Boða sérstakan bæjarstjórnarfund vegna bréfs Eggerts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. maí 2024 10:28 Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss, segir tímasetningu bréfsins furðulega. Vísir/Einar Boðað hefur verið til sérstaks fundar hjá bæjarstjórn Ölfus vegna bréfs sem forstjóri landeldisins First Water sendi bæjarstjórn í fyrradag. Í bréfinu lýsir hann sig andsnúinn því að mölunarverksmiðja rísi í næsta nágrenni við matvælaframleiðslu Eggert Þór Kristófersson forstjóri First Water sendi í gær bréf til bæjastjórnar Þorlákshafnar þar sem meðal annars segir að uppbygging mölunvarverksmiðju Heidelberg fari alls ekki saman við þá hágæða matvælaframleiðslu sem verið er að byggja upp við Laxabraut. Í bréfinu gagnrýnir Eggert sömuleiðis byggingu hafnar á svæði sem First Water sækir jarðsjó í ker sín. Verksmiðjan á að rísa á nokkra kílómetra vestur af byggð í Þorlákshöfn. Allt í kring við strandlengjuna er uppbygging hafin á landeldisstöðvum fjölmargra fyrirtækja, þar á meðal GeoSalmo og Arnarlax. Tímasetningin komi á óvart Uppbygging mölunarverksmiðjunnar verður borin undir íbúa Ölfuss í kosningu sem fer fram samhliða forsetakosningunum. Bæjarstjórn hefur því boðað til sérstaks fundar í dag til að ræða bréf Eggerts. „Þetta kemur svolítið á óvart af því að þetta er búið að vera svo mikið ferli, í mjög langan tíma. Þeir hefðu nú getað komið fyrr fram með athugasemdir. Tímasetningin á þessu bréfi er svolítið sérstök í mínum huga,“ segir Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss. Ker First Water í forgrunni. Til stendur að reisa verksmiðjuna aðeins vestur af starfsstöð First Water, til móts við hvítt hús Lýsis við Suðurstrandaveg. Í víkinni verður byggð höfn undir starfsemina.Vísir/Einar Betra hefði verið að fá athugasemdir fyrr í ferlinu. „Ef þeir eru að hafa áhyggjur af ryki er örugglega meira ryk af söndunum í kring en af verksmiðjunni. Verksmiðjan er búin að fara í gegnum allt þetta ferli. Það er búið að fara í gegnum umhverfismat, það er búið að fara í gegnum Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, það er aðalskipulag, deiliskipulag og margt fleira,“ segir Gestur. „Þeir hefðu getað komið alls staðar inn í þetta þannig að stjórnsýslan hér hefði getað tekið þetta fyrir á annan hátt. Það er mjög öðruvísi fyrir umhverfisnefndina hjá okkur að taka fyrir mál þar sem nágrannarnir finna ekkert að þessu en svo kemur þetta þegar búið er að loka málinu.“ Komi ekki heim og saman Oddviti minnihlutans fagnar bréfi First Water en furðar sig á að það hafi þurft til. „Ég fagna því að þau skuli stíga fram með þessum hætti því eins og þetta hefur horft við mér kemur þetta alls ekki heim og saman. Að vera með græna matvælaframleiðslu og fiskeldi í opnum kerjum og vera svo með risavaxna grjótmulningsverksmiðju með tilheyrandi umferð vörubíla, þetta kemur ekki heim og saman,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti minnihlutans í bæjarstjórn Ölfuss. „Mér finnst svolítið skrítið að fyrirtækin hafi þurft að benda bæjarstjórn á að þetta gangi ekki upp. Ég vona að þetta verði til þess að þetta fari frá í kosningu, því þetta þjónar ekki hagsmunum samfélagsins.“ Efar að íbúar muni sækja í þessi störf Bæjarmeirihlutinn hefur bent á að með verksmiðjunni skapist níutíu störf og að meðallaun verði 1,4 milljónir á mánuði. Ása dregur í efa að bæjarbúar muni sækjast í þessi störf. „Það er fyrirséð að það verða mjög mörg störf til í landeldi hjá fjölmörgum fyrirtækjum sem eru að koma sér fyrir í sveitarfélaginu. Grjótmulningsverksmiðjan er kannski ekki að bæta við breiddina og flóru starfa. Það sem við viljum sjá eru lítil og meðalstór fyrirtæki með fjölbreytta starfsemi,“ segir Ása. „Risastór hluti íbúa í Ölfusi keyrir sig í vinnu til Reykjavíkur alla daga. Þetta eru ekki störf sem þau eru að sækja í. Ég velti því fyrir mér hvort við séum hreinlega með nóg af íbúum til að ganga í þessi störf sem eru fyrirsjáanleg.“ Bindandi kosning Málið hefur mikið verið rætt á vettvangi bæjarstjórnar og hún klofin vegna þessa. „Meirihlutinn hefur algjörlega talað fyrir hagsmunum þessa fyrirtækis en ekki hagsmunum íbúa, umhverfis og heildarinnar,“ segir Ása. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.Vísir/Arnar Minnihlutinn hélt í gær íbúafund til að ræða meðal annars bréf Eggerts, þar sem fulltrúar fleiri hagsmunaaðila komu til að taka þátt í umræðu - þar á meðal Landverndar og Hafrannsóknarstofnun. Ása segir meirihlutann hafa gagnrýnt þennan fund. „Þeirra sjónarmið hefur verið að fyrirtækið fái að stýra því hvernig málið er kynnt en á sama tíma er sveitarfélagið að boða til íbúakosninga og það er á ábyrgð sveitarfélagsins að kynna þau sjónarmið sem íbúar eru að fara að kjósa um.“ Hvort mölunarverksmiðjan verður byggð eður ei ræðst í kosningunni sem hefst á laugardag. „Kosningin er bindandi, þannig að annað hvort verður [verksmiðjan] eða ekki,“ segir Gestur. Ölfus Skipulag Fiskeldi Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Skikkar lögreglu til að rannsaka stjórn aðventista Ómar Torfason, meðlimur í Kirkju sjöunda dags aðventista, hefur kært stjórn kirkjunnar, þau Gavin Anthony, Jedel Oriel Ditta og Þóru Sigríði Jónsdóttur fyrir auðgunarbrot. 16. maí 2024 11:39 Segir seinlæti First Water stórfurðulegt Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Cement, furðar sig mjög á yfirlýsingu Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf um að starfsemi á landeldi og mölunarverksmiðjunnar geti ekki farið saman. 15. maí 2024 15:52 Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Sjá meira
Eggert Þór Kristófersson forstjóri First Water sendi í gær bréf til bæjastjórnar Þorlákshafnar þar sem meðal annars segir að uppbygging mölunvarverksmiðju Heidelberg fari alls ekki saman við þá hágæða matvælaframleiðslu sem verið er að byggja upp við Laxabraut. Í bréfinu gagnrýnir Eggert sömuleiðis byggingu hafnar á svæði sem First Water sækir jarðsjó í ker sín. Verksmiðjan á að rísa á nokkra kílómetra vestur af byggð í Þorlákshöfn. Allt í kring við strandlengjuna er uppbygging hafin á landeldisstöðvum fjölmargra fyrirtækja, þar á meðal GeoSalmo og Arnarlax. Tímasetningin komi á óvart Uppbygging mölunarverksmiðjunnar verður borin undir íbúa Ölfuss í kosningu sem fer fram samhliða forsetakosningunum. Bæjarstjórn hefur því boðað til sérstaks fundar í dag til að ræða bréf Eggerts. „Þetta kemur svolítið á óvart af því að þetta er búið að vera svo mikið ferli, í mjög langan tíma. Þeir hefðu nú getað komið fyrr fram með athugasemdir. Tímasetningin á þessu bréfi er svolítið sérstök í mínum huga,“ segir Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss. Ker First Water í forgrunni. Til stendur að reisa verksmiðjuna aðeins vestur af starfsstöð First Water, til móts við hvítt hús Lýsis við Suðurstrandaveg. Í víkinni verður byggð höfn undir starfsemina.Vísir/Einar Betra hefði verið að fá athugasemdir fyrr í ferlinu. „Ef þeir eru að hafa áhyggjur af ryki er örugglega meira ryk af söndunum í kring en af verksmiðjunni. Verksmiðjan er búin að fara í gegnum allt þetta ferli. Það er búið að fara í gegnum umhverfismat, það er búið að fara í gegnum Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, það er aðalskipulag, deiliskipulag og margt fleira,“ segir Gestur. „Þeir hefðu getað komið alls staðar inn í þetta þannig að stjórnsýslan hér hefði getað tekið þetta fyrir á annan hátt. Það er mjög öðruvísi fyrir umhverfisnefndina hjá okkur að taka fyrir mál þar sem nágrannarnir finna ekkert að þessu en svo kemur þetta þegar búið er að loka málinu.“ Komi ekki heim og saman Oddviti minnihlutans fagnar bréfi First Water en furðar sig á að það hafi þurft til. „Ég fagna því að þau skuli stíga fram með þessum hætti því eins og þetta hefur horft við mér kemur þetta alls ekki heim og saman. Að vera með græna matvælaframleiðslu og fiskeldi í opnum kerjum og vera svo með risavaxna grjótmulningsverksmiðju með tilheyrandi umferð vörubíla, þetta kemur ekki heim og saman,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti minnihlutans í bæjarstjórn Ölfuss. „Mér finnst svolítið skrítið að fyrirtækin hafi þurft að benda bæjarstjórn á að þetta gangi ekki upp. Ég vona að þetta verði til þess að þetta fari frá í kosningu, því þetta þjónar ekki hagsmunum samfélagsins.“ Efar að íbúar muni sækja í þessi störf Bæjarmeirihlutinn hefur bent á að með verksmiðjunni skapist níutíu störf og að meðallaun verði 1,4 milljónir á mánuði. Ása dregur í efa að bæjarbúar muni sækjast í þessi störf. „Það er fyrirséð að það verða mjög mörg störf til í landeldi hjá fjölmörgum fyrirtækjum sem eru að koma sér fyrir í sveitarfélaginu. Grjótmulningsverksmiðjan er kannski ekki að bæta við breiddina og flóru starfa. Það sem við viljum sjá eru lítil og meðalstór fyrirtæki með fjölbreytta starfsemi,“ segir Ása. „Risastór hluti íbúa í Ölfusi keyrir sig í vinnu til Reykjavíkur alla daga. Þetta eru ekki störf sem þau eru að sækja í. Ég velti því fyrir mér hvort við séum hreinlega með nóg af íbúum til að ganga í þessi störf sem eru fyrirsjáanleg.“ Bindandi kosning Málið hefur mikið verið rætt á vettvangi bæjarstjórnar og hún klofin vegna þessa. „Meirihlutinn hefur algjörlega talað fyrir hagsmunum þessa fyrirtækis en ekki hagsmunum íbúa, umhverfis og heildarinnar,“ segir Ása. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.Vísir/Arnar Minnihlutinn hélt í gær íbúafund til að ræða meðal annars bréf Eggerts, þar sem fulltrúar fleiri hagsmunaaðila komu til að taka þátt í umræðu - þar á meðal Landverndar og Hafrannsóknarstofnun. Ása segir meirihlutann hafa gagnrýnt þennan fund. „Þeirra sjónarmið hefur verið að fyrirtækið fái að stýra því hvernig málið er kynnt en á sama tíma er sveitarfélagið að boða til íbúakosninga og það er á ábyrgð sveitarfélagsins að kynna þau sjónarmið sem íbúar eru að fara að kjósa um.“ Hvort mölunarverksmiðjan verður byggð eður ei ræðst í kosningunni sem hefst á laugardag. „Kosningin er bindandi, þannig að annað hvort verður [verksmiðjan] eða ekki,“ segir Gestur.
Ölfus Skipulag Fiskeldi Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Skikkar lögreglu til að rannsaka stjórn aðventista Ómar Torfason, meðlimur í Kirkju sjöunda dags aðventista, hefur kært stjórn kirkjunnar, þau Gavin Anthony, Jedel Oriel Ditta og Þóru Sigríði Jónsdóttur fyrir auðgunarbrot. 16. maí 2024 11:39 Segir seinlæti First Water stórfurðulegt Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Cement, furðar sig mjög á yfirlýsingu Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf um að starfsemi á landeldi og mölunarverksmiðjunnar geti ekki farið saman. 15. maí 2024 15:52 Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Sjá meira
Skikkar lögreglu til að rannsaka stjórn aðventista Ómar Torfason, meðlimur í Kirkju sjöunda dags aðventista, hefur kært stjórn kirkjunnar, þau Gavin Anthony, Jedel Oriel Ditta og Þóru Sigríði Jónsdóttur fyrir auðgunarbrot. 16. maí 2024 11:39
Segir seinlæti First Water stórfurðulegt Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Cement, furðar sig mjög á yfirlýsingu Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf um að starfsemi á landeldi og mölunarverksmiðjunnar geti ekki farið saman. 15. maí 2024 15:52
Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36