Samstarf við landsbyggðina Sævar Þór Halldórsson skrifar 15. maí 2024 13:00 Nú er í vinnslu hjá allsherjar- og menntamálanefnd frumvarp um Þjóðaróperu, eða í raun breyting á lögum um sviðslistir sem gerir með breytingunum ráð fyrir Þjóðaróperu. Margt er gott í þessu frumvarpi og held ég að það sé gæfuspor fyrir Ísland að stofna til þessarar þjóðaróperu. Þegar hún er orðin fullskipuð þá eiga að starfa hjá henni 12 söngvarar í fullu starfi, 16 kórmeðlimir í hálfu starfi auk annars starfsfólks en margt er samnýtt með Þjóðleikhúsinu. Í frumvarpsdrögunum er talað um að markmið frumvarpsins sé glæða áhuga landsmanna á óperulistum og svo í næstu málsgrein er talað um samstarfsverkefni í öllum landshlutum. Í mínum huga ætti að standa í frumvarpinu að þjóðaróperan starfi í öllum landshlutum, ekki bara að hún standi fyrir samstarfsverkefnum. Með þessu þá er verið að festa þau, sem hafa áhuga á að starfa við Þjóðaróperuna, á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður þetta enn eitt batteríið sem er með starfsemi í höfuðborginni en á svo að sinna öllu landinu en gerir það ekki eða lítið. Það gerir það þá að verkum að þau sem hafa menntað sig í þessu sæki frekar eftir að búa á höfuðborgarsvæðinu og gerir landsbyggðina fátækari af listafólki. Til að breyta þessu og laga þá legg ég til að breytt verði um stefnu og fastráða söngvara/starfsfólk í hverjum landshluta og setja reglur um þáttöku í verkefnum þar. Ýta undir verkefni, stofna til nýrra, vinna með hópum sem eru þar fyrir og svo einnig taka þátt í stærri sýningum í öðrum landshlutum, þar með talið að þetta starfsfólk taki þátt í stóru sýningunum í Eldborg í Hörpu. Mikil fjölbreytni er í listinni á öllu landinu, landsbyggðin þá ekki undanskilin en talsvert meira er um sjálfstæði á landsbyggðinni þar sem ríkið heldur ekki úti stórum listastofnunum sem fjármagna verk eins og það gerir á höfuðborgarsvæðinu. Þá væri hægt að hafa föst verkefni þar sem starfsfólk Þjóðaróperunnar á landsbyggðinni tekur þátt í, með öðru listafólki sem er verkefnaráðið eða jafnvel með hópum sem eru fyrir á staðnum og hafa verið að halda uppi óperulistinni á svæðinu og ýta undir fjölbreytni og hjálpa sjálfstæðu listahópunum að starfa áfram. Ekki bara gera það þannig að við úti á landi fáum mögulega og kannski til okkar valdar sýningar sem gætu borið sig uppi. Heldur hjálpum þessu listformi að lifa út um allt land með sýningum, fræðslu og kynningarstarfi. Höfum það þannig að lokaniðurstaðan ýtir réttilega markmið frumvarpsins sem er að glæða áhuga allra landsmanna á óperulistum. Landsbyggðin á að vera hluti af Þjóðaróperu en ekki bara samstarfsaðili. Höfundur er áhugamaður um landsbyggðina og Óperulistina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðaróperan Byggðamál Menning Alþingi Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Nú er í vinnslu hjá allsherjar- og menntamálanefnd frumvarp um Þjóðaróperu, eða í raun breyting á lögum um sviðslistir sem gerir með breytingunum ráð fyrir Þjóðaróperu. Margt er gott í þessu frumvarpi og held ég að það sé gæfuspor fyrir Ísland að stofna til þessarar þjóðaróperu. Þegar hún er orðin fullskipuð þá eiga að starfa hjá henni 12 söngvarar í fullu starfi, 16 kórmeðlimir í hálfu starfi auk annars starfsfólks en margt er samnýtt með Þjóðleikhúsinu. Í frumvarpsdrögunum er talað um að markmið frumvarpsins sé glæða áhuga landsmanna á óperulistum og svo í næstu málsgrein er talað um samstarfsverkefni í öllum landshlutum. Í mínum huga ætti að standa í frumvarpinu að þjóðaróperan starfi í öllum landshlutum, ekki bara að hún standi fyrir samstarfsverkefnum. Með þessu þá er verið að festa þau, sem hafa áhuga á að starfa við Þjóðaróperuna, á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður þetta enn eitt batteríið sem er með starfsemi í höfuðborginni en á svo að sinna öllu landinu en gerir það ekki eða lítið. Það gerir það þá að verkum að þau sem hafa menntað sig í þessu sæki frekar eftir að búa á höfuðborgarsvæðinu og gerir landsbyggðina fátækari af listafólki. Til að breyta þessu og laga þá legg ég til að breytt verði um stefnu og fastráða söngvara/starfsfólk í hverjum landshluta og setja reglur um þáttöku í verkefnum þar. Ýta undir verkefni, stofna til nýrra, vinna með hópum sem eru þar fyrir og svo einnig taka þátt í stærri sýningum í öðrum landshlutum, þar með talið að þetta starfsfólk taki þátt í stóru sýningunum í Eldborg í Hörpu. Mikil fjölbreytni er í listinni á öllu landinu, landsbyggðin þá ekki undanskilin en talsvert meira er um sjálfstæði á landsbyggðinni þar sem ríkið heldur ekki úti stórum listastofnunum sem fjármagna verk eins og það gerir á höfuðborgarsvæðinu. Þá væri hægt að hafa föst verkefni þar sem starfsfólk Þjóðaróperunnar á landsbyggðinni tekur þátt í, með öðru listafólki sem er verkefnaráðið eða jafnvel með hópum sem eru fyrir á staðnum og hafa verið að halda uppi óperulistinni á svæðinu og ýta undir fjölbreytni og hjálpa sjálfstæðu listahópunum að starfa áfram. Ekki bara gera það þannig að við úti á landi fáum mögulega og kannski til okkar valdar sýningar sem gætu borið sig uppi. Heldur hjálpum þessu listformi að lifa út um allt land með sýningum, fræðslu og kynningarstarfi. Höfum það þannig að lokaniðurstaðan ýtir réttilega markmið frumvarpsins sem er að glæða áhuga allra landsmanna á óperulistum. Landsbyggðin á að vera hluti af Þjóðaróperu en ekki bara samstarfsaðili. Höfundur er áhugamaður um landsbyggðina og Óperulistina.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar