberto De Zerbi á hættusvæði með fimm gul spjöld á bakinu. Eitt til viðbótar sendir hann í tveggja leikja bann. Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Sjá meira
Reglur enska knattspyrnusambandsins í þessum efnum eru skýrar og er farið yfir stöðuna í umfjöllun á vegum The Athletic. Fari svo að knattspyrnustjóri safni saman þremur gulum spjöldum fer hann sjálfkrafa í eins leiks bann. Verði gulu spjöldin svo sex talsins á einhverjum tímapunkti, á meðan á tímabilinu stendur, fer umræddur stjóri í tveggja leikja bann. Eftir því sem gulu spjöldunum fjölgar verður refsingin svo þyngri og þyngri og sértu snælduvitlaus á hliðarlínunni og safnar saman tólf gulum spjöldum er ljóst að þú verður dreginn fyrir dóm knattspyrnusambandsins og átt yfir höfði þér ákæru fyrir misferli. Góðu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool eru hins vegar þær að Klopp, sem hefur fengið að líta tvö gul spjöld á tímabilinu, er meðvitaður um stöðuna og mun reyna sitt allra besta í því að halda sig á mottunni í komandi leik gegn Aston Villa. „Ég hef verið meðvitaður um stöðuna til lengri tíma núna,“ segir Klopp aðspurður um stöðu sína á tveimur gulum spjöldum og mögulegt bann með einu slíku til viðbótar. „Við gætum snúið þessu við og sagt að ég hafi aðeins fengið tvö gul spjöld á tímabilinu. Nokkrir af kollegum mínum hafa verið settir í bann er það ekki? Ég hef róast með árunum. Ég þarf svo sem ekki að vera á hliðarlínunni á lokadegi tímabilsins en það væri kúl. Ég mun reyna mitt allra besta til að blandast ekki í einhverjar deilur.“ Margir á hættusvæði Jurgen Klopp er ekki eini knattspyrnustjóri deildarinnar sem þarf að feta veg góðrar háttsemi og stillu til að koma í veg fyrir bann í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Knattspyrnustjórar á borð við Mikel Arteta hjá Arsenal, David Moyes hjá West Ham, Ange Postecoglou hjá Tottenham, Thomas Frank hjá Brentford, Andoni Iraola hjá Bournemouth, Gary O´Neil hjá Wolves og Nuno Espirito Santo hjá Nottingham Forest eru allir á hættusvæði með tvö gul spjöld á bakinu. Þá er Roberto De Zerbi á hættusvæði með fimm gul spjöld á bakinu. Eitt til viðbótar sendir hann í tveggja leikja bann.
Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Sjá meira