MAST olli Brúneggjum tjóni en RÚV sýknað Jón Þór Stefánsson skrifar 10. maí 2024 15:43 Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri Brúneggja Landsréttur sýknaði Ríkisútvarpið en dæmdi Matvælastofnun til skaðabótaábyrgðar í dag í skaðabótamáli fyrrverandi eigenda Brúneggja. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað stofnanirnar tvær í málinu. Málið varðar umfjöllun Kastljóss 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. Fyrirtækið var í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Bjarna Jónssona sem höfðuðu málið í gegnum félögin Bala ehf. og Geysi-Fjárfestingafélag ehf. Landsréttur dæmdi MAST til skaðabótaábyrgðar í málinu, og þá er stofnuninni einnig gert að greiða Bala annars vegar og Geysi hins vegar fjórar milljónir hvoru um sig. Að mati Landsréttar mátti MAST ekki afhenda RÚV gögn sem vörðuðu starfsemi Brúneggja. Í dómnum segir að augljóst sé að strax í kjölfar þess að Kastljósþátturinn var sýndur hafi orðið hrun í sölu afurða Brúneggja. Slá megi því föstu að afhending stofnunarinnar á gögnum og yfirlýsingar starfsmanna hennar hafi orsakað þetta hrun. Sérstaklega er minnst á nokkur ummæli yfirdýralæknis MAST sem að mati dómsins féll ekki innan hlutverks stofnunarinnar. Sú háttsemi var ólögmæt og saknæm samkvæmt Landsrétti. Ummælin eru eftirfarandi: „Það verður að segjast eins og er að það er ekkert bú í líkingu við Brúnegg. Víða er pottur brotinn, en, en ekki í þessum mæli.“ „Aðgerðum gegn Brúneggjum er ekki lokið. Við erum ennþá með fyrirtækið í, ja, ég ætla nú ekki að segja gjörgæslu, en, en við erum að fylgjast mjög vel með því.“ „Það kemur mér virkilega á óvart að menn skuli ekki bregðast við kröfum um úrbætur sem að opinber stofnun gerir á þá. Heldur gefi sig ekki fyrr en í fulla hnefana þegar á að fara að beita hörðustu þvingunum sem að, sem að til eru.“ Um umfjöllun Kastljóss segir Landsréttur að ekki verði séð að hún hafi verið efnislega röng, ekki haft fréttagildi eða erindi við almenning. Að því virtu þótti ekki hafa verið fært sönnur á að RÚV hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Umfjöllun Kastljóss um Brúneggjamálið svokallaða vakti mikla athygli á sínum tíma. Tryggvi Aðalbjörnsson hlaut blaðamannaverðlaun fyrir þátt sinni í umfjölluninni árið 2017. Brúneggjamálið Dómsmál Matvælaframleiðsla Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Málið varðar umfjöllun Kastljóss 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. Fyrirtækið var í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Bjarna Jónssona sem höfðuðu málið í gegnum félögin Bala ehf. og Geysi-Fjárfestingafélag ehf. Landsréttur dæmdi MAST til skaðabótaábyrgðar í málinu, og þá er stofnuninni einnig gert að greiða Bala annars vegar og Geysi hins vegar fjórar milljónir hvoru um sig. Að mati Landsréttar mátti MAST ekki afhenda RÚV gögn sem vörðuðu starfsemi Brúneggja. Í dómnum segir að augljóst sé að strax í kjölfar þess að Kastljósþátturinn var sýndur hafi orðið hrun í sölu afurða Brúneggja. Slá megi því föstu að afhending stofnunarinnar á gögnum og yfirlýsingar starfsmanna hennar hafi orsakað þetta hrun. Sérstaklega er minnst á nokkur ummæli yfirdýralæknis MAST sem að mati dómsins féll ekki innan hlutverks stofnunarinnar. Sú háttsemi var ólögmæt og saknæm samkvæmt Landsrétti. Ummælin eru eftirfarandi: „Það verður að segjast eins og er að það er ekkert bú í líkingu við Brúnegg. Víða er pottur brotinn, en, en ekki í þessum mæli.“ „Aðgerðum gegn Brúneggjum er ekki lokið. Við erum ennþá með fyrirtækið í, ja, ég ætla nú ekki að segja gjörgæslu, en, en við erum að fylgjast mjög vel með því.“ „Það kemur mér virkilega á óvart að menn skuli ekki bregðast við kröfum um úrbætur sem að opinber stofnun gerir á þá. Heldur gefi sig ekki fyrr en í fulla hnefana þegar á að fara að beita hörðustu þvingunum sem að, sem að til eru.“ Um umfjöllun Kastljóss segir Landsréttur að ekki verði séð að hún hafi verið efnislega röng, ekki haft fréttagildi eða erindi við almenning. Að því virtu þótti ekki hafa verið fært sönnur á að RÚV hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Umfjöllun Kastljóss um Brúneggjamálið svokallaða vakti mikla athygli á sínum tíma. Tryggvi Aðalbjörnsson hlaut blaðamannaverðlaun fyrir þátt sinni í umfjölluninni árið 2017.
Brúneggjamálið Dómsmál Matvælaframleiðsla Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira