Hægir á verðhækkunum matvöru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2024 22:40 Verðlag lækkar í fjórum verslunum en hækkar í sex. vísir/vilhelm Verðbólga í matvöruverslunum fer minnkandi það sem af er ári. Til marks um það hækkaði verðlag matvöru um 1,2 prósent milli mánaða, samanborið við 12,3 prósent árshækkun matvöruverð í maí á síðasta ári. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá verðlagseftirliti Alþýðusambands Íslands. „Verðlag í Heimkaupum hækkaði mest milli mánaða, en langmest verðhækkun þar var í snyrti- og hreingerningarvörum, rúmlega 10%. Er það til dæmis vegna 20-25% hækkunar á Elvital vörum,“ segir í tilkynningu ASÍ. Hvað aðrar markverðar hækkanir varðar er ýmislegt nefnt: Nettó: Filippo Berio ólífuolía hækkar um 21%. Hagkaup: Omnom súkkulaði hækkar um 17%. Krónan: 4stk laukur og rauðlaukur í neti hækkar um 15%. Bónus: Omnom súkkulaði hækkar um 10% og Milka plötur um 19%. Iceland: Ýmsir gosdrykkir hækka eftir afslætti í apríl. Krambúðin: Filippo Berio ólífuolía hækkar um rúm 20%. 10-11: Hvítlaukur hækkar um 35%. Kjörbúðin: Maarud snakk hækkar um 25% eftir afslætti í apríl. Extra: Hvítlaukur hækkar um 54%. Verðlag lækkar í fjórum verslunum en hækkar í sex. Verðlag stóð í stað eða lækkaði milli mánaða í Iceland, Krambúðinni, Kjörbúðinni og Fjarðarkaupum. Verðlag í matvöruverslunum hefur hækkað um 0,52% frá undirritun kjarasamninga, samkvæmt vörukörfu verðlagseftirlitsins. Þetta jafngildir 2,6% hækkun á ársgrundvelli. Mest hefur verðlag hækkað í Iceland (0,9%), Heimkaupum (0,8%) og Bónus (0,8%) en minnst í 10-11. Verðlagsbreytingar eru reiknaðar með vigtun vöruflokka og verslana. Þegar talað er um breytingu á verðlagi er um að ræða veginn útreikning, en breyting á verði merkir stakan samanburð eða óvegið meðaltal. Við verðsamanburð eru skoðaðar verðmælingar frá hverju viðmiðunartímabili fyrir sig – meðalverð í hverjum mánuði, eða meðalverð tímabilsins 6-13. mars þegar borið er saman við undirritun kjarasamninga. Þessi verð eru borin saman við nýjustu verð sem verðlagseftirlitið hefur aflað, sem eru að jafnaði frá 21. maí 2024. Verðlag Verslun ASÍ Neytendur Matvöruverslun Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá verðlagseftirliti Alþýðusambands Íslands. „Verðlag í Heimkaupum hækkaði mest milli mánaða, en langmest verðhækkun þar var í snyrti- og hreingerningarvörum, rúmlega 10%. Er það til dæmis vegna 20-25% hækkunar á Elvital vörum,“ segir í tilkynningu ASÍ. Hvað aðrar markverðar hækkanir varðar er ýmislegt nefnt: Nettó: Filippo Berio ólífuolía hækkar um 21%. Hagkaup: Omnom súkkulaði hækkar um 17%. Krónan: 4stk laukur og rauðlaukur í neti hækkar um 15%. Bónus: Omnom súkkulaði hækkar um 10% og Milka plötur um 19%. Iceland: Ýmsir gosdrykkir hækka eftir afslætti í apríl. Krambúðin: Filippo Berio ólífuolía hækkar um rúm 20%. 10-11: Hvítlaukur hækkar um 35%. Kjörbúðin: Maarud snakk hækkar um 25% eftir afslætti í apríl. Extra: Hvítlaukur hækkar um 54%. Verðlag lækkar í fjórum verslunum en hækkar í sex. Verðlag stóð í stað eða lækkaði milli mánaða í Iceland, Krambúðinni, Kjörbúðinni og Fjarðarkaupum. Verðlag í matvöruverslunum hefur hækkað um 0,52% frá undirritun kjarasamninga, samkvæmt vörukörfu verðlagseftirlitsins. Þetta jafngildir 2,6% hækkun á ársgrundvelli. Mest hefur verðlag hækkað í Iceland (0,9%), Heimkaupum (0,8%) og Bónus (0,8%) en minnst í 10-11. Verðlagsbreytingar eru reiknaðar með vigtun vöruflokka og verslana. Þegar talað er um breytingu á verðlagi er um að ræða veginn útreikning, en breyting á verði merkir stakan samanburð eða óvegið meðaltal. Við verðsamanburð eru skoðaðar verðmælingar frá hverju viðmiðunartímabili fyrir sig – meðalverð í hverjum mánuði, eða meðalverð tímabilsins 6-13. mars þegar borið er saman við undirritun kjarasamninga. Þessi verð eru borin saman við nýjustu verð sem verðlagseftirlitið hefur aflað, sem eru að jafnaði frá 21. maí 2024.
Verðlagsbreytingar eru reiknaðar með vigtun vöruflokka og verslana. Þegar talað er um breytingu á verðlagi er um að ræða veginn útreikning, en breyting á verði merkir stakan samanburð eða óvegið meðaltal. Við verðsamanburð eru skoðaðar verðmælingar frá hverju viðmiðunartímabili fyrir sig – meðalverð í hverjum mánuði, eða meðalverð tímabilsins 6-13. mars þegar borið er saman við undirritun kjarasamninga. Þessi verð eru borin saman við nýjustu verð sem verðlagseftirlitið hefur aflað, sem eru að jafnaði frá 21. maí 2024.
Verðlag Verslun ASÍ Neytendur Matvöruverslun Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira