Lyngby komst upp úr fallsæti í síðustu umferð þegar Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk á sjö mínútum og Andri Lucas eitt undir lokin til að tryggja liðinu 3-1 sigur gegn Viborg.
Þeim dugði því jafntefli gegn neðsta liðinu, Hvidovre, í dag til að halda sér uppi. Sem þeir gerðu, 0-0 lokaniðurstaða leiks.
Liðið fyrir neðan Lyngby, OB, tapaði reyndar sínum leik 2-1 gegn Viborg þannig að Lyngby þurfti ekkert á stiginu að halda, en alltaf gott að gulltryggja sig.
Andri Lucas Guðjohnsen og Kolbeinn Finnsson voru í byrjunarliði Lyngby, Sævar Atli kom inn á 83. mínútu.
Á morgun fer svo lokaumferð efri hluta úrvalsdeildarinnar fram. Toppliðin Midtjylland og Brondby eru jöfn að stigum.
Það verður því æsispennandi að fylgjast með hvort Sverri Inga og félögum takist að tryggja sér titilinn eða hvort Brondby hampi honum í annað sinn á fjórum árum.