Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur Þor­steins fyrir mikil­væga leiki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson er landsliðsþjálfari Íslands.
Þorsteinn Halldórsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Vilhelm

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir fjórar breytingar og kallar á þrjá nýliða í nýjasta landsliðshóp sinn. Hér má sjá hann ræða hópinn sinn á blaðamannafundi.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Austurríki tvisvar sinnum á fimm dögum í undankeppni Evrópumótsins í Sviss 2025 og í dag kom í ljós hvaða leikmenn taka þátt í þessu mikilvæga verkefni.

Lið Íslands og Austurríkis eru bæði með þrjú stig og eitt mark í plús eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlinum.

Þjóðverjar eru á toppnum með fullt hús. Tvö efstu liðin í riðlinum tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM 2025.

Leikirnir við Austurríki gætu því ráðið miklu um það hvort liðið nái þessu eftirsótta öðru sæti. Fyrri leikurinn fer fram í austurríski borginni Ried im Innkreis 31. maí en sá síðasti á Laugardalsvellinum 4. júní næstkomandi.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, tilkynnti hópinn sinn í dag og það má sjá blaðamannafund hans hér fyrir neðan.

Klippa: Blaðamannafundur KSÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×