Ók af vettvangi banaslyss og hefur aldrei fundist Jón Þór Stefánsson skrifar 23. maí 2024 14:12 Mynd úr skýrslu rannsóknarnefndar. RNSA Ökumaður bíls sem ók á 49 ára gamlan karlmann á Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022 hefur aldrei fundist. Maðurinn sem lá eftir í jörðinni varð síðan fyrir öðrum bíl og lést á Landspítalanum um nóttina vegna fjölda áverka. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt í dag. Þar er atvikinu lýst þannig að vegfarandinn, hinn látni, hafi verið að þvera Höfðabakka sunnan við boðstöð strætisvagna til móts við Árbæjarsafn. Á sama tími hafi bíl verið ekið niður Höfðabakka og hafnað á manninum. Ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið. Vegfarandinn lá í götunni eftir þetta. Stuttu síðar kom annar bíll, sá var af gerðinni Suzuki. Sá ökumaður kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja til vinstri en náði ekki að forðast árekstur við manninn. Suzuki-bíllinn hafnaði líka á hlið Toyotu-bíls við þetta. Líkt og áður segir lést vegfarandinn í kjölfarið. Samkvæmt gögnum sem rannsóknarnefndin styðst við liðu 78 sekúndur milli árekstranna. Enginn sem varð vitni að fyrri árekstrinum hefur gefið sig fram, en í kjölfar slyssins óskaði lögregla eftir vitnum. Fyrri áreksturinn meginorsök slyssins Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins sé fyrsti áreksturinn, við óþekkta bílinn. Samkvæmt krufningarrannsókn fékk vegfarandinn áverka á lærlegg við hann, sem er í samræmi við að ekið hafi verið á hann standandi. Það var vegna hans sem hann lá í jörðinni þegar Suzuki-bíllinn hafnaði á honum. Myndbandsupptaka úr Suzuki-bílnum sést að vegfarandinn hafi verið að reyna að standa upp þegar seinni áreksturinn varð, með því að reyna að setja undir sig olnboga. Aðrar orsakir eru einnig nefndar í skýrslunni. Þar er í fyrsta lagi minnst á að óþekkti ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að veita fyrstu hjálp eða hringja eftir aðstoð. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í öðru lagi er það of hraður akstur ökumanns Suzuki-bílsins. Hann var að keyra á 74 kílómetra hraða skömmu áður en áreksturinn varð þar sem hámarkshraði er sextíu kílómetrar á klukkustund. Í þriðja lagi er minnst á athygli Suzuki-ökumannsins við akstur. Hann er sagður hafa verið með ekki nægilega mikla athygli á því sem var fyrir framan bílinn, heldur á umferð sem hafði myndast á götunni vegna vegfarandans. Þess vegna hafi hann haft skemmri tíma til að afstýra árekstrinum. Einnig er minnst á að vegfarandinn hefði getað farið öruggari leið í gegnum undirgöng, sem hann hafð áður almennt notað. Þá hafi hann ekki verið með endurskin á sér eða klæðnaði sínum. Þar að auki minnist rannsóknarnefndin á að þeir sem voru að veita skyndihjálp hefði þurft að huga betur að eigin öryggi með því að tryggja vettvang og þanng verja sig og hinn slasaða fyrir frekara slysi. Samgönguslys Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt í dag. Þar er atvikinu lýst þannig að vegfarandinn, hinn látni, hafi verið að þvera Höfðabakka sunnan við boðstöð strætisvagna til móts við Árbæjarsafn. Á sama tími hafi bíl verið ekið niður Höfðabakka og hafnað á manninum. Ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið. Vegfarandinn lá í götunni eftir þetta. Stuttu síðar kom annar bíll, sá var af gerðinni Suzuki. Sá ökumaður kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja til vinstri en náði ekki að forðast árekstur við manninn. Suzuki-bíllinn hafnaði líka á hlið Toyotu-bíls við þetta. Líkt og áður segir lést vegfarandinn í kjölfarið. Samkvæmt gögnum sem rannsóknarnefndin styðst við liðu 78 sekúndur milli árekstranna. Enginn sem varð vitni að fyrri árekstrinum hefur gefið sig fram, en í kjölfar slyssins óskaði lögregla eftir vitnum. Fyrri áreksturinn meginorsök slyssins Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins sé fyrsti áreksturinn, við óþekkta bílinn. Samkvæmt krufningarrannsókn fékk vegfarandinn áverka á lærlegg við hann, sem er í samræmi við að ekið hafi verið á hann standandi. Það var vegna hans sem hann lá í jörðinni þegar Suzuki-bíllinn hafnaði á honum. Myndbandsupptaka úr Suzuki-bílnum sést að vegfarandinn hafi verið að reyna að standa upp þegar seinni áreksturinn varð, með því að reyna að setja undir sig olnboga. Aðrar orsakir eru einnig nefndar í skýrslunni. Þar er í fyrsta lagi minnst á að óþekkti ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að veita fyrstu hjálp eða hringja eftir aðstoð. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í öðru lagi er það of hraður akstur ökumanns Suzuki-bílsins. Hann var að keyra á 74 kílómetra hraða skömmu áður en áreksturinn varð þar sem hámarkshraði er sextíu kílómetrar á klukkustund. Í þriðja lagi er minnst á athygli Suzuki-ökumannsins við akstur. Hann er sagður hafa verið með ekki nægilega mikla athygli á því sem var fyrir framan bílinn, heldur á umferð sem hafði myndast á götunni vegna vegfarandans. Þess vegna hafi hann haft skemmri tíma til að afstýra árekstrinum. Einnig er minnst á að vegfarandinn hefði getað farið öruggari leið í gegnum undirgöng, sem hann hafð áður almennt notað. Þá hafi hann ekki verið með endurskin á sér eða klæðnaði sínum. Þar að auki minnist rannsóknarnefndin á að þeir sem voru að veita skyndihjálp hefði þurft að huga betur að eigin öryggi með því að tryggja vettvang og þanng verja sig og hinn slasaða fyrir frekara slysi.
Samgönguslys Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira