Lögregluþjónar stöðvuðu í kjölfarið bíl nærri Klambratúni þar sem tveir menn voru handteknir. Samkvæmt Unnari Má Ástþórssyni, aðalvarðstjóra, er talið að eftirlíking af skotvopni sem fannst í bílnum sé það sem tilkynnt var.
Mennirnir eru í haldi lögreglu og verða yfirheyrðir þegar víman rennur af þeim, í kvöld eða í fyrramálið.
Unnar segir viðbúnaðinn hafa verið talsverðan og lögregluþjónar hafi vopnast og komið að úr flestum áttum. Þetta eigi sérstaklega við þegar tilkynningar sem þessar eru metnar áreiðanlegar, eins og var í þessu tilfelli.