Skilur ekki fullorðið fólk sem rífur Caitlin Clark niður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 11:30 LeBron James er mikill aðdáandi Caitlin Clark. Vísir/Getty Images LeBron James hefur fengið sig fullsaddan af því að sjá og hlusta á fullorðið fólk reyna að rífa Caitlin Clark, eina efnilegustu körfuboltakonu heims, niður með eilífu skítkasti. Hinn 39 ára gamli LeBron veit sitt hvað um skítkast en þrátt fyrir að vera einn hæfileikaríkasti körfuboltamaður allra tíma hefur hann varið gagnrýndur nær allan sinn feril. Hann hefur nú stigið fram og staðfest að hann sé mikill aðdáandi hinnar 22 ára gömlu Clark sem spilar í dag með Indiana Fever eftir magnaðan háskólaferil. LeBron James ræddi Clark og skítkastið í hennar garð í hlaðvarpi sínu og JJ Reddick, Mind the Game. Hlaðvarpið rataði í fréttir hér á Vísi þegar í ljós kom að Reddick er meðal þeirra þriggja sem Los Angeles Lakers horfir til sem nýs þjálfara liðsins. Það er áhugavert fyrir þær sakir að LeBron spilar með Lakers og þá eru þeir félagar fæddir sama ár, 1984. „Eitt af því sem ég elska mest við hvað hún kemur með að borðinu er það að nú vilja fleiri horfa á íþróttina. Fleiri einstaklingar kveikja á sjónvarpinu og fylgjast með. Ekki reyna að flækja þetta, Caitlin Clark er ástæðan fyrir því að fullt af jákvæðum hlutum eru að gerast í WNBA-deildinni,“ segir LeBron í nýjasti þætti hlaðvarpsins. Clark hefur aðeins spilað fjóra leiki í deildinni til þessa en gríðarlegur áhugi hefur verið á leikjum hennar og þá seldust treyjur Indiana Fever eins og heitar lummur eftir að ljóst var að félagið myndi velja Clark í nýliðavalinu. LeBron var líkt og Clark valinn fyrstur í nýliðavalinu á sínum tíma. Hann var þá þegar undir gríðarlegri pressu en hið virta íþróttatímarit Sports Illustrated gekk svo langt að kalla hann „Hinn útvalda“ þegar hann var enn nokkrum árum frá því að geta tekið þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar. „Hvað hana persónulega varðar þá tel ég ekki að hún ætti að blanda sér í neitt af því sem er sagt. Hún á bara að fara út og skemmta sér. Ég held með henni af því ég hef verið í hennar skóm áður, ég hef gengið þennan veg. Ég vona að hún standi sig frábærlega,“ bætti LeBron við. NSFW: LeBron James spoke about Caitlin Clark's impact on the WNBA."Caitlin Clark is the reason why a lot of great things is gonna happen for the WNBA.""I'm rooting for Caitlin because I've been in that seat before."🎥 @mindthegamepodpic.twitter.com/l0AiuYHHEj— The Athletic (@TheAthletic) May 22, 2024 Þá nýtti James tækifærið og lét fólkið sem hefur gagnrýnt Bronny, 19 ára son hans, undanfarið heyra það. Bronny James mun taka þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar í ár og hefur LeBron ítrekað sagst vilja spila með syni sínum áður en hann leggur körfuboltaskóna á hilluna. „Það er mjög lítill hluti karl- og kvenmanna sem fær að upplifa drauminn og spila íþróttina sem það elska að atvinnu. Samt erum við með fullorðna karlmenn og fullorðnar konur að gera allt sem þau geta til að koma í veg fyrir það. Það er það skrýtna við þennan heim, en það er eins og það er. Ég er glaður að Caitlin er með höfuðið rétt skrúfað á.“ Körfubolti NBA Tengdar fréttir Meiðsli settu strik í reikninginn og biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Caitlin Clark þurfti að víkja tímabundið af velli vegna meiðsla í 84-86 tapi Indiana Fever gegn Connecticut Sun. Indiana liðið hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu. 21. maí 2024 10:30 Allt breytt vegna Caitlin Clark Það er ekkert WNBA lið búið að velja körfuboltakonuna Caitlin Clark enda nýliðvalið ekki fyrr en á mánudagskvöldið. Önnur félög í deildinni og sjónvarpsrétthafar eru þó farin að hegða sér eins og hún sé orðin leikmaður í deildinni. 11. apríl 2024 17:01 Miklu fleiri horfðu á konurnar en karlana Áhuginn á háskólakörfubolta kvenna í Bandaríkjunum er í sögulegu hámarki og sjónvarpsáhorfið á úrslitaleik karla og kvenna sýndi það líka svart á hvítu. 10. apríl 2024 10:01 Hefur trú á að kvennaíþróttir geti vaxið enn frekar Caitlin Clark hefur lokið leik í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum. Hún yfirgefur sviðið sem stigahæsti leikmaður í sögu háskólaboltans, bæði karla- og kvenna megin. Ofan á það hefur hún hjálpað til við að brjóta hvert áhorfsmetið á fætur öðru. 8. apríl 2024 20:00 LeBron sagði hælbítum Clarks til syndana Körfuboltakonan frábæra, Caitlin Clark, fékk hrós úr ýmsum áttum fyrir frammistöðu sína í úrslitaleik bandaríska háskólakörfuboltans, meðal annars frá LeBron James. 8. apríl 2024 14:00 Buðu henni 697 milljónir fyrir að spila í karladeild Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógullinn Ice Cube vildi nýta sér ótrúlegar vinsældir körfuboltakonunnar Caitlin Clark og gefa henni risasamning fyrir að spila í 3 á 3 körfuboltadeildinni hans, Big3. 30. mars 2024 12:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Hinn 39 ára gamli LeBron veit sitt hvað um skítkast en þrátt fyrir að vera einn hæfileikaríkasti körfuboltamaður allra tíma hefur hann varið gagnrýndur nær allan sinn feril. Hann hefur nú stigið fram og staðfest að hann sé mikill aðdáandi hinnar 22 ára gömlu Clark sem spilar í dag með Indiana Fever eftir magnaðan háskólaferil. LeBron James ræddi Clark og skítkastið í hennar garð í hlaðvarpi sínu og JJ Reddick, Mind the Game. Hlaðvarpið rataði í fréttir hér á Vísi þegar í ljós kom að Reddick er meðal þeirra þriggja sem Los Angeles Lakers horfir til sem nýs þjálfara liðsins. Það er áhugavert fyrir þær sakir að LeBron spilar með Lakers og þá eru þeir félagar fæddir sama ár, 1984. „Eitt af því sem ég elska mest við hvað hún kemur með að borðinu er það að nú vilja fleiri horfa á íþróttina. Fleiri einstaklingar kveikja á sjónvarpinu og fylgjast með. Ekki reyna að flækja þetta, Caitlin Clark er ástæðan fyrir því að fullt af jákvæðum hlutum eru að gerast í WNBA-deildinni,“ segir LeBron í nýjasti þætti hlaðvarpsins. Clark hefur aðeins spilað fjóra leiki í deildinni til þessa en gríðarlegur áhugi hefur verið á leikjum hennar og þá seldust treyjur Indiana Fever eins og heitar lummur eftir að ljóst var að félagið myndi velja Clark í nýliðavalinu. LeBron var líkt og Clark valinn fyrstur í nýliðavalinu á sínum tíma. Hann var þá þegar undir gríðarlegri pressu en hið virta íþróttatímarit Sports Illustrated gekk svo langt að kalla hann „Hinn útvalda“ þegar hann var enn nokkrum árum frá því að geta tekið þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar. „Hvað hana persónulega varðar þá tel ég ekki að hún ætti að blanda sér í neitt af því sem er sagt. Hún á bara að fara út og skemmta sér. Ég held með henni af því ég hef verið í hennar skóm áður, ég hef gengið þennan veg. Ég vona að hún standi sig frábærlega,“ bætti LeBron við. NSFW: LeBron James spoke about Caitlin Clark's impact on the WNBA."Caitlin Clark is the reason why a lot of great things is gonna happen for the WNBA.""I'm rooting for Caitlin because I've been in that seat before."🎥 @mindthegamepodpic.twitter.com/l0AiuYHHEj— The Athletic (@TheAthletic) May 22, 2024 Þá nýtti James tækifærið og lét fólkið sem hefur gagnrýnt Bronny, 19 ára son hans, undanfarið heyra það. Bronny James mun taka þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar í ár og hefur LeBron ítrekað sagst vilja spila með syni sínum áður en hann leggur körfuboltaskóna á hilluna. „Það er mjög lítill hluti karl- og kvenmanna sem fær að upplifa drauminn og spila íþróttina sem það elska að atvinnu. Samt erum við með fullorðna karlmenn og fullorðnar konur að gera allt sem þau geta til að koma í veg fyrir það. Það er það skrýtna við þennan heim, en það er eins og það er. Ég er glaður að Caitlin er með höfuðið rétt skrúfað á.“
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Meiðsli settu strik í reikninginn og biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Caitlin Clark þurfti að víkja tímabundið af velli vegna meiðsla í 84-86 tapi Indiana Fever gegn Connecticut Sun. Indiana liðið hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu. 21. maí 2024 10:30 Allt breytt vegna Caitlin Clark Það er ekkert WNBA lið búið að velja körfuboltakonuna Caitlin Clark enda nýliðvalið ekki fyrr en á mánudagskvöldið. Önnur félög í deildinni og sjónvarpsrétthafar eru þó farin að hegða sér eins og hún sé orðin leikmaður í deildinni. 11. apríl 2024 17:01 Miklu fleiri horfðu á konurnar en karlana Áhuginn á háskólakörfubolta kvenna í Bandaríkjunum er í sögulegu hámarki og sjónvarpsáhorfið á úrslitaleik karla og kvenna sýndi það líka svart á hvítu. 10. apríl 2024 10:01 Hefur trú á að kvennaíþróttir geti vaxið enn frekar Caitlin Clark hefur lokið leik í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum. Hún yfirgefur sviðið sem stigahæsti leikmaður í sögu háskólaboltans, bæði karla- og kvenna megin. Ofan á það hefur hún hjálpað til við að brjóta hvert áhorfsmetið á fætur öðru. 8. apríl 2024 20:00 LeBron sagði hælbítum Clarks til syndana Körfuboltakonan frábæra, Caitlin Clark, fékk hrós úr ýmsum áttum fyrir frammistöðu sína í úrslitaleik bandaríska háskólakörfuboltans, meðal annars frá LeBron James. 8. apríl 2024 14:00 Buðu henni 697 milljónir fyrir að spila í karladeild Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógullinn Ice Cube vildi nýta sér ótrúlegar vinsældir körfuboltakonunnar Caitlin Clark og gefa henni risasamning fyrir að spila í 3 á 3 körfuboltadeildinni hans, Big3. 30. mars 2024 12:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Meiðsli settu strik í reikninginn og biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Caitlin Clark þurfti að víkja tímabundið af velli vegna meiðsla í 84-86 tapi Indiana Fever gegn Connecticut Sun. Indiana liðið hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu. 21. maí 2024 10:30
Allt breytt vegna Caitlin Clark Það er ekkert WNBA lið búið að velja körfuboltakonuna Caitlin Clark enda nýliðvalið ekki fyrr en á mánudagskvöldið. Önnur félög í deildinni og sjónvarpsrétthafar eru þó farin að hegða sér eins og hún sé orðin leikmaður í deildinni. 11. apríl 2024 17:01
Miklu fleiri horfðu á konurnar en karlana Áhuginn á háskólakörfubolta kvenna í Bandaríkjunum er í sögulegu hámarki og sjónvarpsáhorfið á úrslitaleik karla og kvenna sýndi það líka svart á hvítu. 10. apríl 2024 10:01
Hefur trú á að kvennaíþróttir geti vaxið enn frekar Caitlin Clark hefur lokið leik í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum. Hún yfirgefur sviðið sem stigahæsti leikmaður í sögu háskólaboltans, bæði karla- og kvenna megin. Ofan á það hefur hún hjálpað til við að brjóta hvert áhorfsmetið á fætur öðru. 8. apríl 2024 20:00
LeBron sagði hælbítum Clarks til syndana Körfuboltakonan frábæra, Caitlin Clark, fékk hrós úr ýmsum áttum fyrir frammistöðu sína í úrslitaleik bandaríska háskólakörfuboltans, meðal annars frá LeBron James. 8. apríl 2024 14:00
Buðu henni 697 milljónir fyrir að spila í karladeild Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógullinn Ice Cube vildi nýta sér ótrúlegar vinsældir körfuboltakonunnar Caitlin Clark og gefa henni risasamning fyrir að spila í 3 á 3 körfuboltadeildinni hans, Big3. 30. mars 2024 12:00