Búist er við því að hann hitti Volodómír Selenskí forseta og fleiri ráðamenn í dag. Átökin á víglínunni hafa harðnað síðustu daga og segjast Rússar hafa ráðist inn í landamærabæinn Vovchansk sem er í grennd við Úkraínsku borgina Kharkiv, sem er næst stærsta borg landsins. Úkraínumenn segjast þó hafa náð að hrekja Rússana á brott frá úthverfum bæjarins en þeir hafa enn nokkur þorp í grenndinni á sínu valdi.
Þúsundir íbúa svæðisins hafa flúið í átt að Kharkív og óttast Úkraínumenn að stórskotaliðsárásir verði gerðar á borgina á næstunni, komist þeir í færi við borgina.