Óska eftir tilnefningum um Reykvíking ársins Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2024 18:06 Reykvíkingur ársins í fyrra var Mikael Marinó Rivera grunnskólakennari í Rimaskóla í Grafarvogi. Á myndinni er hann kampakátur við opnun Elliðaánna síðasta sumar. Vísir/Sigurjón Borgarstjórinn í Reykjavík óskar í fjórtánda sinn eftir ábendingum frá borgarbúum um Reykvíking sem verið hefur öðrum til fyrirmyndar í borgarsamfélaginu. Ábendingarnar verða notaðar til að velja Reykvíking ársins. Í tilkynningu frá borginni segir að til greina komi aðeins einstaklingar sem hafi verið til fyrirmyndar eða sýnt af sér háttsemi eða atferli sem kemur Reykjavík og íbúum borgarinnar til góða á einhvern hátt. „Þetta gæti verið einhver sem hefur haft jákvæð áhrif á borgarlífið, sýnt nærumhverfinu alúð eða gert mikið gagn í borginni á undanförnum árum með einhverjum hætti,“ segir í tilkynningunni og að hann, hún eða hán sem hlýtur viðurkenningu sem Reykvíkingur ársins muni opna Elliðaárnar með því að renna fyrir laxi í ánni ásamt borgarstjóra, í boði Stangveiðifélags Reykjavíkur sem hefur árnar á leigu. Frestur til að senda inn tilnefningar rennur út mánudaginn 10. júní 2024. Þriggja manna dómnefnd velur Reykvíking ársins úr innsendum tillögum. Virkjaði nemendur á þeirra eigin áhugasviði Reykvíkingur ársins í fyrra var Mikael Marinó Rivera grunnskólakennari í Rimaskóla í Grafarvogi fyrir að virkja nemendur sem finna ekki sitt áhugasvið í hefðbundnum námsgreinum í skólanum. Hann bauð meðal annars upp á valáfanga í fluguveiði, Lord of the Rings, þar sem kafað er dýpra í hugarheim Tolkiens, hlaðvarp þar sem nemendur læra að gera hlaðvörp, allt frá handritagerð til birtingar á efni og Ökuskóla Mikaels, sem er undirbúningur fyrir hefðbundið ökunám. Ábendingar um einstaklinga eru vel þegnar og ber að senda þær inn ásamt rökstuðningi um það hvers vegna viðkomandi einstaklingur á heiðurinn skilinn á netfangið hugmynd@reykjavik.is. Reykjavík Stangveiði Tengdar fréttir Reykvíkingur ársins er „fullkominn kennari“ sem hugsar út fyrir skólastofuna Nemendur manns sem var í dag útnefndur Reykvíkingur ársins segja hann fullkominn kennara sem geri allt fyrir nemendur sína. Sjálfur segir hann mikilvægast að hugsa út fyrir skólastofuna og að vera hress og sanngjarn. 20. júní 2023 11:28 Reykvíkingur ársins Mikael Marinó opnaði Elliðaárnar í morgun Mikael Marinó Rivera, grunnskólakennari í Rimaskóla í Grafarvogi er Reykvíkingur ársins 2023. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti valið í morgun við opnun Elliðaánna en þetta er í þrettánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. 20. júní 2023 09:10 „Fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri“ Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið. 20. júní 2022 21:00 Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira
Í tilkynningu frá borginni segir að til greina komi aðeins einstaklingar sem hafi verið til fyrirmyndar eða sýnt af sér háttsemi eða atferli sem kemur Reykjavík og íbúum borgarinnar til góða á einhvern hátt. „Þetta gæti verið einhver sem hefur haft jákvæð áhrif á borgarlífið, sýnt nærumhverfinu alúð eða gert mikið gagn í borginni á undanförnum árum með einhverjum hætti,“ segir í tilkynningunni og að hann, hún eða hán sem hlýtur viðurkenningu sem Reykvíkingur ársins muni opna Elliðaárnar með því að renna fyrir laxi í ánni ásamt borgarstjóra, í boði Stangveiðifélags Reykjavíkur sem hefur árnar á leigu. Frestur til að senda inn tilnefningar rennur út mánudaginn 10. júní 2024. Þriggja manna dómnefnd velur Reykvíking ársins úr innsendum tillögum. Virkjaði nemendur á þeirra eigin áhugasviði Reykvíkingur ársins í fyrra var Mikael Marinó Rivera grunnskólakennari í Rimaskóla í Grafarvogi fyrir að virkja nemendur sem finna ekki sitt áhugasvið í hefðbundnum námsgreinum í skólanum. Hann bauð meðal annars upp á valáfanga í fluguveiði, Lord of the Rings, þar sem kafað er dýpra í hugarheim Tolkiens, hlaðvarp þar sem nemendur læra að gera hlaðvörp, allt frá handritagerð til birtingar á efni og Ökuskóla Mikaels, sem er undirbúningur fyrir hefðbundið ökunám. Ábendingar um einstaklinga eru vel þegnar og ber að senda þær inn ásamt rökstuðningi um það hvers vegna viðkomandi einstaklingur á heiðurinn skilinn á netfangið hugmynd@reykjavik.is.
Reykjavík Stangveiði Tengdar fréttir Reykvíkingur ársins er „fullkominn kennari“ sem hugsar út fyrir skólastofuna Nemendur manns sem var í dag útnefndur Reykvíkingur ársins segja hann fullkominn kennara sem geri allt fyrir nemendur sína. Sjálfur segir hann mikilvægast að hugsa út fyrir skólastofuna og að vera hress og sanngjarn. 20. júní 2023 11:28 Reykvíkingur ársins Mikael Marinó opnaði Elliðaárnar í morgun Mikael Marinó Rivera, grunnskólakennari í Rimaskóla í Grafarvogi er Reykvíkingur ársins 2023. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti valið í morgun við opnun Elliðaánna en þetta er í þrettánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. 20. júní 2023 09:10 „Fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri“ Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið. 20. júní 2022 21:00 Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira
Reykvíkingur ársins er „fullkominn kennari“ sem hugsar út fyrir skólastofuna Nemendur manns sem var í dag útnefndur Reykvíkingur ársins segja hann fullkominn kennara sem geri allt fyrir nemendur sína. Sjálfur segir hann mikilvægast að hugsa út fyrir skólastofuna og að vera hress og sanngjarn. 20. júní 2023 11:28
Reykvíkingur ársins Mikael Marinó opnaði Elliðaárnar í morgun Mikael Marinó Rivera, grunnskólakennari í Rimaskóla í Grafarvogi er Reykvíkingur ársins 2023. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti valið í morgun við opnun Elliðaánna en þetta er í þrettánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. 20. júní 2023 09:10
„Fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri“ Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið. 20. júní 2022 21:00