Leita enn að þeim sem réðu barnabarninu bana Jón Þór Stefánsson skrifar 11. maí 2024 10:00 Ingunn Ása Ingvadóttir er amma Iyönnu Brown sem var skotin til bana í Detroit-borg í fyrra. Vísir/Ívar Fannar Sá eða þeir sem urðu Iyönnu Brown að bana í júlímánuði í fyrra í Detroit-borg í Bandaríkjunum eru enn ekki fundnir. Frá þessu greinir amma hennar Ingunn Ása Mency Ingvadóttir í samskiptum við fréttastofu, en Iyanna, sem hefði orðið 24 ára gömul í gær, átti íslenska fjölskyldu. Hún bjó einnig á Íslandi um tíma. Ingunn vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Iyanna var í bíl með vini sínum þegar hún var skotin rétt eftir miðnætti þann þrettánda júlí síðastliðinn. Viðbragðsaðilar fluttu Iyönnu í flýti á sjúkrahús en hún lést af sárum sínum. Greint var frá því í fyrra að talið væri að vinur Iyönnu, sem var með henni í bílnum, væri skotmark árásarinnar en hann komst lífs af. Hinn grunaði eða grunuðu eru talin hafa keyrt um á svörtum jeppa, og ekið af vettvangi í umræddum bíl. Bandaríski miðillinn CBS fjallaði um málið í mars síðastliðnum. Þar sagði að fjölskylda Iyönnu biði enn svara, tæpu ári eftir morðið. Samtök sem berjast gegn glæpum, Crime Stoppers of Michigan, hafa lagt fjölskyldunni lið og bjóða 2500 dollara, sem jafngildir um 350 þúsund krónum, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku. Þar að auki hefur fólki verið bent á að gefa nafnlausar ábendingar um skotárásina í gegnum vefsíðuna 1800speakup.org. Líkt og áður segir á Iyanna ættir að rekja til Íslands. Amma hennar, Ingunn Ása, er íslensk og móðir hennar, Esther María Mency, er hálfíslensk og fæddist hér á landi. Þær mæðgur bjuggu um tíma á Íslandi. Ingunn Ása tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka,“ sagði Ingunn um Iyönnu. Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Frá þessu greinir amma hennar Ingunn Ása Mency Ingvadóttir í samskiptum við fréttastofu, en Iyanna, sem hefði orðið 24 ára gömul í gær, átti íslenska fjölskyldu. Hún bjó einnig á Íslandi um tíma. Ingunn vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Iyanna var í bíl með vini sínum þegar hún var skotin rétt eftir miðnætti þann þrettánda júlí síðastliðinn. Viðbragðsaðilar fluttu Iyönnu í flýti á sjúkrahús en hún lést af sárum sínum. Greint var frá því í fyrra að talið væri að vinur Iyönnu, sem var með henni í bílnum, væri skotmark árásarinnar en hann komst lífs af. Hinn grunaði eða grunuðu eru talin hafa keyrt um á svörtum jeppa, og ekið af vettvangi í umræddum bíl. Bandaríski miðillinn CBS fjallaði um málið í mars síðastliðnum. Þar sagði að fjölskylda Iyönnu biði enn svara, tæpu ári eftir morðið. Samtök sem berjast gegn glæpum, Crime Stoppers of Michigan, hafa lagt fjölskyldunni lið og bjóða 2500 dollara, sem jafngildir um 350 þúsund krónum, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku. Þar að auki hefur fólki verið bent á að gefa nafnlausar ábendingar um skotárásina í gegnum vefsíðuna 1800speakup.org. Líkt og áður segir á Iyanna ættir að rekja til Íslands. Amma hennar, Ingunn Ása, er íslensk og móðir hennar, Esther María Mency, er hálfíslensk og fæddist hér á landi. Þær mæðgur bjuggu um tíma á Íslandi. Ingunn Ása tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka,“ sagði Ingunn um Iyönnu.
Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira