Halda áfram árásum á Rafah Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2024 14:59 Sprengjur dynja enn á Rafah þrátt fyrir úrskurð alþjóðadómstólsins. AP/Ramez Habboub Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. Í gær úrskurðaði alþjóðadómstóllinn að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah. Í úrskurðinum var þó ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með málið til dómstólsins. Þrátt fyrir áframhaldandi árásir fer fram ný tilraun til vopnahlésviðræðna í næstu viku samkvæmt heimildum Reuters. Norðanvert á Gasasvæðinu gerði ísraelski herinn einnig loftárásir. Alls segja heilbrigðisyfirvöld á svæðinu að 31 hafi látist í árásum síðasta sólarhringinn en ekki er greint milli hermanna og borgara. Þrátt fyrir mikla alþjóðlega andspyrnu halda Ísraelsmenn aðgerðum sínum í Rafah áfram. Hundruðir þúsunda flóttamanna höfðu sest tímabundið að í dvala, mörg í frumstæðum tjaldbúðum við útjaðar borgarinnar, til að flýja átökin annars staðar á svæðinu. Síðan Ísraelsmenn hófu að gera árásir einnig á Rafah hafa þeir dreifst víða um Gasa. „Hernámsliðið heldur uppi stöðugum loftárásum, ekki bara í austurhlutanum þar sem þeir réðust inn heldur einnig í miðborginni og vesturbænum. Þeir vilja hræða fólkið burt úr allri borginni,“ hefur Reuters eftir íbúa í Rafah. Hingað til hafa átök að miklu leyti einskorðast við suður- og austurbæ Rafah og haldist utan við þéttbyggð svæði. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Í gær úrskurðaði alþjóðadómstóllinn að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah. Í úrskurðinum var þó ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með málið til dómstólsins. Þrátt fyrir áframhaldandi árásir fer fram ný tilraun til vopnahlésviðræðna í næstu viku samkvæmt heimildum Reuters. Norðanvert á Gasasvæðinu gerði ísraelski herinn einnig loftárásir. Alls segja heilbrigðisyfirvöld á svæðinu að 31 hafi látist í árásum síðasta sólarhringinn en ekki er greint milli hermanna og borgara. Þrátt fyrir mikla alþjóðlega andspyrnu halda Ísraelsmenn aðgerðum sínum í Rafah áfram. Hundruðir þúsunda flóttamanna höfðu sest tímabundið að í dvala, mörg í frumstæðum tjaldbúðum við útjaðar borgarinnar, til að flýja átökin annars staðar á svæðinu. Síðan Ísraelsmenn hófu að gera árásir einnig á Rafah hafa þeir dreifst víða um Gasa. „Hernámsliðið heldur uppi stöðugum loftárásum, ekki bara í austurhlutanum þar sem þeir réðust inn heldur einnig í miðborginni og vesturbænum. Þeir vilja hræða fólkið burt úr allri borginni,“ hefur Reuters eftir íbúa í Rafah. Hingað til hafa átök að miklu leyti einskorðast við suður- og austurbæ Rafah og haldist utan við þéttbyggð svæði.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira