Þórdís í sendinefnd til Georgíu vegna umdeildra laga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. maí 2024 13:51 Margus Tsahkna, utanríkisráðherra Eistlands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, Baiba Braže, utanríkisráðherra Lettlands, og Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litáens, ásamt Salome Zourabichvili, forseta Georgíu. Utanríkisráðuneytið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna. Heimsókn ráðherranna til Georgíu kemur í kjölfar sameiginlegrar yfirlýsingar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á föstudag þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin í Georgíu stríddu gegn evrópskum gildum og reglum. Hægt væri að misnota þau til þess að þagga niður í fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum. Lögin voru samþykkt í gær þrátt fyrir hávær mótmæli tugþúsunda Georgíumanna undanfarnar vikur. Þau eru í anda rússneskra laga sem stjórnvöld í Kreml hafa beitt óspart til þess að kæfa niður andóf og gagnrýna umfjöllun. Samkvæmt georgísku lögunum verða félagasamtök og fjölmiðlar sem fá fimmtung af tekjum sínum erlendis frá að skilgreina sig sem hagsmunaverði erlendra afla. Ráðherrarnir áttu fundi með forseta Georgíu, fulltrúum stjórnvalda, stjórnaranddstöðu og frjálsra félagasamtaka. Með ferðinni vilji ráðherrarnir sýna stuðning við Georgíu og íbúa landsins á vegferð þeirra í átt að frekari aðild að vestrænu samstarfi, bæði Evrópusamstarfi og á vettvangi Atlantshafsbandalagsins, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Georgía hlaut stöðu umsóknarríkis um aðild að Evrópusambandinu í desember og hefur lengi unnið að aðild að Atlantshafsbandalaginu. Lagasetningin nú vekur alvarlegar spurningar um hvert landið stefnir, að mati utanríkisráðuneytisins. „Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin hafa stutt dyggilega við vegferð Georgíu í átt að efnahagslegum og lýðræðislegum umbótum, allar götur síðan þjóðin öðlaðist sjálfstæði á ný,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu í tilkynningunni. „Við óttumst að nýsamþykkt lög um meint gagnsæi erlendra áhrifa muni hafa neikvæð áhrif á stöðu Georgíu í hinum frjálsa heimi og þá er hún í andstöðu við greinilegan meirihlutavilja georgísku þjóðarinnar líkt og viðbrögð almennings bera með sér. Við þessu vildum við bregðast, en valið er að lokum alltaf í höndum Georgíu.“ Utanríkismál Georgía Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Heimsókn ráðherranna til Georgíu kemur í kjölfar sameiginlegrar yfirlýsingar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á föstudag þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin í Georgíu stríddu gegn evrópskum gildum og reglum. Hægt væri að misnota þau til þess að þagga niður í fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum. Lögin voru samþykkt í gær þrátt fyrir hávær mótmæli tugþúsunda Georgíumanna undanfarnar vikur. Þau eru í anda rússneskra laga sem stjórnvöld í Kreml hafa beitt óspart til þess að kæfa niður andóf og gagnrýna umfjöllun. Samkvæmt georgísku lögunum verða félagasamtök og fjölmiðlar sem fá fimmtung af tekjum sínum erlendis frá að skilgreina sig sem hagsmunaverði erlendra afla. Ráðherrarnir áttu fundi með forseta Georgíu, fulltrúum stjórnvalda, stjórnaranddstöðu og frjálsra félagasamtaka. Með ferðinni vilji ráðherrarnir sýna stuðning við Georgíu og íbúa landsins á vegferð þeirra í átt að frekari aðild að vestrænu samstarfi, bæði Evrópusamstarfi og á vettvangi Atlantshafsbandalagsins, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Georgía hlaut stöðu umsóknarríkis um aðild að Evrópusambandinu í desember og hefur lengi unnið að aðild að Atlantshafsbandalaginu. Lagasetningin nú vekur alvarlegar spurningar um hvert landið stefnir, að mati utanríkisráðuneytisins. „Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin hafa stutt dyggilega við vegferð Georgíu í átt að efnahagslegum og lýðræðislegum umbótum, allar götur síðan þjóðin öðlaðist sjálfstæði á ný,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu í tilkynningunni. „Við óttumst að nýsamþykkt lög um meint gagnsæi erlendra áhrifa muni hafa neikvæð áhrif á stöðu Georgíu í hinum frjálsa heimi og þá er hún í andstöðu við greinilegan meirihlutavilja georgísku þjóðarinnar líkt og viðbrögð almennings bera með sér. Við þessu vildum við bregðast, en valið er að lokum alltaf í höndum Georgíu.“
Utanríkismál Georgía Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09