Erlent

Blinken í ó­vænta heim­sókn til Kænugarðs

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Blinken kom til Kænugarðs með lest snemma í morgun.
Blinken kom til Kænugarðs með lest snemma í morgun. Brendan Smialowski/Pool Photo via AP

Antony Blinken Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í morgun til Kænugarðs í Úkraínu en stór vopnasending var loksins að berast Úkraínumönnum á víglínurnar eftir að málið hafði stöðvast í bandaríska þinginu í langan tíma.

Búist er við því að hann hitti Volodómír Selenskí forseta og fleiri ráðamenn í dag. Átökin á víglínunni hafa harðnað síðustu daga og segjast Rússar hafa ráðist inn í landamærabæinn Vovchansk sem er í grennd við Úkraínsku borgina Kharkiv, sem er næst stærsta borg landsins. Úkraínumenn segjast þó hafa náð að hrekja Rússana á brott frá úthverfum bæjarins en þeir hafa enn nokkur þorp í grenndinni á sínu valdi.

Þúsundir íbúa svæðisins hafa flúið í átt að Kharkív og óttast Úkraínumenn að stórskotaliðsárásir verði gerðar á borgina á næstunni, komist þeir í færi við borgina.


Tengdar fréttir

Hefja árásir nærri Karkív

Rússneskir hermenn gerðu í morgun atlögu að vörnum Úkraínumanna nærri Karkív, í norðurhluta Úkraínu. Forsvarsmenn úkraínska hersins eru að senda liðsauka á svæðið en segja að árásin hafi verið stöðvuð. Um nokkuð skeið hefur verið talið að Rússar ætli sér að gera atlögu að borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×