Hvar er sómakenndin? Blakleikur Ísraels og Íslands Hrönn Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifa 24. maí 2024 13:31 Helgina 17. – 19. maí fór fram mót í CEV Silver League deildinni í blaki í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. Leikurinn vakti nokkuð umtal, m.a. í Facebook hópnum Sniðganga fyrir Palestínu, af því að í þetta sinn tók karlalandsliðið á móti landsliði Ísraels. Ástæður þess að leikur Íslands við Ísrael vekur umtal þekkjum við flest. Ísraelsríki stundar nú árásárstríð gegn Palestínufólki á Gaza. Ofan á linnulausar loftárásir á almenna borgara og innviði á Gaza hefur Ísraelsríki skorið á flutning vatns, rafmagns og hjálpargagna til Gaza og beitir palestínsku þjóðina nú manngerðri hungursneyð með því að loka landamærum og koma í veg fyrir flutning og dreifingu matvæla. Samtímis þessu fjölgar árásum ísraelska hersins á almenna borgara á Vesturbakkanum. Alþjóðadómstóllinn í Haag réttar nú yfir Ísrael fyrir þjóðarmorð á Gaza og nýlega gaf Alþjóðaglæpadómstóllinn út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra og varnarmálaráðherra Ísraels, ásamt þremur foringjum innan Hamas fyrir árásir þeirra 7. október. Á degi hverjum hrannast upp sönnunargögn um stríðsglæpi, brot á alþjóðalögum og glæpi gegn mannkyni sem Ísraelsríki fremur á íbúum Palestínu og þessu fylgjumst við með nánast í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum. Þetta er samhengið sem þarf að hafa í huga þegar við metum réttmæti þess að mæta fulltrúum Ísraelsríkis á íþróttavellinum. Meðvirkni með ríki sem fremur stríðsglæpi Leikur Íslands og Ísraels fór fram fyrir luktum dyrum og íþróttahúsið í Digranesi var með öllu lokað frá föstudegi til sunnudags fyrir aðra starfsemi, væntanlega að beiðni Ísraels. Leikurinn var samt ekki spilaður án áhorfenda því samkvæmt okkar upplýsingum voru um 80 áhorfendur á leiknum af sérstökum gestalista. Manneskja sem var viðstödd leikinn segir hátt spennustig hafa verið í húsinu en að gestir hafi risið úr sætum þegar þjóðsöngur Ísraels var leikinn. Hverju var Blaksamband Íslands að hlífa leikmönnum Ísraels við? Að þurfa að horfast í augu við þá staðreynd að almenningi á Íslandi og um heim allan misbýður framganga Ísraels? Að sjá palestínska fánann mögulega meðal áhorfenda? Að einhver stæði ekki upp þegar þjóðsöngur Ísraels var spilaður? Er meðvirknin með ríki sem ákært hefur verið fyrir þjóðarmorð svo mikil að allt er gert til að koma Ísraelum undan óþægindum sem glæpir ríkisins kunna að valda þeim á alþjóðavettvangi? Hver eru gildi íþróttahreyfingarinnar? Við skiljum ekki hvernig Blaksambandið ver þá ákvörðun að leika við Ísrael og halda almenningi frá leiknum. Hefur íþróttahreyfingin ekkert lært af umræðu undanfarinna ára á Íslandi um að við stöndum ekki með þeim sem beitir ofbeldinu, heldur með þeim sem verða fyrir því? Hefur íþróttahreyfingin ekki lært að meðvirkni með gerandanum veitir honum skjól til að halda áfram að beita ofbeldi? Og það sem meira er – er íþróttahreyfingin tilbúin til segja algerlega skilið við þau gildi sem hún sjálf segist vinna eftir? Á vefsíðu Blaksambands Íslands er forvitnileg yfirlýsing sem Blaksamband Íslands skrifar undir ásamt sex öðrum félögum, þ.á.m. KSÍ og HSÍ. Þar stendur: „Íþróttastarf gengur ekki bara út á að kenna börnum og unglingum iðkun íþróttagreina. Íþróttahreyfingin gegnir mikilvægu uppeldishlutverki gagnvart þessum ungu iðkendum og í starfinu er ekki síður unnið markvisst að því að kenna góð gildi sem má taka með sér út í lífið.“ Sættir Blaksamband Ísland sig við að kenna ungu íþróttafólki þau gildi að íþróttir séu undanskildar kröfum um siðferði og sómakennd? Sættir Blaksambandið sig við að kenna ungu íþróttafólki að við samþykkjum að deila íþróttavelli með fulltrúum ríkis sem hefur drepið barn á korters fresti í sjö mánuði? Sniðganga á sviði íþrótta Um tuttugu ár eru síðan borgaralegar hreyfingar í Palestínu kölluðu eftir því að efnahagslegri sniðgöngu yrði beitt gegn Ísrael ásamt sniðgöngu á sviði menningar, íþrótta og lista. Þetta ákall um sniðgöngu á fyrirmynd í þeim aðferðum sem var beitt gegn Suður Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar, en Ísraelsríki rekur vægðarlausa aðskilnaðarstefnu í Ísrael og Palestínu. Þegar Rússland réðist inn í Úkraínu var Rússum umsvifalaust vísað úr keppni á alþjóðavettvangi svo fordæmin fyrir sniðgöngu í íþróttum eru fleiri í dag. Nú gætu einhverjir spurt – á ísraelskt íþróttafólk að gjalda fyrir gjörðir Ísraels? Eru þetta ekki bara íþróttir? Þessu er auðsvarað. Sniðganga á sviði íþrótta beinist ekki persónulega gegn íþróttamönnum heldur ríkinu sem þeir eru fulltrúar fyrir. Hún hefur það markmið að einangra ríki sem brjóta alþjóðalög líkt og Ísrael hefur gert og skapa bæði ytri og innri þrýsting á ríkin um að láta af óréttlætinu. Sniðganga sendir almenningi í viðkomandi ríki líka skilaboð. Skoðanakannanir í Ísrael sýna að þrátt fyrir ákæru um þjóðarmorð styður yfirgnæfandi meirihluti almennings í landinu bæði árásir og innrás á Gaza og beitingu hungurs sem vopns gegn almenningi. Þegar við keppum við ísraelsk íþróttalið þá veitum við pólitískt samþykki okkar við framferði Ísraelsríkis við Palestínu. Íþróttir eru nefnilega meira en bara íþróttir. Á vettvangi íþrótta geta ríki sem brjóta mannréttindi og alþjóðalög fegrað ímynd sína og mætt öðrum ríkjum á jafningjagrundvelli. Einmitt þess vegna eru íþróttir mikilvægur vettvangur til sniðgöngu. Þær skapa aðstæður þar sem við getum tekið afstöðu með mannréttindum og mannúð. Hvatning Daginn fyrir leikinn á sunnudaginn birti fyrrum fyrirliði karlalandsliðsins í blaki, Guðbergur Egill Eyjólfsson, opið bréf til leikmanna íslenska liðsins. Þar hvatti hann leikmenn til að „hafa áhrif til góðs á alþjóða vísu“ með því að spila ekki leikinn. Hann hvatti landsliðsmenn til að láta ekki nota sig til að fegra ímynd Ísraelsríkis á sviði íþrótta. Við trúum ekki öðru en að fjölmargt íþróttafólk – bæði í blaki og öðrum íþróttum – geti tekið undir með Guðbergi. Þó ráðamenn loki augum og eyrum fyrir hinu augljósa hefur almenningi ofboðið fyrir löngu. Íslenskt íþróttafólk er sett í erfiða stöðu þegar íþróttahreyfingin setur þeim þann afarkost að keppa við Ísrael eða bregðast liðinu sínu. Slíkan þrýsting getur verið erfitt að standast sem einstaklingur. En sem betur fer er enginn einn í þessu, við erum mörg og okkur fer fjölgandi. Við bjóðum íþróttafólk úr öllum greinum velkomið í sniðgönguhreyfinguna. Hægt er að fylgjast með Boycott, Divestment and Sanctions (BDS) Movement og BDS Ísland á öllum helstu samfélagsmiðlum og ganga í hinn öfluga umræðuhóp á Facebook: Sniðganga fyrir Palestínu. Einnig söfnum við heimildum um sniðgöngu á Ísrael á netfanginu snidgangafyrirsoguna@posteo.com. Þangað má senda afrit af tölvupóstum, skjáskot og persónulegar frásagnir sem tengjast landsleik Íslands og Ísraels í blaki og verður þeim komið til langtímavarðveislu á skjalasafni. Velkomin til liðs við sniðgönguhreyfinguna! Saman getum við haft áhrif. Hrönn er umhverfisfræðingur og í BDS sniðgönguhreyfingunni á Íslandi. Ragnhildur er sagnfræðingur og í BDS sniðgönguhreyfingunni á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Blak Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Helgina 17. – 19. maí fór fram mót í CEV Silver League deildinni í blaki í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. Leikurinn vakti nokkuð umtal, m.a. í Facebook hópnum Sniðganga fyrir Palestínu, af því að í þetta sinn tók karlalandsliðið á móti landsliði Ísraels. Ástæður þess að leikur Íslands við Ísrael vekur umtal þekkjum við flest. Ísraelsríki stundar nú árásárstríð gegn Palestínufólki á Gaza. Ofan á linnulausar loftárásir á almenna borgara og innviði á Gaza hefur Ísraelsríki skorið á flutning vatns, rafmagns og hjálpargagna til Gaza og beitir palestínsku þjóðina nú manngerðri hungursneyð með því að loka landamærum og koma í veg fyrir flutning og dreifingu matvæla. Samtímis þessu fjölgar árásum ísraelska hersins á almenna borgara á Vesturbakkanum. Alþjóðadómstóllinn í Haag réttar nú yfir Ísrael fyrir þjóðarmorð á Gaza og nýlega gaf Alþjóðaglæpadómstóllinn út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra og varnarmálaráðherra Ísraels, ásamt þremur foringjum innan Hamas fyrir árásir þeirra 7. október. Á degi hverjum hrannast upp sönnunargögn um stríðsglæpi, brot á alþjóðalögum og glæpi gegn mannkyni sem Ísraelsríki fremur á íbúum Palestínu og þessu fylgjumst við með nánast í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum. Þetta er samhengið sem þarf að hafa í huga þegar við metum réttmæti þess að mæta fulltrúum Ísraelsríkis á íþróttavellinum. Meðvirkni með ríki sem fremur stríðsglæpi Leikur Íslands og Ísraels fór fram fyrir luktum dyrum og íþróttahúsið í Digranesi var með öllu lokað frá föstudegi til sunnudags fyrir aðra starfsemi, væntanlega að beiðni Ísraels. Leikurinn var samt ekki spilaður án áhorfenda því samkvæmt okkar upplýsingum voru um 80 áhorfendur á leiknum af sérstökum gestalista. Manneskja sem var viðstödd leikinn segir hátt spennustig hafa verið í húsinu en að gestir hafi risið úr sætum þegar þjóðsöngur Ísraels var leikinn. Hverju var Blaksamband Íslands að hlífa leikmönnum Ísraels við? Að þurfa að horfast í augu við þá staðreynd að almenningi á Íslandi og um heim allan misbýður framganga Ísraels? Að sjá palestínska fánann mögulega meðal áhorfenda? Að einhver stæði ekki upp þegar þjóðsöngur Ísraels var spilaður? Er meðvirknin með ríki sem ákært hefur verið fyrir þjóðarmorð svo mikil að allt er gert til að koma Ísraelum undan óþægindum sem glæpir ríkisins kunna að valda þeim á alþjóðavettvangi? Hver eru gildi íþróttahreyfingarinnar? Við skiljum ekki hvernig Blaksambandið ver þá ákvörðun að leika við Ísrael og halda almenningi frá leiknum. Hefur íþróttahreyfingin ekkert lært af umræðu undanfarinna ára á Íslandi um að við stöndum ekki með þeim sem beitir ofbeldinu, heldur með þeim sem verða fyrir því? Hefur íþróttahreyfingin ekki lært að meðvirkni með gerandanum veitir honum skjól til að halda áfram að beita ofbeldi? Og það sem meira er – er íþróttahreyfingin tilbúin til segja algerlega skilið við þau gildi sem hún sjálf segist vinna eftir? Á vefsíðu Blaksambands Íslands er forvitnileg yfirlýsing sem Blaksamband Íslands skrifar undir ásamt sex öðrum félögum, þ.á.m. KSÍ og HSÍ. Þar stendur: „Íþróttastarf gengur ekki bara út á að kenna börnum og unglingum iðkun íþróttagreina. Íþróttahreyfingin gegnir mikilvægu uppeldishlutverki gagnvart þessum ungu iðkendum og í starfinu er ekki síður unnið markvisst að því að kenna góð gildi sem má taka með sér út í lífið.“ Sættir Blaksamband Ísland sig við að kenna ungu íþróttafólki þau gildi að íþróttir séu undanskildar kröfum um siðferði og sómakennd? Sættir Blaksambandið sig við að kenna ungu íþróttafólki að við samþykkjum að deila íþróttavelli með fulltrúum ríkis sem hefur drepið barn á korters fresti í sjö mánuði? Sniðganga á sviði íþrótta Um tuttugu ár eru síðan borgaralegar hreyfingar í Palestínu kölluðu eftir því að efnahagslegri sniðgöngu yrði beitt gegn Ísrael ásamt sniðgöngu á sviði menningar, íþrótta og lista. Þetta ákall um sniðgöngu á fyrirmynd í þeim aðferðum sem var beitt gegn Suður Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar, en Ísraelsríki rekur vægðarlausa aðskilnaðarstefnu í Ísrael og Palestínu. Þegar Rússland réðist inn í Úkraínu var Rússum umsvifalaust vísað úr keppni á alþjóðavettvangi svo fordæmin fyrir sniðgöngu í íþróttum eru fleiri í dag. Nú gætu einhverjir spurt – á ísraelskt íþróttafólk að gjalda fyrir gjörðir Ísraels? Eru þetta ekki bara íþróttir? Þessu er auðsvarað. Sniðganga á sviði íþrótta beinist ekki persónulega gegn íþróttamönnum heldur ríkinu sem þeir eru fulltrúar fyrir. Hún hefur það markmið að einangra ríki sem brjóta alþjóðalög líkt og Ísrael hefur gert og skapa bæði ytri og innri þrýsting á ríkin um að láta af óréttlætinu. Sniðganga sendir almenningi í viðkomandi ríki líka skilaboð. Skoðanakannanir í Ísrael sýna að þrátt fyrir ákæru um þjóðarmorð styður yfirgnæfandi meirihluti almennings í landinu bæði árásir og innrás á Gaza og beitingu hungurs sem vopns gegn almenningi. Þegar við keppum við ísraelsk íþróttalið þá veitum við pólitískt samþykki okkar við framferði Ísraelsríkis við Palestínu. Íþróttir eru nefnilega meira en bara íþróttir. Á vettvangi íþrótta geta ríki sem brjóta mannréttindi og alþjóðalög fegrað ímynd sína og mætt öðrum ríkjum á jafningjagrundvelli. Einmitt þess vegna eru íþróttir mikilvægur vettvangur til sniðgöngu. Þær skapa aðstæður þar sem við getum tekið afstöðu með mannréttindum og mannúð. Hvatning Daginn fyrir leikinn á sunnudaginn birti fyrrum fyrirliði karlalandsliðsins í blaki, Guðbergur Egill Eyjólfsson, opið bréf til leikmanna íslenska liðsins. Þar hvatti hann leikmenn til að „hafa áhrif til góðs á alþjóða vísu“ með því að spila ekki leikinn. Hann hvatti landsliðsmenn til að láta ekki nota sig til að fegra ímynd Ísraelsríkis á sviði íþrótta. Við trúum ekki öðru en að fjölmargt íþróttafólk – bæði í blaki og öðrum íþróttum – geti tekið undir með Guðbergi. Þó ráðamenn loki augum og eyrum fyrir hinu augljósa hefur almenningi ofboðið fyrir löngu. Íslenskt íþróttafólk er sett í erfiða stöðu þegar íþróttahreyfingin setur þeim þann afarkost að keppa við Ísrael eða bregðast liðinu sínu. Slíkan þrýsting getur verið erfitt að standast sem einstaklingur. En sem betur fer er enginn einn í þessu, við erum mörg og okkur fer fjölgandi. Við bjóðum íþróttafólk úr öllum greinum velkomið í sniðgönguhreyfinguna. Hægt er að fylgjast með Boycott, Divestment and Sanctions (BDS) Movement og BDS Ísland á öllum helstu samfélagsmiðlum og ganga í hinn öfluga umræðuhóp á Facebook: Sniðganga fyrir Palestínu. Einnig söfnum við heimildum um sniðgöngu á Ísrael á netfanginu snidgangafyrirsoguna@posteo.com. Þangað má senda afrit af tölvupóstum, skjáskot og persónulegar frásagnir sem tengjast landsleik Íslands og Ísraels í blaki og verður þeim komið til langtímavarðveislu á skjalasafni. Velkomin til liðs við sniðgönguhreyfinguna! Saman getum við haft áhrif. Hrönn er umhverfisfræðingur og í BDS sniðgönguhreyfingunni á Íslandi. Ragnhildur er sagnfræðingur og í BDS sniðgönguhreyfingunni á Íslandi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun