Ederson fór meiddur af velli í 0-2 sigrinum á Spurs sem kom City á topp ensku úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferðina.
Stefan Ortega kom inn á í hans stað og varði til að mynda frábærlega frá Son Heung-min, fyrirliða Tottenham, úr dauðafæri undir lok leiks.
Nú er ljóst að Ortega mun standa milli stanganna hjá City gegn West Ham United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn og gegn Manchester United í úrslitum ensku bikarkeppninnar laugardaginn 25. maí.
Ef City vinnur West Ham, eða nær jafn góðum úrslitum og Arsenal, sem mætir Everton á sama tíma, verður liðið Englandsmeistari fjórða árið í röð.
Ederson hefur leikið 43 leiki með City á tímabilinu en Ortega fimmtán.