Hinn 22 ára gamli Gigović ætlar að spila fyrir bosníska landsliðið í framtíðinni. Gigović er í nýjasta hóp A-landsliðs Bosníu.
„Það er ljóst að við erum mjög vonsviknir en við virðum ákvörðun Armin,“ sagði Kim Källström, yfirmaður knattspyrnumála hjá sænska sambandinu. Sænska ríkissjónvarpið, SVT, segir frá.
Gigović spilar með danska liðinu FC Midtjylland og hefur gert það frá árinu 2023. Hann er öflugur miðjumaður.
Hann lék alls 33 leiki fyrir yngri landslið Svía þar af 21 fyrir sænska 21 árs landsliðið.
Faðir hans er frá Bosníu og lék knattspyrnu í heimalandinu. Móðir hans er frá Serbíu. Hann sjálfur fæddist í Lundi í Svíþjóð árið 2002.
U21-kaptenen Armin Gigović byter landslag
— SVT Sport (@SVTSport) May 16, 2024
⚽️
22-åringen väljer bort Sverige och fortsätter sin landslagskarriär i Bosnien-Hercegovina
Läs mer 👇https://t.co/sjyXeB41cT pic.twitter.com/okp70Cmy8h