„Það að við höfum ekki hjálpað honum meira fór mest í taugarnar á mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 13:18 Ólafur Ólafsson í fyrsta leiknum á móti Valsmönnum. Nú eru Grindvíkingar í fyrsta sinn undir í einvígi í þessari úrslitakeppni og þurfa sigur í kvöld. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík eru 1-0 undir í úrslitaeinvíginu á móti Val og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í öðrum leiknum sem fram fer í Smáranum í kvöld. Fyrirliði Grindavíkurliðsins ræddi við Stefán Árna Pálsson og fór yfir stöðuna hjá Grindavík sem er í fyrsta sinn undir í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið Tindastól 3-0 og komist í 1-0 og 2-1 á móti Keflavík. Leikur tvö er klukkan 19.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30 á sömu rás. Subway Körfuboltakvöld er að venju á staðnum og fer yfir leikinn. Ætla að mæta af fullri hörku „Það er einn leikur búinn og við þurfum að mæta klárir í leik tvö. Við erum búnir að fara vel yfir málin og búnir að hvíla okkur. Við mætum bara af fullri hörku,“ sagði Ólafur. Hvað fór úrskeiðis í fyrsta leiknum á Hlíðarenda? „Þessi litlu atriði og þá sérstaklega varnarlega. Sóknarfráköstin hjá Völsurum voru eiginlega að drepa okkur á löngum köflum í leiknum. Lítil mistök varnarlega þar sem við vorum að klikka á skiptingum sem þeir skoruðu yfirleitt úr,“ sagði Ólafur. „Þegar Kiddi (Kristinn Pálsson) fær fjóra þrista í röð þá er það allt að koma eftir smávægileg mistök sem við gerum og hann tekur boltann og skýtur. Við gleymum þá að skipta eða eitthvað. Það var það sem við vorum ósáttastir með,“ sagði Ólafur. Deandre Kane (37 stig) og Dedrick Basile (22 stig) skoruðu nánast öll stig Grindavíkurliðsins en Ólafur var þriðji stigahæstur með níu stig. Langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu „Ég horfði aftur á leikinn um kvöldið og það sem eiginlega pirraði mig mest var að sjá frammistöðuna hjá Deandre og það að við höfum ekki verið með honum í því. Það er langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu á báðum endum vallarins,“ sagði Ólafur. „Það að við höfum ekki hjálpað honum meira fór mest í taugarnar á mér. Við þurfum, eins og við erum búnir að gera alla úrslitakeppnina, að vera saman í þessu og þá gerast góðir hlutir. Við komumst í gegnum alla þessa leiki á því að spila saman,“ sagði Ólafur. Bara gaman að fá Kára aftur Ólafur segir að innkoma Kára Jónssonar í Valsliðið hafi ekki truflað hans lið eða riðlað planinu. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn. Frábær leikmaður og það er bara skemmtilegra að takast á við einhverja breytingu. Maður var búinn að heyra það út frá sér að hann yrði jafnvel með en ekkert sem riðlaði einhverju hjá okkur. Frábært að hann sé búinn að ná sér og að hann sé kominn aftur inn á völlinn,“ sagði Ólafur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Valur Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Aþena | Meistararnir taka á móti ólseigum nýliðum Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Sjá meira
Fyrirliði Grindavíkurliðsins ræddi við Stefán Árna Pálsson og fór yfir stöðuna hjá Grindavík sem er í fyrsta sinn undir í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið Tindastól 3-0 og komist í 1-0 og 2-1 á móti Keflavík. Leikur tvö er klukkan 19.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30 á sömu rás. Subway Körfuboltakvöld er að venju á staðnum og fer yfir leikinn. Ætla að mæta af fullri hörku „Það er einn leikur búinn og við þurfum að mæta klárir í leik tvö. Við erum búnir að fara vel yfir málin og búnir að hvíla okkur. Við mætum bara af fullri hörku,“ sagði Ólafur. Hvað fór úrskeiðis í fyrsta leiknum á Hlíðarenda? „Þessi litlu atriði og þá sérstaklega varnarlega. Sóknarfráköstin hjá Völsurum voru eiginlega að drepa okkur á löngum köflum í leiknum. Lítil mistök varnarlega þar sem við vorum að klikka á skiptingum sem þeir skoruðu yfirleitt úr,“ sagði Ólafur. „Þegar Kiddi (Kristinn Pálsson) fær fjóra þrista í röð þá er það allt að koma eftir smávægileg mistök sem við gerum og hann tekur boltann og skýtur. Við gleymum þá að skipta eða eitthvað. Það var það sem við vorum ósáttastir með,“ sagði Ólafur. Deandre Kane (37 stig) og Dedrick Basile (22 stig) skoruðu nánast öll stig Grindavíkurliðsins en Ólafur var þriðji stigahæstur með níu stig. Langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu „Ég horfði aftur á leikinn um kvöldið og það sem eiginlega pirraði mig mest var að sjá frammistöðuna hjá Deandre og það að við höfum ekki verið með honum í því. Það er langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu á báðum endum vallarins,“ sagði Ólafur. „Það að við höfum ekki hjálpað honum meira fór mest í taugarnar á mér. Við þurfum, eins og við erum búnir að gera alla úrslitakeppnina, að vera saman í þessu og þá gerast góðir hlutir. Við komumst í gegnum alla þessa leiki á því að spila saman,“ sagði Ólafur. Bara gaman að fá Kára aftur Ólafur segir að innkoma Kára Jónssonar í Valsliðið hafi ekki truflað hans lið eða riðlað planinu. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn. Frábær leikmaður og það er bara skemmtilegra að takast á við einhverja breytingu. Maður var búinn að heyra það út frá sér að hann yrði jafnvel með en ekkert sem riðlaði einhverju hjá okkur. Frábært að hann sé búinn að ná sér og að hann sé kominn aftur inn á völlinn,“ sagði Ólafur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn
Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Valur Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Aþena | Meistararnir taka á móti ólseigum nýliðum Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Sjá meira