Saksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins vill handtaka Netanjahú og Hamas-liða Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2024 11:20 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael hefur verið gagnrýndur fyrir framgöngu Ísraelshers á Gasa. Yfirlýst markmið stjórnvalda er að útrýma Hamas í kjölfar árásar þeirra á Ísrael í október. AP Aðalsaksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins hefur farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins og þriggja leiðtoga Hamas. Allir eru sakaðir um aðild að stríðsglæpum í mannskæðum átökum Hamas og Ísrael sem hafa staðið yfir í um sjö mánuði. Það kemur í hlut dómara við dómstólinn að ákveða hvort framlögð sönnunargögn dugi til þess að réttlæta útgáfu handtökuskipana. Ísrael hefur ekki aðild að dómstólnum og því myndi slík niðurstaða hafa takmarkaða þýðingu fyrir Netanjahú og Gallant aðra en að gera þeim erfiðara um vik að ferðast erlendis. Yfir 36.685 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum sem hófust 7. október síðastliðinn með innrás Hamas í Ísrael þar sem yfir 1.200 Ísraelsmenn og erlendir ríkisborgarar féllu samkvæmt tölum sem Sameinuðu þjóðirnar tóku saman í síðustu viku. Aðgerðir Ísraelshers hafa leitt til mannúðarkrísu á Gasa og hafa yfir áttatíu prósent íbúa yfirgefið heimili sín. Þá eru hundruð þúsunda á barmi hungursneyðar, að mati Sameinuðu þjóðanna. Palestínumenn í miðhluta Gasa biðu í gær eftir því að vörubílar með hjálpargögn kæmust yfir á svæðið. Ísraelsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hamla mannúðaraðstoð.Ap/Abdel Kareem Hana Í yfirlýsingu frá Karim A.A. Khan KC, aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins segir að á grundvelli aflaðra sönnunargagna sé ástæða til að telja að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, leiðtogi hernaðararms Hamas og Ismail Haniyeh, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Ísrael og Palestínu frá 7. október 2023. Sömuleiðis telur saksóknarinn Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðastæði Palestínuríkis á Gasa frá 8. október 2023. Aðalsaksóknarinn sakar Ísrael meðal annars um að beita hungri sem lið í stríðsrekstri sínum og beina aðgerðum að almennum borgurum á Gasa. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök hafa gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld fyrir að hamla flutningi hjálpargagna inn á svæðið. Brotin fari enn fram Í tilfelli Hamas-liða staðhæfir aðalsaksóknarinn að glæpirnir hafi verið hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás Hamas og annarra vopnaðra hópa á ísraelska borgara. Brotin eru meðal annars sögð fela í sér morð á almennum borgurum, gíslatöku auk nauðgana og annarra kynferðisbrota. Telur aðalsaksóknarinn að sumir þessara glæpa eigi sér enn stað í dag. Fram kemur í yfirlýsingu hans að aðgerðir Hamas þann 7. október 2023 hafi falið í sér samviskulausa glæpi og krefjist að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Í sömu yfirlýsingu eru stríðsglæpir ísraelskra stjórnvalda sagðir hafa verið framdir sem hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás á palestínska borgara í samræmi við stefnu yfirvalda í Ísrael. Umrædd brot eigi sér enn stað. Sönnunargögn á borð við viðtöl við eftirlifendur og sjónarvotta, myndskeið, ljósmyndir, hljóðefni, gervihnattarmyndir og yfirlýsingar frá yfirvöldum eru að mati ákæruvaldsins sögð sýna að Ísrael hafi af ásettu ráði og með kerfisbundnum hætti komið í veg fyrir að almenningur á Gasa fengi gögn sem eru nauðsynleg fólki til að halda lífi. Óljóst er hvenær dómarar við Alþjóðlega sakamáladómstólinn taka málið fyrir en vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óski eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Það kemur í hlut dómara við dómstólinn að ákveða hvort framlögð sönnunargögn dugi til þess að réttlæta útgáfu handtökuskipana. Ísrael hefur ekki aðild að dómstólnum og því myndi slík niðurstaða hafa takmarkaða þýðingu fyrir Netanjahú og Gallant aðra en að gera þeim erfiðara um vik að ferðast erlendis. Yfir 36.685 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum sem hófust 7. október síðastliðinn með innrás Hamas í Ísrael þar sem yfir 1.200 Ísraelsmenn og erlendir ríkisborgarar féllu samkvæmt tölum sem Sameinuðu þjóðirnar tóku saman í síðustu viku. Aðgerðir Ísraelshers hafa leitt til mannúðarkrísu á Gasa og hafa yfir áttatíu prósent íbúa yfirgefið heimili sín. Þá eru hundruð þúsunda á barmi hungursneyðar, að mati Sameinuðu þjóðanna. Palestínumenn í miðhluta Gasa biðu í gær eftir því að vörubílar með hjálpargögn kæmust yfir á svæðið. Ísraelsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hamla mannúðaraðstoð.Ap/Abdel Kareem Hana Í yfirlýsingu frá Karim A.A. Khan KC, aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins segir að á grundvelli aflaðra sönnunargagna sé ástæða til að telja að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, leiðtogi hernaðararms Hamas og Ismail Haniyeh, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Ísrael og Palestínu frá 7. október 2023. Sömuleiðis telur saksóknarinn Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðastæði Palestínuríkis á Gasa frá 8. október 2023. Aðalsaksóknarinn sakar Ísrael meðal annars um að beita hungri sem lið í stríðsrekstri sínum og beina aðgerðum að almennum borgurum á Gasa. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök hafa gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld fyrir að hamla flutningi hjálpargagna inn á svæðið. Brotin fari enn fram Í tilfelli Hamas-liða staðhæfir aðalsaksóknarinn að glæpirnir hafi verið hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás Hamas og annarra vopnaðra hópa á ísraelska borgara. Brotin eru meðal annars sögð fela í sér morð á almennum borgurum, gíslatöku auk nauðgana og annarra kynferðisbrota. Telur aðalsaksóknarinn að sumir þessara glæpa eigi sér enn stað í dag. Fram kemur í yfirlýsingu hans að aðgerðir Hamas þann 7. október 2023 hafi falið í sér samviskulausa glæpi og krefjist að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Í sömu yfirlýsingu eru stríðsglæpir ísraelskra stjórnvalda sagðir hafa verið framdir sem hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás á palestínska borgara í samræmi við stefnu yfirvalda í Ísrael. Umrædd brot eigi sér enn stað. Sönnunargögn á borð við viðtöl við eftirlifendur og sjónarvotta, myndskeið, ljósmyndir, hljóðefni, gervihnattarmyndir og yfirlýsingar frá yfirvöldum eru að mati ákæruvaldsins sögð sýna að Ísrael hafi af ásettu ráði og með kerfisbundnum hætti komið í veg fyrir að almenningur á Gasa fengi gögn sem eru nauðsynleg fólki til að halda lífi. Óljóst er hvenær dómarar við Alþjóðlega sakamáladómstólinn taka málið fyrir en vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óski eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira