Segir róðurinn vera að þyngjast fyrir Ísraelsmenn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. maí 2024 15:01 Þórdís Ingadóttir, prófessor og sérfræðingur í alþjóðamálum, segir Ísraelsmönnum þyngjast róðurinn á alþjóðavísu. Vísir/Arnar Halldórsson Þórdís Ingadóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í alþjóðamálum segir róður Ísraelsmanna þyngjast. Ísraelsk stjórnvöld séu að einangrast á alþjóðavettvangi og nýútgefin beiðni um handtökuskipun af hálfu aðalsaksóknara alþjóðasakamáladómstólsins geri þeim ekki hægar um vik. Í viðtali í Sprengisandi á bylgjunni segir Þórdís að stöðugt versnandi staða hundruða þúsunda á hálfgerðum vergangi í og við Rafaborg við landamæri Egyptalands valdi dómsvöldum í Haag töluverðum áhyggjum. Mikið hafi verið spurt um hvernig Ísraelsmenn hygðust bregðast við ástandinu en fátt hafi verið um svör. „Svo kemur þessi úrskurður og þeir verða að draga úr hernaðinum í Rafah til að tryggja það að þetta fólk geti ekki orðið fórnarlömb þjóðarmorðs,“ segir Þórdís. Sultur sem herkænska Hún bendir á að hryggjarsúlan í beiðninni sé sú að ísraelsk stjórnvöld beiti sulti vísvitandi sem hernaðaraðferð. Það teljist glæpur gegn mannkyni. Þórdís segir handtökuskipunin á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sem og öðrum háttsettum ráðamönnum þar í landi, gjörbreyta stöðu landsins á alþjóðavettvangi. „Það er stórmál, bæði pólitískt og lagalega. Hann er líka mjög þungorður í sinni yfirlýsingu. Hann ítrekar það að sömu lög verði að gilda um alla. Þetta er náttúrlega dómstóll með mjög mörg mál í gangi. Meðal annars gegn Rússlandi og málum í Súdan og Venesúela og Búrma. Hann segir að ef lögin eigi bara að gilda um suma en ekki aðra þá erum við að grafa undan öllu kerfinu og það bara hrynur,“ segir Þórdís. Bandaríkjamenn í þversögn Þórdís segir einnig að ákveðinnar hræsni gæti í viðbrögðum sumra Vesturlanda við ákvörðun Karim Khan, aðalsaksóknara sakamáladómstólsins, að biðja um handtökuskipunina. Málið svipi mikið til ákæru dómstólsins á hendur rússneskum yfirvöldum vegna stríðsglæpa í Úkraínu. „Það var svolítið vendipunktur þegar Úkraína kemur inn í þetta. Þeir sem eru að gagnrýna núna helst lögsögu dómstólsins er líka sömu ríki og eru að styðja dómstólinn í að saksækja glæpi í Úkraínu af hálfu Rússa. Þeir eru að fara svolítið í þversögn,“ segir hún. „Bandaríkjamenn eru núna að styðja málsókn gegn Pútín fyrir þessum alþjóðasakadómstól. Og þeir eru í því að reyna að búa til enn annan dómstól til að ákæra Pútín fyrir árás sem er sitjandi þjóðhöfðingi í landi sem hefur þá enga aðild að þessum dómstól,“ bætir hún við. Hún segir ísraelsk stjórnvöld vera að einangrast og að það sé erfiðara og erfiðara fyrir alþjóðasamfélagið að taka ekki afstöðu þrátt fyrir mótmæli Bandaríkjamanna og annarra. „Það hafa allir samúð með þessum hörmungum sem átti sér stað þann sjöunda október en hvernig þeir eru að beita þessum hernaði það er að tikka í öll þessi box og vekja þetta kerfi allt upp,“ segir Þórdís. Átök í Ísrael og Palestínu Sprengisandur Ísrael Palestína Tengdar fréttir Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59 Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44 Ísraelar kalla sendiherrana heim frá Noregi, Írlandi og Spáni Utanríkisráðherra Ísraels hefur ákveðið að kalla ísraelska diplómata í Noregi, Spáni og Írlandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að stjórnvöld þar tilkynntu í morgun að þau viðurkenndu sjálfstætt ríki Palestínu. 22. maí 2024 07:26 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Í viðtali í Sprengisandi á bylgjunni segir Þórdís að stöðugt versnandi staða hundruða þúsunda á hálfgerðum vergangi í og við Rafaborg við landamæri Egyptalands valdi dómsvöldum í Haag töluverðum áhyggjum. Mikið hafi verið spurt um hvernig Ísraelsmenn hygðust bregðast við ástandinu en fátt hafi verið um svör. „Svo kemur þessi úrskurður og þeir verða að draga úr hernaðinum í Rafah til að tryggja það að þetta fólk geti ekki orðið fórnarlömb þjóðarmorðs,“ segir Þórdís. Sultur sem herkænska Hún bendir á að hryggjarsúlan í beiðninni sé sú að ísraelsk stjórnvöld beiti sulti vísvitandi sem hernaðaraðferð. Það teljist glæpur gegn mannkyni. Þórdís segir handtökuskipunin á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sem og öðrum háttsettum ráðamönnum þar í landi, gjörbreyta stöðu landsins á alþjóðavettvangi. „Það er stórmál, bæði pólitískt og lagalega. Hann er líka mjög þungorður í sinni yfirlýsingu. Hann ítrekar það að sömu lög verði að gilda um alla. Þetta er náttúrlega dómstóll með mjög mörg mál í gangi. Meðal annars gegn Rússlandi og málum í Súdan og Venesúela og Búrma. Hann segir að ef lögin eigi bara að gilda um suma en ekki aðra þá erum við að grafa undan öllu kerfinu og það bara hrynur,“ segir Þórdís. Bandaríkjamenn í þversögn Þórdís segir einnig að ákveðinnar hræsni gæti í viðbrögðum sumra Vesturlanda við ákvörðun Karim Khan, aðalsaksóknara sakamáladómstólsins, að biðja um handtökuskipunina. Málið svipi mikið til ákæru dómstólsins á hendur rússneskum yfirvöldum vegna stríðsglæpa í Úkraínu. „Það var svolítið vendipunktur þegar Úkraína kemur inn í þetta. Þeir sem eru að gagnrýna núna helst lögsögu dómstólsins er líka sömu ríki og eru að styðja dómstólinn í að saksækja glæpi í Úkraínu af hálfu Rússa. Þeir eru að fara svolítið í þversögn,“ segir hún. „Bandaríkjamenn eru núna að styðja málsókn gegn Pútín fyrir þessum alþjóðasakadómstól. Og þeir eru í því að reyna að búa til enn annan dómstól til að ákæra Pútín fyrir árás sem er sitjandi þjóðhöfðingi í landi sem hefur þá enga aðild að þessum dómstól,“ bætir hún við. Hún segir ísraelsk stjórnvöld vera að einangrast og að það sé erfiðara og erfiðara fyrir alþjóðasamfélagið að taka ekki afstöðu þrátt fyrir mótmæli Bandaríkjamanna og annarra. „Það hafa allir samúð með þessum hörmungum sem átti sér stað þann sjöunda október en hvernig þeir eru að beita þessum hernaði það er að tikka í öll þessi box og vekja þetta kerfi allt upp,“ segir Þórdís.
Átök í Ísrael og Palestínu Sprengisandur Ísrael Palestína Tengdar fréttir Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59 Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44 Ísraelar kalla sendiherrana heim frá Noregi, Írlandi og Spáni Utanríkisráðherra Ísraels hefur ákveðið að kalla ísraelska diplómata í Noregi, Spáni og Írlandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að stjórnvöld þar tilkynntu í morgun að þau viðurkenndu sjálfstætt ríki Palestínu. 22. maí 2024 07:26 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59
Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44
Ísraelar kalla sendiherrana heim frá Noregi, Írlandi og Spáni Utanríkisráðherra Ísraels hefur ákveðið að kalla ísraelska diplómata í Noregi, Spáni og Írlandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að stjórnvöld þar tilkynntu í morgun að þau viðurkenndu sjálfstætt ríki Palestínu. 22. maí 2024 07:26