Sverrir Ingi og félagar meistarar eftir ótrúlega lokaumferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2024 17:10 Sverirr Ingi er Danmerkurmeistari 2024. @fcmidtjylland Lokaumferð umspilsins um Danska meistaratitilinn í fótbolta fór fram í dag. Midtjylland stendur uppi sem Danmerkurmeistari eftir hreint út sagt ruglaða lokaumferð þar sem liðið lenti 2-0 undir og allt stefndi í að Bröndby yrði danskur meistari. Sverrir Ingi og félagar gerðu hvað þeir gátu til að kasta titlinum frá sér. Liðið kom hins vegar til baka í síðustu tveimur leikjum sínum – sem báðir enduðu 3-3 – og náði þar með að tryggja sér danska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2020. Sverrir Ingi og félagar byrjuðu leik dagsins gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og bikarmeisturum Silkeborgar hins vegar skelfilega. Um miðbik fyrri hálfleiks var staðan 0-2 og Silkeborg með öll völd á vellinum. Á sex mínútna kafla í síðari hálfleik skoruðu heimamenn þrjú mörk og á sama tíma var Bröndby óvænt að tapa gegn AGF. Silkeborg tókst að jafna metin í 3-3 og reyndust það lokatölur í Herning. Þar sem Bröndby tókst ekki að sigra AGF þá stendur Midtjylland uppi sem meistari en liðin voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. VI HAR GJORT DET! 🏆#FCMSIF pic.twitter.com/q9x1pYnr1b— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) May 26, 2024 Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í hjarta varnar Midtjylland á meðan Stefán Teitur lék allan leikinn í liði Silkeborgar. Þá lék Mikael Neville Anderson 85 mínútur í liði AGF. FC Kaupmannahöfn endar í 3. sæti eftir 1-1 jafntefli við Nordsjælland á heimavelli í dag. Með sigri hefðu gestirnir getað stolið 3. sætinu en það veitir þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu á komandi leiktíð. Orri Steinn Óskarsson lék allan leikinn sem fremsti maður hjá FCK á meðan Rúnar Alex Rúnarsson sat sem fastast á bekknum. Midtjylland vinnur mótið með 63 stig, Bröndby kemur þar á eftir með 62 stig, FCK með 59 og Nordsjælland með 58 stig. AGF er svo með 44 stig og Silkeborg aðeins 36 í 6. sæti. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Sverrir Ingi og félagar gerðu hvað þeir gátu til að kasta titlinum frá sér. Liðið kom hins vegar til baka í síðustu tveimur leikjum sínum – sem báðir enduðu 3-3 – og náði þar með að tryggja sér danska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2020. Sverrir Ingi og félagar byrjuðu leik dagsins gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og bikarmeisturum Silkeborgar hins vegar skelfilega. Um miðbik fyrri hálfleiks var staðan 0-2 og Silkeborg með öll völd á vellinum. Á sex mínútna kafla í síðari hálfleik skoruðu heimamenn þrjú mörk og á sama tíma var Bröndby óvænt að tapa gegn AGF. Silkeborg tókst að jafna metin í 3-3 og reyndust það lokatölur í Herning. Þar sem Bröndby tókst ekki að sigra AGF þá stendur Midtjylland uppi sem meistari en liðin voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. VI HAR GJORT DET! 🏆#FCMSIF pic.twitter.com/q9x1pYnr1b— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) May 26, 2024 Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í hjarta varnar Midtjylland á meðan Stefán Teitur lék allan leikinn í liði Silkeborgar. Þá lék Mikael Neville Anderson 85 mínútur í liði AGF. FC Kaupmannahöfn endar í 3. sæti eftir 1-1 jafntefli við Nordsjælland á heimavelli í dag. Með sigri hefðu gestirnir getað stolið 3. sætinu en það veitir þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu á komandi leiktíð. Orri Steinn Óskarsson lék allan leikinn sem fremsti maður hjá FCK á meðan Rúnar Alex Rúnarsson sat sem fastast á bekknum. Midtjylland vinnur mótið með 63 stig, Bröndby kemur þar á eftir með 62 stig, FCK með 59 og Nordsjælland með 58 stig. AGF er svo með 44 stig og Silkeborg aðeins 36 í 6. sæti.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira