Þeir Sverrir og Mikael léku báðir allan leikinn með sínum liðum, Sverrir á sínum stað í hjarta varnar Midtjylland og Mikael úti á vinstri vængnum hjá AGF.
Hinn kóreski Gue-sung Cho kom heimamönnnum yfir á 24. mínútu og lagði síðan upp mark skömmu seinna og dugðu þeir heimamönnum til sigurs en AGF minnkuðu muninn með hjálp VAR áður en fyrri hálfleikur var á enda.
Sigurinn þýðir að Midtjylland jafna FCK að stigum en næsti leikur liðanna gæti ráðið úrslitum í titilbaráttunni þegar FCK og Midtjylland mætast á fimmtudaginn.