Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Lovísa Arnardóttir skrifar 14. maí 2024 09:26 Konurnar þrjár sem flogið var til Frankfurt í nótt. Þær eru allar frá Nígeríu og verður flogið þangað í dag. Myndin er tekin fyrir tæpu árið síðan þegar konurnar höfðu fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og höfðu að 30 dögum liðnum misst rétt til þjónustu og búsetu samkvæmt, þá nýbreyttum, útlendingalögum Vísir/Vilhelm Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þetta kemur fram í svari frá embætti ríkislögreglustjóra um brottvísun þriggja nígerískra kvenna sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðustu daga. Fram kemur í svarinu að flogið hafi verið með fólkið til Frankfurt í Þýskalandi þar sem þau sameinuðust stærri aðgerð Frontex, Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, sem nú er á leið til Nígeríu. Konurnar þrjár sem flogið var með í gær heita Ester, Mary og Blessing og höfðu verið á landinu í um fjögur til sex ár. Allar höfðu þær greint frá því að vera þolendur mansals. Ekki er vitað hver karlmaðurinn var sem var með þeim í för. Vildu ekki fresta af heilsufarsástæðum Fjallað hefur verið ítarlega um málið síðustu daga en Blessing Uzoma Newton er með æxli í kviðarholi og hafði lögmaður hennar, Helgi Þorsteinsson Silva, óskað eftir frestun brottvísunar af heilsufarsástæðum. Útlendingastofnun varð ekki við þeirri beiðni í gær og fór brottvísun fram þegar gæsluvarðhaldsúrskurður kvennanna þriggja rann út í gær. Brottvísun þeirra var mótmælt á Keflavíkurflugvelli í gær. Þar komu saman um fimmtán til tuttugu manns frá samtökunum No Borders. Ragnheiður Freyja Kristínardóttir var á mótmælunum og sagði við fréttastofu í gær að þótt svo að þau myndu ekki stöðva brottvísun vildu þau ekki að hún færi fram í þögn. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Nígería Tengdar fréttir Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55 „Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. 12. maí 2024 22:03 Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12. maí 2024 14:08 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Sjá meira
Þetta kemur fram í svari frá embætti ríkislögreglustjóra um brottvísun þriggja nígerískra kvenna sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðustu daga. Fram kemur í svarinu að flogið hafi verið með fólkið til Frankfurt í Þýskalandi þar sem þau sameinuðust stærri aðgerð Frontex, Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, sem nú er á leið til Nígeríu. Konurnar þrjár sem flogið var með í gær heita Ester, Mary og Blessing og höfðu verið á landinu í um fjögur til sex ár. Allar höfðu þær greint frá því að vera þolendur mansals. Ekki er vitað hver karlmaðurinn var sem var með þeim í för. Vildu ekki fresta af heilsufarsástæðum Fjallað hefur verið ítarlega um málið síðustu daga en Blessing Uzoma Newton er með æxli í kviðarholi og hafði lögmaður hennar, Helgi Þorsteinsson Silva, óskað eftir frestun brottvísunar af heilsufarsástæðum. Útlendingastofnun varð ekki við þeirri beiðni í gær og fór brottvísun fram þegar gæsluvarðhaldsúrskurður kvennanna þriggja rann út í gær. Brottvísun þeirra var mótmælt á Keflavíkurflugvelli í gær. Þar komu saman um fimmtán til tuttugu manns frá samtökunum No Borders. Ragnheiður Freyja Kristínardóttir var á mótmælunum og sagði við fréttastofu í gær að þótt svo að þau myndu ekki stöðva brottvísun vildu þau ekki að hún færi fram í þögn.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Nígería Tengdar fréttir Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55 „Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. 12. maí 2024 22:03 Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12. maí 2024 14:08 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Sjá meira
Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55
„Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. 12. maí 2024 22:03
Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12. maí 2024 14:08
„Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24