Há laun og dýr bjór séu vandamál ÁTVR Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2024 21:00 Arnar Sigurðsson er stofnandi og eigandi Santé. Vísir/Ívar Fannar Eigandi netsölu á áfengi gagnrýnir að forstjóri ÁTVR kenni netsölu um samdrátt í hagnaði verslunarinnar. Löngu tímabært sé að leggja ÁTVR niður, sem hafi einfaldlega lent undir á samkeppnismarkaði. Í ársskýrslu ÁTVR fyrir árið 2023 kemur fram að arðgreiðsla verslunarinnar í ríkissjóð nemi fimm hundruð milljónum og lækki um 400 milljónir milli ára. Salan á áfengi minnkaði um tvö prósent milli ára og í formála Ívars Arndals, forstjóra ÁTVR, segir hann það rökrétt að álykta að sökudólgurinn séu netsölur áfengis. Fjögur ár séu síðan ÁTVR kærði netsölu til lögreglu en ekkert hafi heyrst frá henni á þessum tíma. Spyr hvers vegna þurfi ríkisstofnun Arnar Sigurðsson, eigandi Santé sem selur áfengi á netinu, telur að netverslanirnar séu ekki vandamálið, þvert á móti sé það ÁTVR. „Að sjálfsögðu ætti að leggja þetta niður eins og grænmetisverslun landbúnaðarins og mjólkurbúðir á sínum tíma. Það er engin þörf á þessu, þetta stenst engin rök. Einstaklingar eru að selja skotvopn, sprengiefni, geislavirk efni og svo framvegis. Hvers vegna þarf ríkisstofnun til að selja þetta? Ég hef ekki séð nein rök fyrir því. Það mætti að mínu mati skala þetta niður snarlega og hætta þessari starfsemi,“ segir Arnar. Klippa: Vill leggja ÁTVR niður Há laun og dýr bjór Hann telur ÁTVR einfaldlega verða undir á samkeppnismarkaði. „ÁTVR er bundið á því að versla við heildsala, þeir flytja ekki inn neinar vörur. Við erum að flytja inn bjór sem kemur beint frá Belgíu og er 39 prósent ódýrari en hjá ríkinu. Þetta er kannski ein af ástæðunum fyrir því hvers vegna þeir eru að verða undir í samkeppninni,“ segir Arnar. Aukinn launakostnaður hjá ÁTVR hljóti líka að hafa áhrif. „Þeir til dæmis auka stjórnunarkostnað þannig reksturinn á skrifstofunni hjá Ívari og vinum hans kostar íslenskan almenning um 550 milljónir á þessu ári. Stjórnunarkostnaðurinn eykst um 120 milljónir, ekki bara á þessu ári heldur líka á síðasta ári. Þannig að á hverju ári erum við að borga Ívari og félögum hans 240 milljónum meira heldur en var fyrir þremur árum síðan,“ segir Arnar. Áfengi og tóbak Stjórnsýsla Verslun Neytendur Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Sjá meira
Í ársskýrslu ÁTVR fyrir árið 2023 kemur fram að arðgreiðsla verslunarinnar í ríkissjóð nemi fimm hundruð milljónum og lækki um 400 milljónir milli ára. Salan á áfengi minnkaði um tvö prósent milli ára og í formála Ívars Arndals, forstjóra ÁTVR, segir hann það rökrétt að álykta að sökudólgurinn séu netsölur áfengis. Fjögur ár séu síðan ÁTVR kærði netsölu til lögreglu en ekkert hafi heyrst frá henni á þessum tíma. Spyr hvers vegna þurfi ríkisstofnun Arnar Sigurðsson, eigandi Santé sem selur áfengi á netinu, telur að netverslanirnar séu ekki vandamálið, þvert á móti sé það ÁTVR. „Að sjálfsögðu ætti að leggja þetta niður eins og grænmetisverslun landbúnaðarins og mjólkurbúðir á sínum tíma. Það er engin þörf á þessu, þetta stenst engin rök. Einstaklingar eru að selja skotvopn, sprengiefni, geislavirk efni og svo framvegis. Hvers vegna þarf ríkisstofnun til að selja þetta? Ég hef ekki séð nein rök fyrir því. Það mætti að mínu mati skala þetta niður snarlega og hætta þessari starfsemi,“ segir Arnar. Klippa: Vill leggja ÁTVR niður Há laun og dýr bjór Hann telur ÁTVR einfaldlega verða undir á samkeppnismarkaði. „ÁTVR er bundið á því að versla við heildsala, þeir flytja ekki inn neinar vörur. Við erum að flytja inn bjór sem kemur beint frá Belgíu og er 39 prósent ódýrari en hjá ríkinu. Þetta er kannski ein af ástæðunum fyrir því hvers vegna þeir eru að verða undir í samkeppninni,“ segir Arnar. Aukinn launakostnaður hjá ÁTVR hljóti líka að hafa áhrif. „Þeir til dæmis auka stjórnunarkostnað þannig reksturinn á skrifstofunni hjá Ívari og vinum hans kostar íslenskan almenning um 550 milljónir á þessu ári. Stjórnunarkostnaðurinn eykst um 120 milljónir, ekki bara á þessu ári heldur líka á síðasta ári. Þannig að á hverju ári erum við að borga Ívari og félögum hans 240 milljónum meira heldur en var fyrir þremur árum síðan,“ segir Arnar.
Áfengi og tóbak Stjórnsýsla Verslun Neytendur Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Sjá meira