Saka Ísraela um að misbeita lögum til þess að stöðva streymi frá Gasa Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2024 09:26 Skjáskot úr vefmyndavélinni sem Ísraelar lögðu hald á. Hún sýnir norðanverða Gasa. AP segist fylgja öllum lögum og reglum Ísraela sem banna útsendingar frá herflutningum. AP Ísraelsk stjórnvöld slökktu á vefmyndavél AP-fréttastofunnar sem hefur sýnt Gasa í beinu streymi og lagði hald á hana í gær. AP sakar Ísraela um að misnota ný fjölmiðlalög sem voru nýlega notuð til þess að banna katörsku fréttastofuna al-Jazeera. Myndavélin var staðsett í ísraelska bænum Sderot og var beint að norðurhluta Gasa. Ísraelar sökuðu AP-fréttastofuna um að brjóta fjölmiðlalögin vegna þess að al-Jazeera, sem var bannað að starfa á svæðinu á grundvelli laganna, er einn þúsunda viðskiptavina AP sem fá streymi frá myndavélinni. Fjöldi fjölmiðlafyrirtækja fordæmdi haldlagninguna. Fréttastjóri AFP-fréttaveitunnar sagði aðgerðirnar mikið áhyggjuefni og skýra árás á fjölmiðlafrelsi. Bandaríkjastjórn hvatti ísraelsk stjórnvöld jafnframt til þess að láta undan sem þau og gerðu seinna í gær. Vefmyndavélin var komin aftur í gagnið snemma í morgun, að sögn AP. Í yfirlýsingu sem fréttastofan sendi frá sér í gær fordæmdi Lauren Easton, varaforseti samskiptamála AP, harðlega aðgerðir ísraelskra stjórnvalda. „Lokunin byggðist ekki á efni streymisins heldur á misnotkun ísraelsku ríkisstjórnarinnar á nýjum lögum landsins um erlenda ljósvakamiðla,“ sagði Easton. NEW — statement from the @AP pic.twitter.com/VpnHTbPB3V— Seung Min Kim (@seungminkim) May 21, 2024 Ekki hugnaðist þó öllum í Ísrael aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, kallaði þær „brjálæði“. Shlomo Karhi, fjarskiptaráðherra Ísraels, sagði lögin skýr um að stjórnvöld hefðu heimild til þess að leggja hald öll tæki sem væru notuð til þess að afhenda al-Jazeera efni. „Við ætlum að halda áfram að grípa til skjótra aðgerða gegn hverjum þeim sem reynir að skaða hermenn okkar og öryggi ríkisins, jafnvel þótt þér líki það ekki,“ sagði Karhi við Lapid á samfélagsmiðlinum X. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Hernaður Tengdar fréttir Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50 Ísraelsmenn vísa fréttamönnum á dyr Ríkisstjórn Ísraels ákvað í dag að reka katörsku sjónvarpsstöðina Al Jazeera úr landi. Forsætisráðherra Ísraels segir fréttamenn hennar stríðsæsingamenn. 5. maí 2024 11:42 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Myndavélin var staðsett í ísraelska bænum Sderot og var beint að norðurhluta Gasa. Ísraelar sökuðu AP-fréttastofuna um að brjóta fjölmiðlalögin vegna þess að al-Jazeera, sem var bannað að starfa á svæðinu á grundvelli laganna, er einn þúsunda viðskiptavina AP sem fá streymi frá myndavélinni. Fjöldi fjölmiðlafyrirtækja fordæmdi haldlagninguna. Fréttastjóri AFP-fréttaveitunnar sagði aðgerðirnar mikið áhyggjuefni og skýra árás á fjölmiðlafrelsi. Bandaríkjastjórn hvatti ísraelsk stjórnvöld jafnframt til þess að láta undan sem þau og gerðu seinna í gær. Vefmyndavélin var komin aftur í gagnið snemma í morgun, að sögn AP. Í yfirlýsingu sem fréttastofan sendi frá sér í gær fordæmdi Lauren Easton, varaforseti samskiptamála AP, harðlega aðgerðir ísraelskra stjórnvalda. „Lokunin byggðist ekki á efni streymisins heldur á misnotkun ísraelsku ríkisstjórnarinnar á nýjum lögum landsins um erlenda ljósvakamiðla,“ sagði Easton. NEW — statement from the @AP pic.twitter.com/VpnHTbPB3V— Seung Min Kim (@seungminkim) May 21, 2024 Ekki hugnaðist þó öllum í Ísrael aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, kallaði þær „brjálæði“. Shlomo Karhi, fjarskiptaráðherra Ísraels, sagði lögin skýr um að stjórnvöld hefðu heimild til þess að leggja hald öll tæki sem væru notuð til þess að afhenda al-Jazeera efni. „Við ætlum að halda áfram að grípa til skjótra aðgerða gegn hverjum þeim sem reynir að skaða hermenn okkar og öryggi ríkisins, jafnvel þótt þér líki það ekki,“ sagði Karhi við Lapid á samfélagsmiðlinum X.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Hernaður Tengdar fréttir Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50 Ísraelsmenn vísa fréttamönnum á dyr Ríkisstjórn Ísraels ákvað í dag að reka katörsku sjónvarpsstöðina Al Jazeera úr landi. Forsætisráðherra Ísraels segir fréttamenn hennar stríðsæsingamenn. 5. maí 2024 11:42 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50
Ísraelsmenn vísa fréttamönnum á dyr Ríkisstjórn Ísraels ákvað í dag að reka katörsku sjónvarpsstöðina Al Jazeera úr landi. Forsætisráðherra Ísraels segir fréttamenn hennar stríðsæsingamenn. 5. maí 2024 11:42